3128 - Úkraina 2

Bloggaði smávegis um Úkrainumálið í gær og það hefur fengið svolítinn lestur (nærri 300, síðast þegar ég vissi.) Kannski ég haldi eitthvað áfram að skrifa um það mál.

Margt má eflaust segja um það altsaman. Sumir spekúlera í hvað Pútín og Rússum almennt gangi til og aðrir dást mjög að Úkraníumönnum fyrir baráttu sína við ofureflið. Enginn vafi er á að þetta stríð mun hafa mikil áhrif. Ekki óttast ég svo mikið allsherjar kjarnorkustríð, þó Pútín hafi nánast beinlínis hótað því, en búast má við miklu meiri og almennari fordæmingu á Rússum en átti sér stað þegar Krímskaginn var innlimaður.

Af einhverjum ástæðum held ég að óttinn við allsherjar kjarnorkustríð hafi verið almennari árið 1962 þegar stefndi í það að Rússar, eða réttara sagt Sovétríkin,, kæmu sér upp eldflaugum á Kúbu og sá ótti hafi ráðið því að NATO ríkin hafi ekki viljað taka beinan þátt í átökunum núna. En þá var kalda stríðið í algleymingi og hörmungar heimsstyrjaldarinnar í fersku minni flestra.

Hefðu Rússar látið sér nægja að innlima Donbass héruðin í austri, hefðu eftirköstin orðið miklu minni á alþjóðavísu, hygg ég.

Ekki er hægt annað en búast við sigri Rússa í yfirstandandi stríði, en alþjóðleg fordæming á því er mikil.

IMG 3987Einhver mynd.


Bloggfærslur 1. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband