23.2.2011 | 00:06
1279 - Vegamót á Snæfellsnesi
Uppgötvaði áðan að leikur einn er að skoða og sýna myndir með flakkaranum sem hér er staddur. Þannig fann ég þessa mynd. Hún er frá Vegamótum á Snæfellsnesi. Svona var oft umhorfs á hlaðinu þar vikum saman að vetrinum. Á morgnana þurfti oftast að byrja á því að moka snjó. Það komst upp í vana.
Líklega á ég fullt af myndum frá Vegamótum. Bæði snjómyndum og öðrum. Hvort einhverjir hafa ánægju af að skoða slíkar myndir er aftur annað mál.
Mér gengur illa að einbeita mér að einhverju einu hér á blogginu mínu. Ætli það sé ekki hluti af Sæmundarhættinum margfræga að skrifa um allt mögulegt. Festa sig aldrei við neitt sérstakt. Ná heldur ekki árangri í neinu. Það er mín saga. Ég næ aldrei árangri í neinu, því ég fæ alltaf dellu fyrir einhverju nýju. Einu sinni var það skák, einu sinni frímerki, einu sinni ljósmyndun, einu sinni fjallgöngur o.s.frv. Núna hef ég mesta dellu fyrir gönguferðum og bloggi.
Þær fréttir að Icesave-samningurinn njóti stuðnings nær fimmtíu og átta af hundraði kjósenda komu mér satt að segja á óvart. Ekki hefur umræðan verið þannig. Kannski ber einkum að túlka þetta sem stuðning við ríkisstjórnina og pólitíkusa yfirleitt. Annars vil ég gjarnan fá að heyra af fleiri skoðanakönnunum um þetta og ég mun einkum taka mark á Gallup í því efni.
Að láta sér detta eitthvað í hug til að skrifa um daglega á blogginu er talsverður handleggur. Annað skrifa ég yfirleitt ekki þann daginn. Sem er hugsanlega skaði. Skyldi ég ekki geta skrifað eitthvað gáfulegra ef ég einhenti mér í það? Stundum finnst mér svo vera. Annars dettur mér sífellt oftar í hug vísan þekkta sem ég veit ekki eftir hvern er en er einhvern vegin svona:
Áður hafði áform glæst.
Engin þó að hafi ræst.
Nú er það mín hugsjón hæst
hvenær verður étið næst.
Og satt að segja held ég að ég sé að fitna. Best að fara að gera eitthvað í þessu. T.d. að lengja gönguferðirnar og gera þær reglulegri. Þ.e. að sleppa engum dögum úr.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Má ég koma með uppástungu, Bjarni? Láttu af þeirri áráttu að blogga á hverjum degi. Bíddu þangað til þér finnst þú hafa nægt efni, þótt það líði kannski vika á milli. Þá verður þetta auðveldara fyrir þig (þarft þá ekki að skrifa blogg um blogg) og líka skemmtilegra fyrir aðra.
Vendetta, 23.2.2011 kl. 00:14
Moskowichinn í hlaði. Láttu bara hugann reika. Þetta á ekkert að vera auðvelt fyrir þig. Sæmundarháttur á. Stuttar ahugasemdir um allt og ekkert.
Ólafur Sveinsson 23.2.2011 kl. 00:50
Já, Vendetta. Ég hef heyrt þetta fyrr. Er alltaf að reyna þetta en gengur illa.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2011 kl. 09:08
Já, Moskinn Ólafur. Hann var nú alltaf góður í gang þó kaaalt væri. Sé ekki betur en Anna, Þorgeir og strákarnir séu mætt líka.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2011 kl. 09:09
Ég biðst afsökunar á að hafa kallað þig Bjarna, Sæmundur.
Vendetta, 23.2.2011 kl. 11:55
Einu sinni vorum við víkingar.. núna erum við veimiltítur sem borga skuldir útrásarvitleysinga
DoctorE 23.2.2011 kl. 17:46
Ég fékk alveg nýja sýn á víkinga og víkingseðli þegar ég var einu sinni á ferð í Glendalough á Írlandi.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2011 kl. 18:58
Gaman að sjá þessa mynd frá Vegamótum. Þarna er maður búin að koma við í tuga,tuga skipta. Þú minnist þarna á systkinin frá Holti þaug Önnu og Þorgeir(togga)
Ég þekki Þorgeir vel unnum saman fyrir sunnan í nokkur ár og betri mann er varla hægt að finna til að vinna með ,hann er einn mesti öðlingur sem ég hef á ævi minni kynnst.
Númi 24.2.2011 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.