1936 - Húsavík

Eitthvað var ég víst að tala um fjölda flokka í gær en virðist hafa gleymt merkilegasta flokknum. Hann heitir að sögn Sturla Jónsson og er víst eini flokkurinn sem heitir mannsnafni. Held að það séu samt fleiri en Sturla í honum en er ekki viss um framboðið. Sturla var a.m.k. í sjónvarpinu um daginn fyrir hönd þessa flokks sem sagt er að hafi einhverntíma heitið Framfaraflokkurinn. Þá eru flokkarnir víst orðnir 27 og læt ég hér með staðar numið í þessari upptalningu. Er þó alls ekki viss um að hún sé tæmandi.

Eiginlega eru það Húsavíkur-málið og Al Thani-málið sem tröllríða fjölmiðlunum um þessar mundir. Ég hef náttúrulega skoðanir á þeim eins og flestu öðru.

Verið er að reyna að gera Húsavíkurmálið að kristilegu kirkjumáli. Biskupinn er að reyna að sanna sig. Kannski er ekki vanþörf á því. Held samt að í grunninn séu það ekki trúmál sem skipta mestu þarna. Ekki er samt vanþörf á að hreinsa svolítið til í þessu máli öllu. Vald Kastljóssins er greinilega mikið. Húsvíkingar eru ekkert verri en aðrir. Ragnar Þór Pétursson (Maurildi á blogspot) skrifar ágæta grein um Húsavíkurmálið og ég vil að öðru leyti vísa í hana. http://maurildi.blogspot.com/2013/04/lrdomurinn-fra-husavik.html?fb_action_ids=10151372253634205&fb_action_types=og.likes&action_object_map=%255B198532640270394%255D&action_type_map=%255B%2522og.likes%2522%255D&action_ref_map=%255B%255D#.UWXvUrWePTp

Já, þetta er svosem talsvert langur linkur, en með þessu lítur bloggið mitt út fyrir að vera lengra og merkilegra en það kannski er. Ehemm.

Al Thani-málið minnir mig að ég hafi minnst á í gær (þriðjudag) Fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þetta mál í dag og meðal annars sagt að það eigi sér engin fordæmi. Á alveg eins von á að dómarinn svari tilraunum þeirra Gests og Ragnars með fordæmalausum hætti þegar málið kemur fyrir rétt á morgun (fimmtudag). Annars er þetta mál svo flókið og yfirgripsmikið og ég lélegur lögfræðingur að sennilega er best að segja sem minnst um þetta.

Stundum hugsum við lítið um þá hljóðveröld sem er allt í kringum okkur. Tökum þá sjáanlegu framyfir. Hvernig skyldi sú þefveröld vera sem blasir við hundum? Eða kannski öllum nema mér. Við mennirnir eigum greinilega margt ólært. Hvað gerist t.d. þegar frumur breytast í frumefnablöndu? Meltingarfæri öll virðast hafa fundið aðferðir til að nýta sér það, en ekki við mennirnir.

IMG 2979Auglýsing.


mbl.is Prestar eiga ekki að leita sátta í ofbeldismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband