3104 - Íslendingabragur

Árið 1867 (Semsagt fyrir meira en 150 árum) hóf 17 ára piltur að gefa út tímaritið „Baldur“. Piltur þessi var ættaður frá Fáskrúðsfirði og 3 árum síðar birtist í blaði þessu kvæði eftir hann sem nefnt var Íslendingabragur. Óhætt er að segja að kvæði þetta hafi komið sem sprengja yfir Reykjavík, sem á þessum tíma taldi um 2000 manns. Af þremur erindum kvæðisins hefur það í miðjunni orðið einna frægast og hljóðar þannig:

En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi.
Frjáls því að Íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan Íslending.

Höfðað var mál gegn höfundinum og hann flýði land í kjölfarið. Tímaritið „Baldur“ hætti að sjálfsögðu að koma út. Landsyfirvöld sáu til þess. Piltur þessi hét Jón Ólafsson og af honum er löng og merkileg saga, sem ekki verður sögð hér. Kvæðið varð hinsvegar samstundis landsfrægt og er það á margan hátt enn, enda stóryrt í meira lagi, þó það þyki ekki sérlega svívirðilegt í dag.

Þetta er allsekki ein af mínum örsögum. Hvert eitt og einasta orð í þessari samantekt er sannleikanum samkvæmt.

IMG 4255Einhver mynd.


Bloggfærslur 26. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband