2005 - Rigning

Loksins er komið eðlilegt ástand aftur. Það vantar ekkert nema úrhellisrigningu og rok um land allt um verslunarmannhelgina, þá er þetta orðið eins og það á að vera. Ég er alveg steinhættur að fara út að ganga. Það var stundum hægt í vor en núna er alltaf annaðhvort þoka eða rigning á morgnana. Vonandi er sólskin á Ítalíu. Ég á nefnilega pantað far þangað í septemberlok. Kannski verður stytt upp þá. Hugsa að það verði a.m.k. hlýrra þar um það leyti. Það borgar sig að gera alltaf ráð fyrir því versta. Það góða sakar ekki. Kannski skellur hann á með sólskin einhvern daginn.

Hann bloggar eins og brjálaður Færeyingur. Þetta hefði sennilega verið hægt að segja um mig fyrir margt löngu. Þá tíðkaðist að líkja öllum við brjálaða Færeyinga. Ekki veit ég hvað tíðkast núna. Einhver sagði við annan: Helvítis arabinn þinn!! „Andskotans bloggari ertu“ sagði ÓRG um daginn, eða meinti það áreiðanlega. Sennilega stelst hann til að lesa blogg og kíkja á fésbókina þegar Dorrit er í London eða í fýlu. Kannski eru menn kallaðir Kínverjar í dag. Í gamla daga voru kínverjar viss tegund af sprengjum. Merkilegt hvernig málið breytist. Það er svo margt sem hefur áhrif á málnotkunina. Einhvern staðar í drasli ætti ég að eiga gömul dagbókarslitur. Gaman væri að vita hvernig málnotkunin hefur verið hjá mér þá. Talmál og ritmál eru auðvitað sitthvað.

Rasismi allskonar veður uppi þessa dagana. Nú um stundir beinist hann aðallega að Múhameðtrúarmönnum og innflytjendum. Hugsanlega beinist hann að einhverju öðru á morgun. Það er óskaplega hressandi að þykjast vera miklu betri sjálfur. Já, mér finnst ég vera alveg laus við rasisma. Kannski er ég það samt ekki þó ég áfellist menn ekki fyrir að vera Íslamstrúar eða að nýbúar hér á Íslandi. Það vill bara svo til að ég fæddist og ólst upp hér á landi og er álitinn þjóðníðingur hinn mesti af sumum af því ég vil að Ísland gangi í ESB. Ábyggilega verð ég seint eins mikill Guðsmaður og ESB-andstæðingur og t.d. Jón Valur Jensson. Eða jafn hægri sinnaður þó ég bloggi hér á Moggablogginu eins og hann.

Nú er kominn föstudagur og helgi væntanleg. Líklega verður hún víst í votviðrasamara lagi. Hér sunnanlands a.m.k. Ekkert gengur hjá mér að komast í bloggfrí. Og þó. Held ég hafi bara ekkert bloggað síðan snemma í fyrradag. Ég get þetta semsagt alveg. Gott ef ég er ekki að léttast líka. Keypti baðvog um daginn á útsölumarkaði hérna rétt hjá. Léttist maður ekki helling við það? Það held ég endilega.

Ekki hélt ég að Ólafur Magnússon væri svona afturhaldssamur einsog hann virðist vera eftir nýjustu greininni hans og viðtalinu að dæma. Hef aldrei haft sérstaklega mikið álit á Hönnu Birnu. Hún greip ekki gæsina þegar hún bauðst og missir hugsanlega af tækifærinu þess vegna. Bjarni Ben. er nokkuð sæmilegur ef bara er borið saman við hina ráðherrana. Mestu vonbrigðin eru varðandi Illuga Gunnarsson. Ég hélt endilega að hann væri svo vel gefinn.

Páll Magnússon hjólar í Davíð Oddsson einn ganginn enn. Það hefur lítið að segja. Svolítið er það eins og að hlaupa á vegg. Eftir því sem Páll segir er samt greinilegt að Davíð er með einhvers konar RUV-fóbíu.  Báðir virðast líta svo á að pöplinum sé hægt að sveifla í kringum sig eins og töfrastaf. Svo er samt allsekki. Helsta ástæðan fyrir því að RUV-ið er dálítið vinstri sinnað (eins og það greinilega er) eru einmitt lætin í Davíð.

IMG 3436Nikita!!


mbl.is Múslímar á Íslandi fasta lengst allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband