1878 - Píratar eða prímatar

Í ljósi þess að ný hægrisveifla virðist í uppsiglingu hér á Íslandi er ég mest að hugsa um að kjósa Pírata flokkinn í næstu kosningum. Fjórflokkurinn á ekki upp á pallborðið hjá mér. Er þó allsekki búinn að ákveða mig og geri það kannski ekki fyrr en á leiðinni að kjörborðinu eins og svo hátíðalega er gjarnan sagt.

Undarlega margir virðast hafa addressuna á blogginu mínu í RSS hjá sér eða einhverju þess háttar, því ef mér verður það á (sem gerist næstum daglega) að skrifa smáblogg þá eru aðsókartölur strax roknar upp, en mælast varla annars. Svo geta þær rokið upp í skýin ef ég set nöfn eða eitthvað voða vinsælt í fréttum þann daginn í fyrirsögnina. Verst hvað mér gengur illa að skrifa um sama málefnið út í gegn.

Þetta gullfótartal hjá Framsóknarflokknum er mestan part bara afbrigði af þjóðrembunni, sýnist mér. Pappírsfóturinn hefur aukið á verslun milli landa og sérhæfingu alla. Kannski heldur sú ráðstöfun þróunarlöndunum í fátæktargildru þeirri sem þau augljóslega eru í og hrunið hér á landi sýnir að of geyst er hægt að fara pappírsfótslega séð. Annars ætti ég ekki að vera að tala um hagfræðileg málefni, því ég hef ekkert vit á slíku.

„Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.“ Var einhverju sinni sagt. Kannski er ég alltof orðmargur og þéttbloggandi til að hægt sé að taka mark á mér. Ég geri það samt sjálfur. A.m.k. meðan ég er að blogga. Nú er ég búinn að blogga svo mikið og lengi að ég man engan veginn hvað ég hef skrifað. Það er allt í lagi því enginn fylgist með því. Ekki einu sinni FBI þó þeir hafi áhuga fyrir flestu. Framsóknarmenn muna ábyggilega ekki hverju þeir hafa lofað. Loforðahrúgan flokkanna á eflaust eftir að stækka og stækka alveg framað kosningum, en þá byrja menn undireins að svíkja og svíkja.

Davíð Jónsson (vinstri sinnaði guðsmaðurinn (eða klámkóngurinn) sjálfur) er með áhugaverða drápu á Wordpressinu hjá sér. http://silfurgeitin.wordpress.com/ Kannski bloggar hann of lítið og of sjaldan, en áhugaverður er hann.

Tókuð þið eftir því? Ég bloggað bara ekki neitt um hjúkrunarfræðinga eða Landsspítalann þó það sé greinilega mál málanna í dag.

IMG 2520Símtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband