1122 - Altice-málið o.fl.

Las í morgun athugasemdir hjá Jóni Val Jenssyni um Altice-málið. Margt fróðlegt kemur þar fram. T.d. þetta með að athugasemdir frá viðkomandi hverfa líka þegar lokað er. Það kemur sér stundum illa og ég hef minnst á það áður. Mér finnst að lokunum eigi að beita sem allra minnst. 

Er þó enn þeirrar skoðunar að Moggamenn hafi fullan rétt til að loka bloggum hér. Málefnalegir verða þeir þó að vera og eðlilegt er að vara menn við og gefa þeim kost á að bæta sig. Það skilst mér að hafi ekki verið gert í tilfelli Grefilsins. Veit ekki um Loft.

Mörgum þykir lokunum vera beitt í óhófi hér á Moggablogginu. Það verða þeir Moggabloggsmenn að eiga við sjálfa sig. Veit ekki hvort það er ástæðan fyrir vinsældatapi þess, en ekki er ólíklegt að það ásamt öðru hafi haft áhrif þar.

Sú skoðun kom fram í þessum athugasemdum að viss orð væru bannorð hjá Moggabloggsguðunum. Það held ég að sé alls ekki rétt og mikil einföldun að halda slíku fram. Öllu skiptir hvernig mál eru flutt og hver heildarsvipur bloggfærslna er. Líka skipta svör við athugasemdum máli geri ég ráð fyrir.

Hlusta oft á útvarp Sögu. Einkum innhringiþáttinn hjá honum Pétri. Oft er gaman að hlusta á þá Eirík Stefánsson og hann rífast um Evrópumál. Þau eru mörgum hugleikin og skaði er hve mjög þau virðast ætla að verða hörð og óbilgjörn á báða bóga.

Var að lesa bloggið hjá bloggvini mínum Arnþóri Helgasyni. Pistill hans um RUV er allrar athygli verður. Einmitt nú þegar afdrifarík mál eru mjög á dagskrá er hlutverk RUV mikilvægara en oft áður. Málefni samtímans þykja okkur ávallt merkilegust en mál einsog aðild að ESB og ný stjórnarskrá eru mikilsverð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvað sem hrjáir þig Sæmundur.  Þú ert eitthvað svo daufur í dálkinn?

Ólafur Sveinsson 28.8.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alls ekki. Á margan hátt fylgist ég samt ekki eins vel með í bloggheimum og ég gerði en það er aðallega af tímaskorti. Stjórnmálaástand allt og umræða finnst mér hafa breyst eftir hrun og að sumu leyti er hún að breytast aftur núna í sitt gamla far.

Sæmundur Bjarnason, 28.8.2010 kl. 22:51

3 identicon

Allt óbreytt? En hvað segir þú þetta.?
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2503

Ólafur Sveinsson 28.8.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ólafur, allt ætla ég að gera seinna. Svo verður aldrei neitt úr neinu. Kíkti á þessa grein og það getur vel verið að hann hafi alveg rétt fyrir sér. Suðurnesjakórinn syngur nú álsönginn hærra en nokkru sinni fyrr. Er það ekki bara það sem búast mátti við? Þegar mestu lætin eru liðin byrja útrásarvíkingarnir þar sem frá var horfið!!

Sæmundur Bjarnason, 29.8.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband