3128 - Úkraina 2

Bloggaði smávegis um Úkrainumálið í gær og það hefur fengið svolítinn lestur (nærri 300, síðast þegar ég vissi.) Kannski ég haldi eitthvað áfram að skrifa um það mál.

Margt má eflaust segja um það altsaman. Sumir spekúlera í hvað Pútín og Rússum almennt gangi til og aðrir dást mjög að Úkraníumönnum fyrir baráttu sína við ofureflið. Enginn vafi er á að þetta stríð mun hafa mikil áhrif. Ekki óttast ég svo mikið allsherjar kjarnorkustríð, þó Pútín hafi nánast beinlínis hótað því, en búast má við miklu meiri og almennari fordæmingu á Rússum en átti sér stað þegar Krímskaginn var innlimaður.

Af einhverjum ástæðum held ég að óttinn við allsherjar kjarnorkustríð hafi verið almennari árið 1962 þegar stefndi í það að Rússar, eða réttara sagt Sovétríkin,, kæmu sér upp eldflaugum á Kúbu og sá ótti hafi ráðið því að NATO ríkin hafi ekki viljað taka beinan þátt í átökunum núna. En þá var kalda stríðið í algleymingi og hörmungar heimsstyrjaldarinnar í fersku minni flestra.

Hefðu Rússar látið sér nægja að innlima Donbass héruðin í austri, hefðu eftirköstin orðið miklu minni á alþjóðavísu, hygg ég.

Ekki er hægt annað en búast við sigri Rússa í yfirstandandi stríði, en alþjóðleg fordæming á því er mikil.

IMG 3987Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með því að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu drepur Pútín einnig fólk sem býr í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. cool

Stærstu borgirnar í Úkraínu, Kænugarður og Kharkiv, eru skammt frá landamærunum að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, rétt eins og Chernobyl.

"At Chernobyl approximately 100,000 square kilometres of land was significantly contaminated with fallout, with the worst hit regions being in Belarus, Ukraine and Russia. cool

Lower levels of contamination were detected over all of Europe except for the Iberian Peninsula."

Chernobyl disaster

Map showing Russian control areas across whole country. Updated 1 March

Þorsteinn Briem, 1.3.2022 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband