1684 - Kappræður forsetaefna

x18Gamla myndin.
Við Reykjavíkurtjörn. Líklega snemma á sjöunda áratugnum.

Jæja, nú er kominn Sunnudagur og Akranesdvölinni lokið. Eiginlega var þetta eins og sumarleyfisdvöl. Einkum ber að þakka veðrinu fyrir það. Vonandi helst þessi blíða og auðvitað geri ég ráð fyrir að sumarið verði gott. Slatta af myndum tók ég og það skásta af afrakstrinum mun líklega birtast smám saman á blogginu mínu.

Efst á baugi eru auðvitað kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. Þetta er líklega eitt besta tækifæri Þóru og kannski það síðasta. Nái hún ekki til þjóðarinnar að þessu sinni er framboðið hugsanlega vonlaust. Samt geri ég ráð fyrir að kjósa hana. Sigur eða tap skiptir mig engu máli. Verð samt að viðurkenna að ég er meira að kjósa á móti ÓRG en með Þóru með þessu móti. Kannski á það við um fleiri.

Finnst sjávarútvegs- og kvótamálin vera komin út í tóma vitleysu. Það er alls ekki eðlilegt að LÍÚ stjórni ríkisstjórninni. Þar með er ég ekki að segja að tillögur stjórnarinna séu allra meina bót. Mér finnst þær samt skárri og held að þær njóti meiri stuðnings almennings, en að láta allt lufsast áfram eins og verið hefur.

Hið nýja Ísland er á leiðinni. Gömlu stjórnendurnir reyna að þvælast fyrir eins og þeir geta. Það gengur samt ekki til lengdar. Nútíminn mun sópa enn meiru í burtu þegar hann loks kemst til valda ef reynt verður að sporna sem mest við honum. Náttúruverndarhugsunin er að verða ofaná. Hvorki vinstri menn eða hægri hafa einkarétt á þeirri hugsun. Sú skoðun að náttúra Íslands sé viðkvæm og þarfnist umhyggju vinnur sífellt á.

Kannski er best að vera ekkert að teygja lopann lengur en setja þetta bara á bloggið. Engin ástæða er til að hafa þetta sem lengst. Myndirnar sem ég er búinn að uplóda endast kannski svolítið betur með því, en þær eru hvort eð er ekkert sérstakar.

Díana mun hafa farið að Úlfljótsvatni um helgina og skátamótið þar hefur eflaust tekist vel. Man eftir að hafa sjálfur verið á skátamóti við Hagavík (sem er skammt frá Úlfljótsvatni) fyrir margt löngu. Einnig var eftirminnilegt að starfa í þýðendahópnum hjá BÍS fyrir nokkrum misserum.

IMG 831540 (ekki 42).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband