15.10.2013 | 15:14
2057 - Höfundarréttur
Um það var talað á sínum tíma að gera Ísland að fjármálahöfuðborg heimsins. Með öðrum orðum að skattaskjóli. Þar er samkeppnin afar hörð og hefur verið það lengi. Tök banka, alþjóðlegra stórfyrirtækja og forréttindastétta allskonar á ríkisstjórnum eru eitthvað að bila. Þó er engin ástæða til að halda að almenningur nái að brjóta af sér hlekkina. Hið vestræna skipulag er komið til að vera og engin leið að kasta því fyrir róða án þess að eitthvað komi í staðinn.
Get ekki að því gert að mér finnst norðurslóðar og olíusöngurinn vera af svipuðum meiði og skattaparadísin var áður. Held að draumurinn um hana hafi horfið með Hruninu. En ég er bara svo gamall, tortrygginn og gagnrýninn á allt og alla að ég sé skrattann og ára hans skellihlæjandi í hverju horni.
Það er sennilega alltof mikið skrifað á fésbókina. Ég er þó ekki með nema rúmlega 500 fésbókarvini, en skelfing hljóta innleggin að skruna hratt hjá þeim sem eru með 5000. Skilst að það sé hámarkið. Ég fæ orðið fleiri athugasemdir við fésbókarauglýsinguna mína (sem ég gleymi þó stundum) en við bloggið sjálft. Æ, hættu nú þessu fésbókar- og bloggtuði veit ég að þig langar að segja. Og ég er meira að segja að hugsa um að verða við því.
En hvað á ég þá að skrifa um? Ég sem hef sérhæft mig í að blogga um blogg. Stjórnmálablogg eru vinsæl, segirðu. Já, ég get náttúrulega reynt að spá einhverju um væntanlegt stjórnmálaástand. Og svo eru fréttabloggin mjög góð. Þau hafa þann kost hér á Moggablogginu að auðvelt er að linka í fréttirnar. Kannski fá menn þá fleiri lesendur en þeir mundu annars fá. Muna það. Einu sinni linkaði ég heil ósköp, en er alveg hættur að nenna því.
Jú, ég get svosem bloggað um höfundarréttarmál. Af hverju skyldi fólk ímynda sér að bara vegna þess að eigendur flutningsréttar fá ótakmarkað rými í ríkisfjölmiðlunum, þá hljóti allt að vera háheilagur sannleikur og best fyrir alla, sem þeir hafa að segja. Ég trúi bara ekki Baltasar Kormáki og Páli Óskari því þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta í þessum málum. Nennti ekki einu sinni að horfa á Kastljósið í gærkvöldi. Get vel ímyndað mér hver boðskapur þeirra hefur verið.
Allir með strætó, allir með strætó
enginn með Steindóri
því hann er soddan svindlari.
Var einu sinni sungið. Nú ætti líklega að syngja: Allir með Smáís, allir með Smáís.....
Flugvallarmálið hefur verið blásið mikið upp að undanförnu. Aðallega held ég að það byggist á vel heppnaðri undirskriftasöfnun. Rökin eru mjög vafasöm. Held að þetta mál verði dautt og grafið þegar kemur að borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Tímasetningin hafi semsagt verið vitlaus þó allt annað hafi heppnast vel. Kannski var bara verið að stíla inn á prókjör sjálfstæðismanna. Ég er bara ekki nógu hagvanur þar til að sjá hverjum þetta kemur til góða. Gísli Marteinn fældist þó allavega.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég held það sé nokkuð ljóst að það eru dreifingarfyrirtækin sem stela mestu af höfundum og svo náttúrulega ríkið. En höfundum virðist sama um það. Ég væri sko tilbúinn að þorga rithöfundi beint fyrir afnot af rafbók en að borga Forlaginu hátt í 3 þúsund krónur fyrir sömu bók mun ég aldrei gera. Þess vegna kaupi ég bara bækur á bókamörkuðum þegar verðið er orðið ásættanlegt. En auðvitað tapa höfundarnir mestu á þessu okri sem viðgengst, hvort sem um er að ræða bækur eða tónlist eða kvikmyndir. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en fyrst þarf að breyta viðskiptamódelinu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2013 kl. 01:39
Er sammála þér um þetta Jóhannes, að öðru leyti en þvi að hægt væri að nota ríkið (samfélagið) betur til að leiðrétta helstu vitleysurnar í þessu öllu.
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2013 kl. 09:42
Takk fyrir góðan pistil. Ef ég skil hann rétt, þá merkir hann „allt er hégómi.“
Auðvitað getum við hrist af okkur hlekkina. Rétt eins og fíll getur hrist af sér sína hlekki, og hestur slitið tauminn, en þeir vöndust þeim í æsku.
Sjálfur er ég sannfærður um að þjóðin muni afdáleiðast og endurskapa lýðræði í anda síns forna Þjóðveldis.
Guðjón E. Hreinberg, 16.10.2013 kl. 09:56
Guðjón, vandinn við þjóðveldið var að þar var ekkert framkvæmdavald. Dómum þurftu menn sjálfir að fullnægja. Væri það ekki að færa handrukkurum allt vald, ef það væri tekið upp aftur?
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2013 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.