1765 - Þá hló marbendill

Það að Guðbjartur Hannesson hafi ekki reynt að svara á neinn hátt eða lægja öldurnar sem risið hafa vegna ríflegar kauphækkunar forstjóra Landsspítalans bendir ótvírætt til að samviska hans sé alls ekki hrein. Kannski hefur hann haldið að þetta læki ekki út. Laun eiga yfirleitt að vera leyndarmál. Hugsanlega hefur annar ráðherra lekið þessu ofur varlega og fellur grunurinn þá einkum á innanríkisráðherrann sem framundir þetta hefur mátt óttast mjög um sinn eigin hag. Annars bendir flest til að þessi launahækkun verði Gutta dýr. Hann virðist vegna hennar ætla a.m.k. að missa af formannssætinu í Samfylkingunni. Segist vafalaust ekki hafa verið að sækjast neitt eftir því, en hver trúir svoleiðis vitleysu?

Á allmörgum blaðsíðum kemst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að Evran henti Íslendingum best ef þeir vilji endilega skipta um gjaldmiðil.Við því mátti búast. Annars held ég, í ljósi spakmælisins um að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur, þá muni Íslendingar enn um sinn halda stíft í krónuna sína og færa stjónvöldum á hverjum tíma þar með tæki til að hækka og lækka laun fólks eftir þörfum. Sá frekasti fær, eins og sannast í hverri einustu gengisfellingu. Svo er tiltölulega auðvelt fyrir spákaupmenn (smákaupmenn) að láta gengið sveiflast fram og aftur og taka með því gróðann sem stjórnvöld ættu með réttu að fá í sinn vasa fyrir að plata sveitamanninn.

Lífeyrissjóðakerfið er líka óttalegt plat. Fólk hefur lengi talað um að skattheimta hér á Íslandi sé hófleg (enginn her o.þ.h.) Skattheimtan á vinnandi fólk hefur bara verið kölluð lífeyrissjóðsgreiðslur. Gróðinn fer svo mestmegnis í að hafa sjóðina nógu litla og að starfsfólkið þar fái utanferðir og aðra bitlinga. Stjórnvöld eru síblönk vegna þessa og biðja um peninga með grátstafinn í kverkunum.

Hrunið er að hverfa út í buska stjórnmálanna og lítil von er um að það breyti skoðunum fólks að nokkru ráði. Enn er þó von og hún mun koma í ljós í næstu þingkosningum og framboðum sem þar kunna að koma fram. ESB getur vel orðið mál málanna í framtíðinni á sama hátt og hermálið var það áratugum saman. Óþarfi er þó að láta það stjórna öllum sínum athöfnum. Gerð nýrrar stjórnarskrár hefur afar lítið með ESB að gera og ef breytingar á henni ná fram að ganga er meiri von til þess að Hrunið hafi stjórnmálalegar breytingar í för með sér. Ekki veitir af.

IMG 1597Afrit af bíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband