1317 - 1. apríl

Í dag er 1. apríl. Hvað allir athugi. Enginn vill hlaupa apríl. Hlaupa þeir apríl sem trúa einhverju rugli í fjölmiðlunum í dag? Það finnst mér ekki. Hinsvegar hlupu þeir apríl sem komu úr uppsveitum Árnessýslu, eins og svo fagurlega er kallað, og alla leið að Selfossi á sínum tíma til að skoða Vanadísina. Man eftir frásögninni í útvarpinu um komu hennar. Líklega hef ég ekki verið ýkja gamall þá. Nú er ég búinn að koma frá mér mínu morgunstefi og get farið að gera eitthvað annað.

Ekki gekk sem skyldi að setja stöðumyndina á bloggið í gær en mér er svosem sama. Sennilega hefði ég getað breytt þessu í mynd og sett það upp þannig og geri það kannski seinna ef ég þarf að setja stöðumynd inn.

Hef reynt að tileinka mér hina pólitísku og  blogglegu kaldhæðni en jafnvel hún er stundum leiðinleg. Einkum á degi eins og 1. apríl þegar allir eru hlaupandi út um allt. Er að hugsa um að hlaupa til Hveragerðis á eftir.

Merkilegt hve allir fara úr sambandi þegar minnst er á peninga. Tíumenningarnir segjast ætla að fjárfesta kannski, ef til vill, hugsanlega pínulítið og eiga eða hafa ráð á um 1700 milljörðum króna samanlagt og allir fara á límingunum. Og mærðin í mönnunum. Þetta er bara eins og ÓRG þegar hann var uppá sitt Pochahontas-besta.

IMG 5062Sennilega er enginn heima hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Fjölmiðlar hafa lengi tekið að sér að gabba almenning fyrsta apríl. Lundúnablaðið Evening Standard plataði lesendur sína á mikla asnasýningu árið 1846, ljóst er hverjir voru hafðir til sýnis þar. Fyrsta aprílgabbið sem vitað er um í íslenskum fjölmiðli, er frá árinu 1957. Þá létu fréttamenn Ríkisútvarpsins sem að fljótaskip sigldi á Ölfusá á leið til Selfoss og sögðu frá í beinni útsendingu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.4.2011 kl. 08:14

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það var einmitt Vanadísin sem sigldi uppað Selfossi og ég hef samkvæmt því verið 15 ára þegar þetta var. Takk.

Sæmundur Bjarnason, 2.4.2011 kl. 10:04

3 identicon

Man eftir Vanadísinni og mikið var Stefán Jónsson góður platari þar. Sá fágæti  eiginleiki  Íslensku þjóðarinnar erfist örugglega. Sagan sannar það.

Reyndar er það lenska að hagræða sannleikanum og er þá sama hver á í hlut, biskup eða forsætisráðherra. Fæstir komast áfram í lífinu nema taka þátt í þessu bulli.
Nú verð ég að vara mig á að segja ekki of mikið því sannleikur getur verið sakaverður.

Eitt getum við samt treyst á, það er að mogginn lýgur aldrei. Aldrei viljandi að minnsta kosti.

Kannski einhverjir blaðamenn þar eða ritstjórar sem rata ekki réttan veg en blöð geta ekki logið.  

Guðmundur Bjarnason 2.4.2011 kl. 20:14

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Rétt, Guðmundur. Og það er eiginlega engu við þetta að bæta. Kannski skilja þig samt ekki allir. ErfðagreiningarKári er sonur Stefáns Jónssonar fréttamanns sem stóð fyrir fyrsta aprílgabbi íslenskrar fjölmiðlunar sem hér hefur verið til umræðu. Stefán var samt rithöfundur góður. 

Sæmundur Bjarnason, 2.4.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband