23.4.2012 | 08:54
1657 - Kerið o.fl.
Gamla myndin.
Við kirkjutröppurnar á Akureyri. Líklega er þessi mynd tekin seinni veturinn minn á Bifröst.Þarna má þekkja einhverja ef vel er að gáð.
Ég er að miklu leyti búinn að missa áhugann á Hruninu. Það er bara staðreynd sem lifa verður með. Auðvitað tek ég afstöðu gagnvart einstökum atburðum þess með sjálfum mér en hef sífellt minni áhuga á að deila þeirri afstöðu með öðrum. Það er svo margt sem er meira virði að lifa fyrir. Óttast að HalksdjfasldfkHrunið eitri líf of margra. Þá er ég ekki að tala bara um útrásarvíkinga heldur líka helstu andstæðinga þeirra. Auðvitað vilja banksterar og aðrir að þessum látum linni sem fyrst og farið sé að gera eitthvað annað. Stjórnmálin eru breytt, hugsunarháttur fólks er breyttur, allt er öfugsnúið, upplýsingaskógurinn verður sífellt þéttari. Limgerðið vex og vex í 100 ár.
90 til 99 % allra frétta á fésbókinni og í öðrum fjölmilum er óttalegt píp sem langhagstæðast er að leiða hjá sér. Hvernig á þá að finna alvörufréttirnar? Það er auðvelt. Þær finna þig, en þú ekki þær. Þær fréttir og upplýsingar sem ekki koma fyrir þín augu eiga ekkert erindi við þig. Samt reyna margir að fylla öll göt sem myndast í daglegu amstri með sem mestum fréttum og upplýsingum. Er það þá tóm vitleysa að vera að því? Já, eiginlega. Ef þú ert ekki nógu skipulagður til að skammta þér upplýsingarnar sjálfur ertu í vondum málum. Eiginlega þræll þeirra sem semja fréttirnar og deila þeim.
Sagt er að gamalt fólk sé hamingjusamara en það sem yngra er og hugsanir þess yfirleitt jákvæðari. Hvernig skyldi standa á því? Er yngra fólkið svona yfirkomið af heimshryggð? Eru það ekki unglingar sem helst taka eigið líf? Fjörgamalt fólk kannski einnig sem ekki vill lengur vera byrði á afkomendunum. Hvers virði er fjölskyldulífið? Eru einstæðingar ekki óhamingjusamastir allra?
Greinilegt er að Óskar Magnússon hefur ekki aukið vinsældir sínar með því að auglýsa eignarhald sitt á Kerinu í Grímsnesi með þeim neikvæða hætti að neita Kínverjunum og fylgdarliði þeirra um að skoða það. Sumir vilja heimfæra þá vinsældaneikvæðni á Sjálfstæðisflokkinn allan og ritstjóra Morgunblaðsins sérstaklega. Það held ég að sé um of. Óskar er að ég held framkvæmdastjóri þess félags sem á Morgunblaðið og hann ásamt ritstjóra þess og fleirum er ugglaust bæði á móti Kínversku ríkisstjórninni og þeirri Íslensku. Samt sem áður er engin ástæða til að leggja sérstaka merkingu í þetta atvik. Bara óheppilegt. Þó íhaldsmenn allra flokka hafi reynt með miklum látum lengi vel að koma þeirri ríkisstjórn frá sem nú situr er ekkert sem bendir til að þeim takist það. Þeim dettur varla í hug sjálfum að þeir hafi einhver áhrif á kínversku ríkisstjórnina. Í stjórnmálalegu tilliti er þessi gjörð frámunanlega asnaleg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér sýnist að þessi kjánaskapur í Grímsnesinu kalli á lagasetningu í einhverju formi um aðgang manna að náttúru landsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 09:48
Ansans ári er þessi mynd óskýr, eins og hún er í rauninni skemmtilegt heimild. Mér sýnist þú vera sjálfur í öftustu röð og þekki þar líka Óla Sig, Guðmund Gauk, Guðmund Vésteins og einhverja fleiri. Sem betur fer held ég að ég sjáist alls ekki, enda kem ég yfirleitt ekki fram á svona hópmyndum.
Ellismellur 23.4.2012 kl. 21:51
Já hún er ansi óskýr. Það hljóta eiginlega að vera til betri myndir af þessari uppstillingu. Er til eitthvað sem heitir ljósmyndasafn Bifrastar? Það þyrfti að vera til.
Sæmundur Bjarnason, 24.4.2012 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.