1656 - Breivik o.fl.

003Gamla myndin.
Sveinn Víkingur slúttar balli í hátíđasalnum ađ Bifröst. Guđvarđur Kjartansson og Jón Illugason í baksýn.

Já, ţetta var einskonar helgi í miđri viku. Nú er kominn föstudagur aftur og hćgt ađ slappa af. Vonandi er sumariđ komiđ fyrir alvöru og hćgt ađ gera ráđ fyrir ađ snjór og frost láti okkur ađ mestu í friđi, ţađ sem eftir er til sumars, hér á höfuđborgarsvćđinu.

Hef veriđ ađ lesa athugasemdir frá Baldri Hermannssyni. Hann var einhversstađar ađ afsaka norska fjöldamorđingjann og líkja honum viđ takkamanninn í flugvélinni sem drepur ţúsundfalt fleiri en hann án ţess ađ ţurfa ađ sjá fórnarlömbin. Fjarlćgđin og sjónleysiđ er ekki eini munurinn á ţeim tveimur. Hermađurinn hefur afsakendur í lögum bunun fyrir aftan sig. Allt upp í generála og forseta. (Kónga og drottningar stundum). Í tilfelli Breiviks er geđveikin notuđ af réttinum sem vopn en ţarsem ţađ vopn er greinilega til verndar almenningi er óţarfi af Baldri ađ láta svona. Ţessi notkun á opinbera geđveikivopninu kemur ađ vísu niđur á ţeim sem geđveikir eru á annan og raunverulegri hátt. Fólk er bara orđiđ svo vant ţví geđveikistigma sem sífellt er notađ í fréttum og annarsstađar. Um ţađ mćtti auđvitađ fjalla miklu nánar, en Harpa Hreinsdóttir http://harpa.blogg.is gerir ţađ betur en flestir ađrir.

Er ađ talsverđu leyti sammála Hörpu, en upplifun mín af lćknum er samt sú ađ ţeir séu til nokkurs (eđa mikils) gagns ţó mađur lćkni sig oftast sjálfur ađ mestu leyti. Kannski eru skottulćknar betri en alvöru lćknar. Segi bara svona. Ţetta međ ţćgindi skođanaleysisins eru engar ýkjur hjá henni. Auđvitađ ţekki ég ekki geđrćn vandamál af eigin raun, en hef á langri ćfi kynnst margskyns lćknum. Sé mađur ekki tilbúinn til ađ taka sjálfur ţátt í sinni eigin međferđ er mađur illa settur. Eiginlega bara kjötskrokkur sem er fyrir öllum og međ allskonar vćntingar og langanir. Vesöld heimsins er slík ađ ágćt lausn virđist oft ađ skríđa inn í ţunglyndisholuna hvađ sem Harpa segir viđ ţví.

Lífiđ er ein samfelld röđ af ákvörđunum. Sumar eru ađ sjálfsögđu arfavitlausar og ţá er bara ađ reyna ađ afsaka ţćr fyrir sjálfum sér og öđrum. Ađrar eru skárri og sumar jafnvel ţannig ađ ţćr reynast mun betri en ţćr virtust í fyrstu. Öfunda ţá sem aldrei efast um réttmćti ákvarđana sinna. Ţeir held ég nefnilega ađ séu til. Held samt ađ sú manneskja sé ekki til sem ćvinlega tekur réttar ákvarđanir. Ţađ er líka alveg nóg ađ hlutfalliđ milli réttra og rangra ákvarđana sé sćmilega hagstćtt.

IMG 8220Til minningar um...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamáliđ međ Breivik er ađ hann virđist ómerkilegur sćkópat, ekkert dularfullt viđ ţađ og rauninni er hann klassískt dćmi um lágkúru illskunnar (banality of evil). Hins vegar gerir stađallinn sem Noregur (og Ísland og restin af Evrópu) eiginlega ekki ráđ fyrir sćkópatagreiningu. Og ţar sem tekiđ er tillit til svoleiđis geđröskunar eru sćkópatar yfirleitt taldir sakhćfir enda vita ţeir nákvćmlega hvađ ţeir eru ađ gera. Líklegra er oft heppilegra ađ dćma slík kvikindi í mannslíki sakhćf til ađ hćgt sé ađ halda ţeim í öryggisgćslu ćvilangt.

Annars hélt ég ađ Baldur Hermannsson vćri hćttur ađ tjá sig á netinu ;)

Harpa Hreinsdóttir 20.4.2012 kl. 14:45

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Jú, Baldur er enn a.m.k. virkur í athugasemdum. Sennilega var sú athugasemd ég talađi um hjá Eiđi Guđnasyni. Les hann oft. Og kannski var ţetta á fésbók.

Sćmundur Bjarnason, 20.4.2012 kl. 22:32

3 Smámynd: Sólveig Ţóra Jónsdóttir

"Auđvitađ ţekki ég ekki geđrćn vandamál af eigin raun," Bólar ţarna á pínulitlum fordómum?

Sólveig Ţóra Jónsdóttir, 20.4.2012 kl. 23:21

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Jú, Sólveig. Auđvitađ. Ţađ vćri nú lítiđ eftir af manni ef allir fordómar fćru í burtu. Best ađ vera sjónlaus eđa sjónlítill á ţá. Eigin fordómar eru oft verstir. Auđveldara ađ horfa framhjá hinum.

Sćmundur Bjarnason, 21.4.2012 kl. 09:20

5 identicon

Úpps ... sé núna eigin mistök: Átti ađ standa "Líklega er oft heppilegra ađ dćma slík kvikindi í mannslíki ÓSAKHĆF ..."

Mér finnst setningin "Auđvitađ ţekki ég ekki geđrćn vandamál af eigin raun" vera ósköp eđlileg yfirlýsing ţess sem ekki ţekkir geđrćn vandamál af eigin raun. Hvađ er fordómafullt viđ hana?

Harpa Hreinsdóttir 21.4.2012 kl. 14:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband