1603 - Eiríkur og Ögmundur

Untitled Scanned 64Verslunin og Sláturhúsið á Vegamótum.

Namedropping, jesús minn. Eiríkur Jónsson er ekki minna fyrir slíkt en aðrir; þó liggur hann ÓRG á hálsi fyrir að geta um hvaða mektarfólk er með honum á Suðurskautslandinu. Segi ekki meir. Stóri kosturinn við (daglega) bloggið hans (Eiríks) á Eyjunni er hvað það er jafnan stutt. Það er oftast nóg að setja bendilinn yfir fyrirsögnina á blogg-gáttinni til að sjá hvað hann hefur að segja. Annað með mig sem á erfitt með að hætta þó ég bloggi daglega eða því sem næst. Annars er það að verða íþrótt hjá mér að móðga aðra bloggara. Minntist ókurteislega á einhvern Badabing um daginn og hann ætlaði vitlaus að verða. Sniðugast er samt að láta naggið í mér sem vind um eyrun þjóta. Ekkert er eins ergilegt og að enginn nenni að ansa manni. (Þetta kann Stefán Pálsson)

Margir hafa sagt og fleiri tekið undir að það hafi verið mikil niðurlæging fyrir alþingi að greiða atkvæði á þann hátt sem gert var í Landsdómsmálinu. Segjum að það sé rétt eins og Ögmundur heldur fram að eðlilegra hefði verið að ákæra a.m.k. fjóra ráðherra eða engan. Af hverju tók það hann og fleiri svona marga mánuði að komast að þeirri niðurstöðu? Hefðu þeir ekki átt að sjá það strax og bregðast við því. Hugsanlega með frávísunartillögu a la Bjarni Benediktsson. Nei, sennilega var betra að bíða svolítið og sjá hvort það gæti ekki komið ríkisstjórninni verr að flytja tillöguna seinna. Snerist Ögmundur kannski bara svona hægt? Er draumur hans að verða einhvers konar jó-jó ráðherra? Kannski er hann bara að stríða Steingrími og ætlar að hrifsa af honum formennskuna í VG. Er ekki bara upplagt að svæfa málið í nefnd; það er víst vaninn með frumvörp sem flutt eru af vitlausum aðilum.

Skýrslum af einhverju tagi er nú dælt út daglega. Menn hafa varla tíma til að mótmæla og andskotast. Um dagin kom út einhver skýrsla (gott ef hún var ekki um verðtryggingu) og Marínó G. Njálsson og Ólafur Arnarson ásamt fleirum mótmæltu hástöfum. Í dag var að koma einhver skýrsla um lífeyrissjóði og mótmælum snjóar um allt. Eðlilega. Valdastéttin er allsstaðar með klærnar. Nú er búið að plata okkur í áratugi með að við séum með fullkomnasta lífeyrissjóðskerfi í veröldinni en þá er sjóðunum svo illa stjórnað að þeir hrynja í fang útrásarvíkinganna.

Einn af þeim atburðum sem ég man vel eftir er þegar Davíð Oddsson lýsti því yfir að ÓRG væri óhæfur til að úrskurða í fjölmiðlamálinu vegna þess að dóttir hans ynni hjá Baugi. (Þó neitaði hann að lagasetningin beindist að Baugi) Þá var ég að bíða eftir afgreiðslu á matsölustað í Kópavoginum og þar var kveikt á sjónvarpinu. Aldrei hef ég séð stjórnmálamann leggjast eins lágt og Davíð þarna. Þá hafði ég kosið Ólaf og var fylgismaður hans; styð hann jafnvel ennþá bara vegna þess að Davíð Oddsson réðist þarna á hann með ótrúlegu offorsi. Getur svo engu svarað þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri hjólar í hann. Er Davíð aumingi eða hvað?

IMG 7834Fossvogur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davið, Ögmundur, og Olafur Ragnar . . . three politicians who are obsessed with getting attention.

Elisabeth Ward 4.2.2012 kl. 06:43

2 identicon

Davíð er aumingi. Skrifar í skjóli annarra. LÍÚ, SAMHERJA, Óskars og Guðbjargar. (hluthafar MBL)

Ólafur Sveinsson 4.2.2012 kl. 12:08

3 identicon

Rauð LADA R23204?

Ólafur Sveinsson 4.2.2012 kl. 20:07

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Númerið er líklega rétt hjá þér. Originallinn er hjá Bjössa og hann gæti staðfest þetta. Um tegundin ert þú eflaust fróðari en ég. Um litinn get ég ekkert fullyrt. En hver er sagan?

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2012 kl. 22:30

5 identicon

Er að reyna að skilja af hverju mér fannst hann vera rauður, svona í svart hvítu?

Ólafur Sveinsson 5.2.2012 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband