1629 - Fésbókarframboð

Scan227Gamla myndin.
Benni og Hafdís Rósa.

Talsverð umræða fer nú fram á fésbókinni um frambjóðanda til forsetakjörs á móti Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki ætla ég að fara að telja upp þá sem þar eru nefndir en umræðan þar er talsvert mikil. Þeir sem hæst hafa á Facebook kunna að sameinast um einn eða fáa frambjóðendur eftir nokkra daga. Áreiðanlega tekst að finna einhvern/einhverja frambærilega þannig. Einnig er vel hugsanlegt að frambjóðendur komi úr öðrum röðum. A.m.k. er víst að næstu dagar verða fjörugir að þessu leyti.

Fyrir utan að koma sjálfum sér að er ÓRG farinn mjög að skipta sér af stjórnmálum. Honum finnst mikilvægast núna að gera tvennt: Koma í veg fyrir ESB-aðild og koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá verði samþykkt. Með því síðarnefnda koma þjóðaratkvæðagreiðslur varla til álita nema fyrir hans tilstilli og það finnst honum best. Hann álítur líka, sennilega með réttu, að hann sé a.m.k. vinsælli en ríkisstjórnin.

Er að lesa ævisögu Hitlers eftir Ian Kershaw um þessar mundir. Margt er athyglisvert varðandi ævi hans. Það sem þó er furðulegast er að gróin menningarþjóð eins og Þjóðverjar skuli hafa látið mann sem hann komast upp með að vera nánast einræðisherra í ein 12 ár og hrinda þjóðinni í vonlaust heimsstríð. Hitler hafði ekkert sérstakt til brunns að bera. Hann var þó séður stjórnmálamaður sem kunni að notfæra sér hagstæðar aðstæður og sennilega ágætur herstjórnandi, en ekkert fram yfir það. Bara uppstökkur besserwisser, sem þóttist hafa mikið vit á listum.

Annars hleyp ég úr einu í annað við lestur eins og fleira og ég á varla von á því að ég klári þessa ævisögu. Samkvæmt Kyndlinum er ég búinn með eitthvað um 5%. Það er þægilegt að hafa Kyndilinn og geta náð sér í það sem mann langar til að lesa. Mér finnst ég hafa mun minna að gera á bókasafnið eftir að ég fékk hann. Öppin eru samt fremur fá sem ég hef náð mér í. Ég er líka orðinn svo vanur að flækjast um netið á stóru Windows-tölvunni að mér finnst stýrikerfið á Kyndlinum fremur stirt og óþægilegt.

Er svolítið hræddur um að Facebook-áhrifin á fréttir og stjórnmál séu kannski ekki eins mikil og sumir halda. Leiðinlegt eflaust að vera fésbókarforseti. Þó kannski betra en ekkert. Áhrif fésbókarinnar eru samt áreiðanlega mikil. Veit ekki hvað það er sem fésbókin stjórnar ekki.

ÓRG finnst þrjátíu þúsund áskoranir heilmikið. Það finnst mér líka. Sumir reyna þó að draga úr því vegna þess að svo margir séu á kjörskrá.

IMG 8009Kjúklingaverð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband