1858 - Prag

Það eru bara 2 góðir ræðumenn á alþingi um þessar mundir. Þeir heita Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Og það er alveg sama hve miklu moldviðri og einelti framsóknarmenn og sjálfstæðismenn beita, þeir komast ekki framhjá þeirri staðreynd.

Reyndar er alveg óvíst að það skipti nokkru máli varðandi önnur störf hversu góðir ræðumenn þeir eru. Jóhanna Sigurðardóttir er t.d. nokkuð séður stjórnmálamaður en það er Bjarni Benediktsson alls ekki. Ég hélt lengi vel að Illugi Gunnarsson væri gáfaður, en missti alla trú á honum þegar hann tók upp málþófsstælana fyrr í vetur. Held að talsverð breyting verði á alþingi eftir næstu kosningar, en að öðru leyti finnst mér ekki taka því að tjá mig mikið um stjórnmálaástandið.

Það sem mig langar mest til í sambandi við bloggið er að einbeita mér að einhverju ákveðnu og sjá kannski einhvern árangur af því. Það er bara ekki í boði því mér finnst svo gaman að láta móðann mása um allt mögulegt. Þó finnst mér þeim málum fara sífellt fækkandi sem ég hef raunverulegan áhuga á. Áður fyrr hafði ég áhuga á næstum öllu.

Mest langar mig til að skrifa um bækur. Það er bara svo erfitt því fyrst þarf að lesa viðkomandi bók upp til agna (sem getur tekið talsverðan tíma) og svo er alls ekki víst að það taki því neitt að skrifa um hana. Og ef það tekur því, þá tekur það svo langan tíma að kannski er best að sleppa því. Jæja þetta er nú að mála skrattann á vegginn.

Bókin sem ég var að lesa í dag (og undanfarið) heitir „Under a cruel star.“ A life in Prague 1941 – 1968 og er eftir Hedu Margolius Kovály. Afar eftirminnileg bók. Hún lendir í útrýmingarbúðum nasista en tekst að flýja og komast til Prag aftur. Giftist kommúnista sem nær nokkuð langt, en er svo svikinn og tekinn af lífi. Hún heldur samt áfram að lifa við sífellt þrengri og þrengri kost og flýr að lokum frá Prag árið 1968. Ein allra eftirminnilegasta setningin úr bókinni er þessi:

Everyone assumes it is easy to die but that the struggle to live requires a superhuman effort. Mostly, it is the other way around. There is, perhaps, nothing harder than waiting passively for death. Staying alive is simple and natural and does not require any particular resolve.

Af einhverjum ástæðum hef ég enn ekki getað slitið mig frá Moggablogginu. Er einhvernvegin ekki tilbúinn til að taka stökkið. Hræddur um að þeir sem vanir eru að lesa það sem ég skrifa finni mig ekki og leiti lítið að mér. Íhaldssemin er líka kostur. Mogginn er reyndar alveg hættur að sinna bloggurum eins og hann gerði einu sinni. Mér er sama. Það þarf ekkert að sinna mér. Gott að hafa samt einhverja sem eru tilbúnir til þess ef á þarf að halda. Hef ennþá ekkert borgað fyrir að fá að vera hérna nema einn þúsundkall fyrir aukið myndapláss.

IMG 2410Rótarhnyðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband