13.7.2010 | 01:18
1078 - Skák og mát og kattaumræður
Þegar maður hefur einu sinni ánetjast tölvuskrapatólunum þá er maður aldrei búinn að öllu sem maður ætlaði að gera þar eða réttara sagt á árans Internetinu. Sama hve hraðvirk og fljót tölvan er að öllu. Alltaf verður eitthvað til að glepja mann og maður fer að lesa einhvern fjárann eða skoða og gleymir því sem maður ætlaði að gera. Rétta ráðið er að forðast þessa ánetjun. Hún er að minnsta kosti eins hættuleg og ofátið sem flestir (sérstaklega tölvuaðdáendur) eru búnir að tileinka sér. Nú er ég semsagt farinn að predika og best að fara út til að leika sér (eða eyða peningum).
Allt er að verða vitlaust útaf köttum (eða fótbolta eða bara Magma Energy). Reyndar vekja kettir mestan áhuga minn af ofantöldu. Í athugasemdum við bloggið mitt um bekkjarmyndina sem ég setti upp um daginn eru þónokkuð fjörugar kattaumræður en ekkert rætt um myndina þó ég hefði frekar búist við því.
Kattaumræður eru víða og allsekki víst að ég hafi séð þær allar. Það er aðalgallinn við Internetið að maður getur aldrei verið viss um að maður sé búinn. Í gamla daga las maður sinn Mogga (eða jafnvel Þjóðvilja) og henti honum svo.
Og svo var Karpov að flækjast á Bahamaeyjum um daginn og ekki sérlega vel tekið. Hann var þar í tilefni af því að þar var haldið svæðamót. (Bjarni sonur minn er á Bahamaeyjum þessa dagana vegna þess að konan hans er þaðan). Hann býður sig fram til embættis forseta FIDE. (Karpov altsvo). Annars er fullsérhæft að vera að fjölyrða um þetta hérna. Þeir sem áhuga hafa á skák hafa eflaust lesið um þetta á skákhorninu eða á chessbase.com.
Mikið er ég feginn að menn eins og Loftur Altice Þorsteinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson eru andstæðir þeim skoðunum sem ég hef haldið fram varðandi ESB. Þetta segi ég vegna þeirra umræðna sem nú fara fram á Moggablogginu og víðar um nýjasta afrek" Lofts. Man enn skrif hans um að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ættu skilið sömu örlög og Mussolini. Annars finnst mér að ekki eigi að vekja sérstaka athygli á skrifum sem þessum. Velþóknun Moggablokksguðanna á skrifum af þessu tagi er samt undarleg því oft virðast þeir ekki þola mikið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
„Til eru þeir menn, og þær skoðanir, að það varðar velferð og heilsu að vera þeim ósammála með kjafti og klóm.“ Þetta er lauslega þýtt spakmæli kattar sem lengi hefur haldið sig í Öskjuhlíðinni.
Kisi veit að sumir menn eru fljótari en aðrir að svipta af sér hinum þunga kufli siðmenningarinnar og leyfa frumstæðum eðlishvötum sínum að ná yfirhönd. Kisi forðast þá.
K.S. 13.7.2010 kl. 08:15
Já, en hinn þunga kufl siðmenningarinnar verðum við að bera því við þykjumst vera dýrunum æðri og berum því vissa ábyrgð á þeim.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2010 kl. 08:32
Við tvífætlingarnir þurfum að burðast með hinn þunga kufl siðmenningarinnar vegna þess að við berum ábyrgð á okkur.
K.S. 13.7.2010 kl. 08:45
Því meira sem ég kynnist mönnum, því vænna þykir mér um kisuna mína... og fiskana mína. :P
doctore 13.7.2010 kl. 09:01
doctore. Friðrik Prússakeisari tók einhvern vegin þannig til orða um hundinn sinn minnir mig endilega að sé frægt í sögunni. Þetta er ekki verra fyrir það og í mörg dýr vantar í rauninni illskuna með öllu.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2010 kl. 11:33
''Kufl siðmenningarinnar''. Ég gef nú ekki mikið fyrir það skálkaskjól! Mjá, það held ég. Það er nú likast til.
Mali the malicious 13.7.2010 kl. 14:52
Rösklega er riðið í hlað
rétt fyrir sólarlagsbil.
Ég er nú hræddur um það
það er nú líkast til.
Þessi vísa er ekki eftir mig, því miður.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2010 kl. 22:44
Upp í flet mér aftur sný
allt er í blautu svaði
og aftur stendur enn á ný
aldin dróg í hlaði.
Þessi vísa er eftir mig. Því er nú verr og miður.
K.S. 14.7.2010 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.