3104 - Íslendingabragur

Áriđ 1867 (Semsagt fyrir meira en 150 árum) hóf 17 ára piltur ađ gefa út tímaritiđ „Baldur“. Piltur ţessi var ćttađur frá Fáskrúđsfirđi og 3 árum síđar birtist í blađi ţessu kvćđi eftir hann sem nefnt var Íslendingabragur. Óhćtt er ađ segja ađ kvćđi ţetta hafi komiđ sem sprengja yfir Reykjavík, sem á ţessum tíma taldi um 2000 manns. Af ţremur erindum kvćđisins hefur ţađ í miđjunni orđiđ einna frćgast og hljóđar ţannig:

En ţeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í liđ međ níđingafans,
sem af útlendum upphefđ sér sníkja,
eru svívirđa og pest föđurlands.
Bölvi ţeim ćttjörđ á deyjanda degi,
daprasta formćling ýli ţeim strá,
en brimrót fossar, fjöllin há
veiti friđ stundar-langan ţeim eigi.
Frjáls ţví ađ Íslands ţjóđ
hún ţekkir heims um slóđ
ei djöfullegra dáđlaust ţing
en danskan Íslending.

Höfđađ var mál gegn höfundinum og hann flýđi land í kjölfariđ. Tímaritiđ „Baldur“ hćtti ađ sjálfsögđu ađ koma út. Landsyfirvöld sáu til ţess. Piltur ţessi hét Jón Ólafsson og af honum er löng og merkileg saga, sem ekki verđur sögđ hér. Kvćđiđ varđ hinsvegar samstundis landsfrćgt og er ţađ á margan hátt enn, enda stóryrt í meira lagi, ţó ţađ ţyki ekki sérlega svívirđilegt í dag.

Ţetta er allsekki ein af mínum örsögum. Hvert eitt og einasta orđ í ţessari samantekt er sannleikanum samkvćmt.

IMG 4255Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú veist kannski ađ Jón ţýddi úr norsku bćkur e. B. Björnsson: Kátur piltur + Sigrún á Sunnuhvoli, og kvćđin í ţeim: 'Komdu kisa mín' og 'Komdu, komdu kiđlingur'. Fáir vita ađ ţessar vísur eru eftir Jón Ólafsson. Bókina 'Kátur piltur' fékk ég í Borgarbókasafninu Tryggvagötu. Ţetta er sams konar saga og 'Piltur og stúlka'(sem er eldri), en ádeilan beittari hjá Björnsson.

Ingibjörg Ingadóttir 26.9.2021 kl. 18:23

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Nei, ég vissi ţađ ekki. Hinsvegar vissi ég ađ hann orti ármótakvćđiđ "Máninn hátt á himni skín" og var á sínum tíma handgenginn Bandaríkjaforseta. Vildi ađ Íslendingar flyttu allir sem einn til Kodiak-eyju undan vesturströnd bandaríkjanna og flutti síđarmeir aftur til Íslands og gaf út blađ eđa blöđ á austurlandi. Gott ef ćvisaga hans hefur ekki veriđ skráđ. A.m.k. skrifađi Ţorsteinn Thorarensen eitthvađ um hann.

Takk fyrir áhugann.

Sćmundur Bjarnason, 26.9.2021 kl. 23:05

3 identicon

Gils Guđmundsson flutti á rás 1 ćviţćtti um Jón, sem hann gaf svo út í bókinni Ćvintýramađur, Vaka-Helgafell 1987. Ţađ var Alaska sem Jón vildi fá sem íslenska nýlendu, en fékk ekki stuđning í ţví máli. Fćrđi m.a. ţau rök f. ţví ađ ţar byggju fáir hvítir menn, en fyrst og fremst skrćlingjar sem aldrei myndu fá borgararéttindi(!!). Bókin er sjálfsagt fáanleg á bókasöfnum.

Ingibjörg Ingadóttir 27.9.2021 kl. 03:13

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţessi Jón var langafi minn og var ćvintýramađur eins og bókin han Gils heitir.

Hann kjaftađi Grant forseta til ađ  setja undir sig herskip og sigla međ sig til Alaska ti ađ kanna fýsileika ţess ađ Íslendingar flyttust ţangađ.Ţeir fóru ađ drekka saman hann og forsetinn og ţar kom ađ ţeir drukku Hvítahúusiđ ţurrt og ţá fóru ţeir á búllur og héldu áfram. Ţar koma ađ Jón varđ ófćr en Grant ekki og vildi meira en hann var blankur. Jón átti silfurdollar sem hann léđi Grant. En Grant hefur víst aldrei borgađ til baka.

Skýrslan um leiđangurinn er til í Library of Congress og til er mynd af Jóni í löjtentsbúningi US Navy.Ţeir Jón könnuđu Kodíakeyju og leist vel á. Jón varđ svo bókavörđpu í Chicago í mörg ár og er amma mín Sigríđur alin upp í forinni og hestaskítnum á götunum ţar.

Hún fór svo 17 ára međ föđur sinum ti Íslands og sagđi ađ sér hefđi ţótt hún horfa inn í sjálft helvíti ađ sjá til dimmrar Reykjavíkur um haust  í stađ ljósanna sem hún var vön fyrir vestan.

Hún giftist svo dr.Ágústi H. Bjarnason alţýđufrćđaranum og prófessor, föđur Hákonar skógrćtarstjóra, Jóns Ólafs verkfrćđings, Helgu Valfells, Maríu Ágústu sem vioru verslunarlćrđar og Haraldar rafvirkjameistara og bjuggu ţau í Hellusundi 3. Jón átti tvo syni fyrir vestan međ hjákonu sem hétu Austmann og urđu minnst annar ţekktur  augnlćknir.Og enn einn son hér í Flóanum sem hét Guđjón og á afkomendur.

Jón gaf út stafrókskver í 15000 eintökum sem stór fjöldi lćrđi og fleiri kennslubćkur, hann sat á  ţingi og var ritstjóri fleiri blađa en ađrir Íslendingar. Jón var fćddur 1850 og dó 1917.Hann hitti mann niđri á Pósthúsi daginn ađur en hann dó og spurđi sá hvernig honum liđi. Ţá sagđi Jón:

Höndin skelfur heyrnin ţver

helst ţó sálar kraftur

sjónin nokkuđ ágćt er

og aldrei bilar kjaftur.

áđur hafđi hann lýst sér svo:

Hálfan fór ég hnöttinn kring

hingađ kom ţó aftur

og átti bara eitt ţarflegt ţing

og ţađ var góđur kjaftur

Halldór Jónsson, 27.9.2021 kl. 15:22

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Halldór. Ţađ var virkilega gaman ađ fá ţetta innlegg frá ţér. Ég er ekki viss um ađ ég trúi sögunni um skuld Grants 100%, en flest annađ er alveg rétt. Sennilega hef ég lesiđ bókina sem Gils skrifađi fyrir löngu síđan. Vísurnar eru góđar og ég efast ekki um ađ ţćr séu eftir Jón. Dagsetningar gćtu ţó hafa skolast til. 

Sćmundur Bjarnason, 27.9.2021 kl. 16:17

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gamalt blogg um langafa minn frá árinu 2010:
Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alţingis- og ćvintýramađur 160 ára í dag...
https://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1032538/


Á bloggsíđunni má finna heimagert rafrit međ skýrslu Jóns um ferđina til Kodiak. Ţađ gerđi ég til heimabrúks en ekki dreifingar. :-)
https://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/files/alaska-lysing_a_landi_og_lands-kostum_0_0.pdf

 

 

Ágúst H Bjarnason, 28.9.2021 kl. 12:09

7 identicon

Svo endađi Jón Ólafsson í Heimastjórnarflokki Hannesar Hafstein. Ţórbergur segir frá ţví í Ofvitanum ađ ţá hafi ungu róttćku mennirnir einmitt taliđ Jón sjálfan međ dönskum Íslendingum. Ţađ má ţví segja um hann eins og séra Hallgrímur um Pétur postula: Ţetta sem helst hann varast vann/ varđ ţó ađ koma yfir hann.

Ingibjörg Ingadóttir 29.9.2021 kl. 21:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband