1193 - Stjórnlagaþing IV

Fyrsta snjóhelgi vetrarins er nú runnin upp. Það er að segja hér í Reykjavíkinni. Aðrir landsmenn hafa svosem séð snjó fyrr. Veðrið er samt fallegt og jólalegt. Jólalegra en verður seinna meir þegar skrautið og auglýsingarnar hellast yfir mann.

Á stjórnlagastuttlistanum mínum eru núna 39 nöfn. Þau eru: Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri Svanur Sigurbjörnsson læknir. 4096 Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. 2193 Friðrik Þór Guðmundsson fjölmiðlafræðingur. Sigþrúður Þorkelsdóttir lögfræðingur. Baldur Óskarsson framhaldsskólakennari. 5361Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggjandi, skáld. 4921 Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. 3249 Guðjón Ingvi Stefánsson verkfræðingur 8386 Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands 7825 Hlín Agnarsdóttir rithöfundur, leikstjóri 6109 Katrín Fjeldsted læknir 7715 Magnea Jóhanna Matthíasdóttir, þýðandi 7682 Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur 4283 Sigurður Guðmundur Tómasson útvarpsmaður 6208 Stefán Pálsson sagnfræðingur 4954 Þorkell Helgason stærðfræðingur 2853Þorvaldur Gylfason prófessor 3403 Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri 5196 Kjartan Ragnarsson forstöðumaður 3667 Ólafur Proppé rektor 6351 Axel Þór Kolbeinsson tölvutæknir 2336 Ágúst Valfells verkfræðingur 6164 Illugi Jökulsson blaðamaður 9948Anna Kristín Kristjánsdóttir vélfræðingur 9068 Anna Benkovic Mikaelsdóttir kennari 4382 Bragi Straumfjörð Jósepsson prófessor Erlingur Sigurðarson kennari  9431 Gunnar Hersveinn Sigursteinsson rithöfundur 6527 Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur 7968 Jón Ólafsson prófessor 7671Kristófer Már Kristinsson kennari 2941Lýður Árnason læknir 3876 Ólafur Sigurðsson fv. varafréttastjóri 8848 Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður 9365  Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála 6153 Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari 4976 Sigursteinn Róbert Másson sjálfstætt starfandi 7858

Þar fór ég illa með ykkur. Þetta nennir enginn að lesa. Ekki einu sinni ég sjálfur. En fljótlegt var að peista þetta hér. Stundum fylgja númer og stundum ekki. Röðin er tóm tilviljun eins og annað og þarfnast mikillar endurskoðunar. Einnig eiga einhverjir eftir að detta út. Varla bætast margir við.

Mér finnst þessi listi alveg jafnmerkilegur og aðrir svipaðir. Sumir vilja sortera frambjóðendur eftir stjórnmálaflokkum og þessháttar. Ég sortera þá bara eftir því hvort ég kannast við þá og hvort mér líka bærilega þeirra skoðanir. Má það ekki annars?

Mikið afskaplega er þetta streð hjá mér stefnulaust. Hér rembist ég við að skrifa eitthvað á hverjum degi. Samt er það fremur lítils virði. Ef þetta væru nú endurminningar eða eitthvað slíkt. Það væri munur. Líklega er Jónas Kristjánsson sá maður sem ég stæli hvað mest. Þó les ég hann ekki nema öðru hvoru. Dæmigerður besservisser og stóryrtur að auki. Stóryrði kann ég ekki að meta. Vil helst geta staðið við það sem ég segi.

Það er misjafnt hve vel ég pússa til þá texta sem hér birtast. Oft fer það auðvitað eftir því hve mikinn tíma ég hef. Svo er ég líka í mismiklu pússunarstuði. Birtingarstuðið er einnig mismunandi. Stundum veltast klausur um í bloggskjalinu mínu vikum saman án þess að hljóta þá náð fyrir mínum augum að komast í bloggið og fyrir rest hendi ég þeim svo kannski. Stundum birti ég allt. Svona er þetta bara.

Undir frýjunarorðum heilagrar Jóhönnu verða stjórnarandstöðufurstarnir nú að sitja því ekkert bendir til að vantrauststillaga á ríkisstjórnina komi fram. Moggabloggarinn Sigurður Kári Kristjánsson gerir að vísu tilhlaup til þess á bloggi sínu að mæla með slíku en heykist svo á öllu saman og birtir þar gamla ræðu eftir Steingrím Jóhann með fáeinum athugasemdum.

Skilst að ungar konur snyrti jafnan og klippi til (jafnvel raki í burtu) neðri hárin á sér núorðið. Slíkt var ekki vani áður fyrr. Flestar píkur sem ég sá í þann tíð (aðallega á myndum þó) voru a.m.k. að nokkru leyti huldar hárum. Samt fannst mér þetta með merkilegustu fyrirbrigðum sem til voru og þreyttist aldrei á að skoða þær sem nákvæmlegast. Nú er öldin önnur og mér finnst margt merkilegra en píkur. Þó eru þær áhugaverðar og það sem í kringum þær er. Best af öllu var samt og er að stinga tittlingnum inní þær. En tölum ekki meira um það því úr gæti orðið argasta klám. Man að ég dáðist alltaf að Dönum sem fengu klámbylgjuna yfir sig um og fyrir 1970.

IMG 3612Sveppafjölskylda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góð blanda hjá þér Sæmi. Niðurlagið mun skemmtilegra og merkilegra en upphafið sem mér fannst eiginlega algjör dónaskapur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: J.Ö. Hvalfjörð

Ha, ha, ha, það er sjaldan sem maður veltist um af hlátri yfir bloggfærslu en ég er með tárin í augunum eftir að hafa lesið þessa. Takk fyrir það. Þetta var hressandi.

J.Ö. Hvalfjörð, 7.11.2010 kl. 03:02

3 Smámynd: Lýður Árnason

Ætli þessi neðanrakstur sé ekki hluti af þeirri yngingaráráttu sem nú tröllríður öllu?  Sjálfur kýs ég þó hærðar.

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 7.11.2010 kl. 04:40

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála, Svanur Gísli. Ég ætlaðist nú ekki í alvöru til þess að menn færu að lesa nafnalistann.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gott að þú skemmtir þér, Jóhann. Kíkti einmitt á bloggið þitt og er sammála síðustu færslu þar. Fór einmitt að sjá Enron í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu og hvað fjallar það eiginlega um annað en fagurgala. Fagurgala um leið og menn eru drepnir eða svogottsem.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2010 kl. 08:15

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Lýður, neðanrakstur já. Mér finnst einmitt píkur líka meira sjarmerandi ef þær eru ekki allsberar og smástelpulegar.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2010 kl. 08:17

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki hefði ég búist við að sjá mig á blaði hjá þér Sæmundur, en það er gott að vita að ég höfði til allskonar fólks.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.11.2010 kl. 12:47

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Axel. Jú, það kemur vissulega til greina að kjósa þig. ESB er ekki upphaf og endir alls.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2010 kl. 13:57

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt, og kemur stjórnarskrá nánast ekkert við.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.11.2010 kl. 14:10

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég las með athygli listann yfir þá sem ætla að setja okkur stjórnarskrá. Í fljótu bragði sýnist mér á listanum vera 27 karlmenn en samkvæmt reglum á að ríkja jafnrétti í stjórnarskrármálum. Hins vegar mega víst allir raka sig að vild. Í þeim efnum ríkir ekkert jafnrétti. Hvað veldur?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.11.2010 kl. 17:27

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Raka sig að vild segirðu.  Kannski þessi neðanrakstur sé einhver jafnréttisbarátta. Hef bara ekki hugsað um það frá því sjónarmiði.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband