3057 - Bara að láta vita af mér

Það er svosem heilmikið að gerast þessa dagana. Nenni ekki að skrifa um það sem allir skrifa um: Eldgos, bóluefni og þess háttar. Þó hef ég skoðanir á því öllu. Verst hvað þær breytast ört. Þegar ég lít út um gluggann er all hvítt. Þetta er alvöru „páskahret“. Metra að segja hér á Akranesi er svolítill snjór. Vorandi fer hann fljótlega. Snjór og hálka eru mínir verstu óvinir. Ég er orðinn svo gamall.

Horfði í gærkvöldi á þáttinn í sjónvarpinu um Skúla Helgason. Á bókina „Saga Kolviðarhóls“. Mamma vann nefnilega einu sinni þar, að ég held. Annars veit ég fremur lítið um foreldra mína. Eiginlega alveg skammarlega lítið.

Vilhjálmur Örn í Köben skrifaði mér um daginn um lettneska baróninn í Álfafelli. Einhver tók viðtal við mig um Concordiu Jónatansdóttur fyrir nokkru. Veit ekki hver það var, en held að hann hafi tekið það upp.

Ég ætti kannski að halda áfram að blogga. Fer sennilega í rafvendingu í næstu viku. Veit svosem ekki hvað það þýðir. Ætti kannski að fræðast svolítið um það á Netinu.

Sem betur fer eru það ekki margir sem lesa þettta bull í mér. Einhverjir virðast samt gera það.

Best að hafa þetta sem allra styst, þá talar maður síður af sér.

IMG 5028Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sundurlaus oft Sæma skrif,
sest hér enn á koppinn,
með gervitennur, gáttatif,
gefið stuð í kroppinn.

Þorsteinn Briem, 8.4.2021 kl. 10:30

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þátturinn um Skúla var alveg frábært dæmi um vandað og áhugavert sjónvarpsefni.

Rafvending veit ég ekki heldur hvað er. Grunar þó að um sé að ræða einhvers konar umpólun, hún er víst notuð á gamla menn sem eiga erfitt með að skipta um skoðun embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2021 kl. 13:23

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ungir menn ættu alveg eins að geta skipt um skoðun með eða án rafurmagns.

Þátturinn um Skúla var vel gerður, en kannski pínulítið ósanngjarn. Þekkti Skúla ekki neitt, en er úr héraðinu og kannaðist við marga sem minnst var á.

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2021 kl. 15:40

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini er með stóran kopp
stundum sest á gripinn.
Þessi vísa finnst mér flopp
og fjálgur Steini á svipinn.

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2021 kl. 15:42

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er sammála þér um að kannski hafi verið ósanngjarnt að gera þáttinn um Skúla, sér í lagi þar sem hann getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, en þátturinn var einkar vel gerður og gaman að fylgjast með því hvernig höfundurinn byggði upp rannsóknina og vann hana. 

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2021 kl. 18:10

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er nú alltaf gaman að kíkja við hjá þér Sæmundur.

Hrannar Baldursson, 8.4.2021 kl. 21:42

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér, Þorsteinn.

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2021 kl. 22:44

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Hrannar.

Sæmundur Bjarnason, 8.4.2021 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband