1083 - Satt og logið

Satt og logið sitt er hvað.
Sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar allir ljúga? 

Segir í vísunni alkunnu. Þetta getur einmitt stundum orðið að vandamáli í bloggheimum.

Alvöruleysi bloggsins er einn af ókostum þess. (Eða kostum. Ekki er vafi á að það er fyndnara fyrir vikið). Sjálfur hef ég gaman af vefjum eins og baggalutur.is og sannleikurinn.is. Þar er þó hægt að ganga útfrá því að allt sé argasti uppspuni sem sagt er. Sumir (þar á meðal Villi í Köben) blanda alvöru og alvöruleysi svo listilega saman að oft er erfitt er að gera greinarmun á sönnu og lognu. Heimspekilega má auðvitað halda því fram að ímyndun sé jafnraunveruleg og annað. Skáldsögur er oft reynt að hafa sem sennilegastar o.s.frv.

Ég hef sjálfur brennt mig á því að segja eitthvað sem alls ekki er rétt. Þetta getur stundum orðið freisting því auðvitað finnst manni að aðrir ættu að sjá það í hendi sér jafnvel og maður sjálfur að tilteknir hlutir eru uppspuni einn. Svo er bara ekki. Mannshugurinn er þannig að alltaf má búast við að þeir finnist sem trúa jafnvel því ótrúlegasta.

Hefðbundnum fréttamiðlum er vorkunn. Ætíð er búist við því af þeim að þeir geti auðveldlega gert greinarmun á sönnu og lognu. Margir stunda þá íþrótt að ljúga sennilega og auðvitað verða fjölmiðlar stundum fyrir barðinu á slíkum ugluspeglum.

Sumir eru aftur á móti haldnir svo mikilli sannleiksást (þar á meðal ég - kannski) að hátíðleikinn beinlínis lekur af þeim. Slíkir bloggarar virðast stundum halda að því orðljótari sem þeir eru þeim mun merkilegri og eftirtektarverðari séu þeir.

Á það til að ruglast á bloggum þeirra Jens Guðmundssonar og Ómars Ragnarssonar enda eru þau lík í útliti. Sérstaklega er þetta áberandi ef ég les kommentin hjá þeim. Þau eru líka oft ágæt. Báðir eru þeir afburðabloggarar án þess þó að vera í rauninni nokkuð líkir.

Mikið er talað um Pokasjóð þessa dagana án þess að minnst sé á það sem mér finnst athyglisverðast við það mál. Eru ekki Baugsverslanir með sérstakan Pokasjóð og úthluta úr honum á sinn hátt? Það er eins og mig minni það. Af einhverjum ástæðum kunna verslanir ekki við að græða á burðarpokum. Hvers vegna er það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en ... ertu búinn að gefa Ómari þúsundkallinn?

Grefill 18.7.2010 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband