22.2.2011 | 00:18
1278 - Moggabloggið sem geymslustaður
Að mörgu leyti nota ég Moggabloggið sem geymslustað fyrir skrif mín og myndir. Málið er nefnilega þannig vaxið að þó ég hafi gaman af að skrifa (og yrkja vísur jafnvel líka) hef ég ekki nærri eins gaman af að halda þessu til haga. Einn aðalkosturinn við Moggabloggið finnst mér vera að þar get ég væntanlega gengið að þessum skrifum mínum vísum síðar meir (eða þar til Davíð ákveður annað). Og ekki veitir af, því megnið af þeim er hvergi til annars staðar. Ég er samt alltaf að hugsa um að velja það skásta úr þessum skrifum og geyma einhvers staðar annarsstaðar. Auðvitað verður svo aldrei neitt úr því. Líka skrifaði ég heil ósköp á Tenerife og hafði hugsað mér að nota eitthvað af því hér og hef kannski gert. Á þó eftir að yfirfara þau skrif ef ég finn þau.
Mikið er skrifað og skrafað um ákvörðun Ólafs forseta. Það er auðvitað að vonum. Hann hefur pólitískt PR-nef segja margir og sú er trú mín að hann sé núna einkum að velta fyrir sér hvort hann eigi að fara í framboð einu sinni enn. Icesave ákvörðun hans veldur líklega minnkandi líkum á marktæku mótframboði ef hann ákveður að fara fram. Ég er ekki að segja að það hafi ráðið mestu um ákvörðun hans varðandi Icesave en það var áreiðanlega einn af þeim þáttum sem taka þurfti með í reikninginn.
Segja má að kosningabaráttan hafi hafist í gær. Nei-sinnar er að af fullum krafti en já-sinnar eru varla komnir í startholurnar. Útlit er fyrir að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði mun tvísýnni en síðast. Þá var ekki hægt að segja að það væri valkostur að velja jáið. Ýmislegt á eftir að ganga á þar til kosið verður að þessu sinni. Ekki er gott að sjá hvernig mál þróast. Margir hafa hátt um að ríkisstjórnin þurfi að segja af sér ef lögin verða felld. Eins og ég skil málið fer það allt eftir því hvað ríkisstjórnin segir og gerir fram að kosningadegi hvort hún þurfi að segja af sér ef málið tapast.
Ég hlusta talsvert oft á innhringiþættina á Útvarpi Sögu og skammast mín ekkert fyrir það. Það er stundum gaman að hlusta á fólk sem hringir inn en mestan part er það svo æst að það sést ekki fyrir. Orðbragðið er oft með ólíkindum. Oft er ég mjög ósammála bæði þeim sem hringja inn og þáttastjórnendunum sem ótrúlega oft eru alveg sammála innhringjendum. (Eða öfugt). Svo er gaman að hlusta á skoðanakannanirnar hjá þeim. Arnþrúður og Pétur tala oft um þessar skoðanakannanir eins og eitthvað sé að marka þær. Ég er alls ekki viss um að fleirum en þeim detti það í hug.
Margir segja að Icesave atkvæðagreiðslan sé undanfari atkvæðagreiðslu um ESB-aðild. Það kann að vera rétt að því leyti að talsverðar líkur eru á að úrslit þeirra atkvæðagreiðslna beggja verði á sama veg. Það er að segja að ef Icesave-lögin verða felld þá verði ESB-aðild einnig hafnað og ef þau verði samþykkt þá aukist líkurnar á því að ESB-aðild verði einnig samþykkt. Áhrifin þarna á milli eru þó mjög óbein þó reynt sé að gera sem mest úr þeim. Þeir sem það gera vita það líka mætavel en hamra samt sem mest á þessum tengslum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Moggabloggið er óðum að verða að felustað. Fyrir nokkru var bloggflipinn tekin úr röð forsíðuflipana og færður niður í borða eða hnapp efst á síðunni til vinstri. Fyrir skömmu var sá borði tekin og settur neðar á síðunni. Nú er sá hnappur horfinn og ekkert til að minna á bloggið annað en þessi gáttin inn í í bloggið sem búinn er að vera frá upphafi og er staðsett mjög neðarlega á síðunni. -
Fyrir utan allt hringlið sem gerir ekkert annað en að fæla frá, er bloggið blog.is minna sýnilegra en nokkru sinni fyrr. Það er engu líkara en að mbl.is menn vilji gera allt til að draga úr aðsókn á bloggið. Það hefur líka gengið eftir. Fjölbreytni blogga hefur fækkað mjög og mig grunar að reglulegum bloggurum hafi líka fækkað. Þess vegna má segja að blog.is sé ágætis geymslustaður um leið og að vera góður felustaður fyrir blogg.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.2.2011 kl. 07:43
Ég myndi ekki stóla á að mbl verði til mjög lengi; Getur hrunið hvenær sem er.
Settu þetta frekar eiithvert erlendis, facebook eða eitthvað.
doctore 22.2.2011 kl. 09:01
Sammála að þetta er ágætur geymslustaður.
Ég átta mig ekki alveg á því hvort það er meðvituð stefna mbl.is að fæla sem flesta frá því að blogga á þessu vefsvæði, en Árni Matt, "blogg-yfirvald", er vissulega að gera sitt til þess.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 09:41
Svanur Gísli. Ég fylgist nú ekki svo gjörla með útliti mbl.is. Geymslustaður og felustaður, alveg úrval. Kannski verður manni gefinn frestur til að fá sitt þegar Moggabloggið leggur upp laupana.
Sæmundur Bjarnason, 22.2.2011 kl. 09:46
Doctore. Ég er ekkert hræddur um að þetta týnist. En skíthræddur um að flest sem á fésbókina er sett týnist fljótlega. Bráðum verður hún á niðurleið.
Sæmundur Bjarnason, 22.2.2011 kl. 09:48
Já, Gunnar. Það er næstum eins og það sé stefnt að því að Moggabloggurum fækki sem mest. Eins og þeir eru skemmtilegir.
Sæmundur Bjarnason, 22.2.2011 kl. 09:49
Ég er sammála því að Árni M. er örugglega að gera sitt besta. Stundum taka hönnuðirnir valdið, jú eða þá auraleysið, því vissulega rúmast nú fleiri auglýsingar á forsíðunnu en fyrr.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.2.2011 kl. 10:14
Það er algerlega ljóst að fésbók mun lifa lengur en mbl, hver veit hversu marga daga mbl getur lifað á meðlögum.
Here today, gone tomorrow
doctore 23.2.2011 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.