3057 - Bara að láta vita af mér

Það er svosem heilmikið að gerast þessa dagana. Nenni ekki að skrifa um það sem allir skrifa um: Eldgos, bóluefni og þess háttar. Þó hef ég skoðanir á því öllu. Verst hvað þær breytast ört. Þegar ég lít út um gluggann er all hvítt. Þetta er alvöru „páskahret“. Metra að segja hér á Akranesi er svolítill snjór. Vorandi fer hann fljótlega. Snjór og hálka eru mínir verstu óvinir. Ég er orðinn svo gamall.

Horfði í gærkvöldi á þáttinn í sjónvarpinu um Skúla Helgason. Á bókina „Saga Kolviðarhóls“. Mamma vann nefnilega einu sinni þar, að ég held. Annars veit ég fremur lítið um foreldra mína. Eiginlega alveg skammarlega lítið.

Vilhjálmur Örn í Köben skrifaði mér um daginn um lettneska baróninn í Álfafelli. Einhver tók viðtal við mig um Concordiu Jónatansdóttur fyrir nokkru. Veit ekki hver það var, en held að hann hafi tekið það upp.

Ég ætti kannski að halda áfram að blogga. Fer sennilega í rafvendingu í næstu viku. Veit svosem ekki hvað það þýðir. Ætti kannski að fræðast svolítið um það á Netinu.

Sem betur fer eru það ekki margir sem lesa þettta bull í mér. Einhverjir virðast samt gera það.

Best að hafa þetta sem allra styst, þá talar maður síður af sér.

IMG 5028Einhver mynd.


Bloggfærslur 8. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband