13.1.2013 | 02:36
1850 - Eva Hauksdóttir
Einhver harðasta refsingin sem úthlutað er á Norðurlöndum (og kannski víðar) um þessar mundir er útilokun frá fésbókinni. Pia Kjærsgaard er sögð hafa fengið útskúfun í heilan dag. Innlendur feminist hefur víst verið útlokaður þrisvar sinnum (einn dag í hvert sinn) Ekki held ég að Ögmundur hafi gert sér grein fyrir hvernig er hægt er að græða á þessu.
Einfaldast væri náttúrlega á láta fésbókina sjá um allar refsingar en ekki er víst að samningar mundu nást um það. Þar sem um er að ræða óvandað málfar, ærumeiðingar og annað smáskítlegt væri upplagt að nota fésbókina. Skoða þyrfti vandlega hvort ekki mætti líka láta í þessa ágætis verksmiðju háreisti og djöfulgang í heimahúsum.
Nota má þessa aðferð til prufu við næstu alþingiskosningar og hafa refsingarnar þá fremur vægar fyrsta kastið.
Ein frétt frá síðustu viku er mér ofar í huga en flestar aðrar. Veit ekki af hverju:
Laus armur laganna
gaf í og gusaði
á viðstaddar vampýrur
svo ljósmyndin langa
lukkaðist vel.
Gef ekki frekari skýringar. Meina ekkert sérstakt með þessu. Svona er þetta bara í mínum huga.
Himstrakeppnin í handbolta hófst í gær. Hún er haldin annað hvert ár á móti Evrópumeistaramótinu svo hægt sé að nota sér áhuga almennings sem mestur er jafnan í janúar. Einhver hélt því fram í sjónvarpi um daginn að handbolti væri þjóðaríþrótt Íslendinga og stæði jafnvel framar glímunni. Minntist ekki á knattspyrnuna sem enn er langvinsælust og mest iðkuð hér á ísa köldu landi þó himstrakeppnin þar sé bara fjórða hvert ár og ekki í janúar. Glíman er bara þjóðaríþrótt að því leyti að aðrir stunda ekki slíka vitleysu og hefur verið þannig þjóðaríþrótt í marga áratugi.
Einhverntíma ekki alls fyrir löngu skrifaði Jens Guð athugasemd við bloggið mitt og kvaðst oft líta á það hjá mér. Sömuleiðis. Ég varð náttúrulega talsvert upp með mér enda finnst mér Jens góður bloggari. Kannski fær hann hugmyndir af því að lesa bloggið mitt. Fæ ég kannski hugmyndir af því að lesa bloggið hans? Ekki finnst mér það. Ætli það sé ekki yfrið nóg af hugmyndum á sveimi um allt þó maður nái í skottið á einni og einni. Skrifelsishugmyndir fara mest eftir þeim sem hugmyndirnar fær. Ekki því hvað bloggarinn hefur farið oft til útlanda eða gert hitt oft. Að gera hitt einsog Þórbergur komst jafnan að orði er ekki það sem lífið snýst um. Kannski gerir það það samt hjá sumum.
Eva Hauksdóttir reynir af veikum mætti að berjast gegn feminisma og pólitískri rétthugsun. Stundum verður henni prýðilega ágengt í því, en það er þegar hún talar um rétt fólks til að skrifa undir dulnefni sem ég sperri eyrun. Með eignarrétti stórfyrirtækja á Internetinu, sem er í undirbúningi, líður ekki á löngu áður en frelsið til að dyljast þar líður undir lok og það er mikill skaði. Sú þöggun sem þá verður hægt að beita er hættuleg allri netumræðu. Það er sú þöggun sem hingað til hefur verið beitt. Með Internetinu hefur svolítið los komist á hana og það eiga ráðandi öfl erfitt með að þola. Auðvitað misnota sumir dulnefnisréttinn en hjá því verður aldrei komist.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi.
Flott vísa hjá þér. Hellingur af hugsanlegum stuðlum og svo einn höfuðstafur.
Hverjir eru að ásælast internetið? Hef ekki séð þetta fyrr. Veit JÁJ af þessu?
Ég er annars bara að athugasemdast þetta til að gera eitthvað.
Guðmundur Bjarnason 13.1.2013 kl. 03:59
Jú, Guðmundur stórfyrirtækin eru að reyna að ná valdi yfir netinu. Google, Microsoft, Apple, Yahoo, Facebook o.s.frv. T.d. með því að safna upplýsingum um alla og enginn má skrifa á netið nema hægt sé að rekja það. Þau eru útsendarar stórþjóðanna. Þau ætla sér að ná valdi á þessu tæki með góðu eða illu.
Sæmundur Bjarnason, 13.1.2013 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.