2881 - Jón Gnarr

Las áđan frétt DV um fésbókargreinina hans Jóns Gnarr. Ţar líkir hann loftslagsvánni viđ flugferđ og gerir ţađ af miklu listfengi, eftir ţví sem ég best fć séđ. Oft ratast kjöftugum satt á munn. Ţađ er einmitt ţetta sem ég átti viđ í síđasta bloggi ţar sem ég var ađ tala um langar skáldsögur. Ţessa samlíkingu viđ ţađ sem er ađ gerast í heiminum í dag hefđi veriđ hćgt ađ segja í fáeinum setningum. Oft (jafnvel oftast) byggjast skáldsögur á ágćtri hugmynd, en snilldin felst í ţví ađ draga allt á langinn og halda sem lengst áfram. Ţetta á einkum og sér í lagi viđ um krimma. Ţessari ađferđ er líka beitt viđ bíómyndir. Ţá er t.d. einhver hugmynd tekin og teygt úr henni eins og mögulegt er. Oftast er umgerđin höfđ frekar vönduđ og dýr. Ţá er auđveldara ađ selja myndina og erfiđara ađ stćla hana.

Ég er ekki ađ segja ađ ég sé neitt betri. Stöku sinnum fć ég ágćta hugmynd og ef ég hefđi jafn mikla hćfileika til málalenginga og sumir ađrir mundi ég gjarnan vilja halda lengi áfram. Ég bara get ţađ ekki. Verđ ađ koma hugmyndinni frá mér. Ţetta er ekki sagt til ađ gera lítiđ úr löngum greinum og löngum sögum. Ég hef bara ekki ţennan hćfileika.

Oft er auđvelt ađ skrifa langt mál um lítiđ efni einsog sést t.d. oft á skrifum um íslensk mál. Yfirleitt er ég samt mjög sammála ţví ađ gagnrýna ţá sem sífelldar ađfinnslur eru međ í ţví sambandi. Eiríkur Rögnvaldsson virđist t.d. á margan hátt hafa sagt „málfarslöggum“ allra tíma stríđ á hendur. Ţar er ég sammála honum. Ţćr eru oftast hálfleiđinlegar. Ég sjálfur međtalinn.

Samkvćmt nýjustu fréttum frá USA er hugsanlegt ađ Trump sigri í forsetakosningunum á nćsta ári. Ţ.e.a.s. ef núverandi atlaga demókrata og fulltrúadeildarinnar mistekst og fólk fćr almennt leiđ á ţessu eilífa ţrasi milli ţings og forseta og kýs bara eins og síđast. Pressan er alls ekki eins áhrifamikil og áđur var. Samfélagsmiđlarnir hafa komiđ í stađinn og ţó fólk láti illa af ţeim í orđi eru áhrif ţeirra mikil ţegar á reynir.

Guđmundar og Geirfinnsmálin halda áfram ađ flćkjast fyrir mönnum. Ţó líklegast sé ađ dómstólar muni á endanum skera úr um bótafjárhćđ ţar má búast viđ löngum og ströngum deilum um ţađ atriđi. Búiđ er ađ skera úr um sýkn saka hjá flestum ţeirra og ekki er óeđlilegt ađ krafist sé bóta. Ef sáttanefnd svokölluđ getur ekki leyst ţetta mál og hefur takmarkađ eđa ekkert umbođ til slíks er ekki hćgt ađ leita annađ finnst mér.

Ţeir eru örugglega allmargir sem álíta, eins og ég, ađ kćra sú á Trump vegna viđtalsins viđ forseta Ukrainu, verđi á endanum til ţess ađ styrkja hann í kosningunum á nćsta ári. Nćsta víst er ađ hann verđi sýknađur eins og Clinton á sínum tíma. Kannski vilja bandaríkjamenn bara hafa forseta á ţessu tagi og ekki er hćgt ađ neita ţeim um ţađ. Flestallir hafa forseta eđa ráđamenn af ţví tagi sem ţeir vilja og eiga skiliđ. Samt finnst manni ađ ţađ ćtti ekki ađ eiga viđ um stórveldin sjálf, Hver eru ţau? Ekki er víst ađ öllum komi saman um svariđ.

vegamótEinhver mynd.


Bloggfćrslur 2. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband