1895 - Kosningar

Heldur virðast leikar æsast hvað stjórnmálin snertir. Mér er eiginlega alveg sama hvort þing verður rofið núna eða eftir einhverjar vikur og hvort núverandi ríkisstjórn situr fram að kosningum í apríl eða hrökklast frá völdum nú fljótlega.

Mér finnst að það hafi engin áhrif á það hvernig ég muni kjósa. Mestu áhrifin á það eru hvernig farið verður með svonefnd frumvörp um kvóta og stjórnarskrá, sem sögð eru liggja fyrir alþingi.

Það kemur ekki til greina af minni hálfu að veita neinum af fjórflokkunum brautargengi. Það þýðir einfaldlega að ég mun hvorki kjósa Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn eða Vinstri græna. Björt framtíð er svo alveg að renna saman við þá flokka sem á alþingi sitja svo hún er mjög vafasöm orðin.

Það sem ég vil ná fram með atkvæði mínu, ef ég get, er stuðningur við inngöngu í ESB og að stjórnarfar opnist og batni, spilling minnki og þjóðaratkvæðagreiðslur verði mun auðveldari samkvæmt stjórnarskrá en verið hefur.

Önnur atriði (og þessi reyndar líka) eru mér ekkert heilög og það fólk sem á þingi situr verður að fá að trúa því að það hafi áhrif. Samspil forseta, alþingis og ríkisstjórnar verður að vera sæmilega gott, annars getur illa farið. Dómstólarnir eiga ekki að dæma eins og einhverjir hópar óska sér, en þeim þarf almennt að vera treyst. Fjölmiðlunum einnig. Um  öll þessi atriði má auðvitað skrifa langt mál og eflaust verður það gert í aðdraganda næstu kosninga.

Að mínu mati er engin ástæða til að samþykkja stjórnarskrármál eða kvótafrumvarp í einhverju logandi hasti. Slík hegðun kemur oftast í bakið á þeim sem hana stunda. (svo var þó ekki um neyðarlögin svokölluðu) Um flest mál má semja. Jafnvel um ESB-aðild. T.d. um viðræðurnar og hvort þeim verður hætt fljótt, núna eða strax, en þjóðin á að sjálfsögðu að ráða endanlega hvort af inngöngu verður.

Margir þeirra sem þetta lesa munu eflaust geta verið sammála flestu sem þar stendur (enda er það ekki mikið.) Þó mun ESB-aðildin kannski vefjast fyrir sumum. Það sem ég vil segja um hana á þessari stundu er það að ég mun að sjálfsögðu sætta mig við dóm þjóðarinnar í því máli. Vitað er samt hvernig hann verður. Ég held að flestallir stuðningsmenn aðildar muni gera það einnig. Hef heyrt suma andstæðinga aðildar halda því fram að þeir muni aldrei sætta sig við minnipokastroðslur í því efni.

IMG 2693Vinnustofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband