2758 - Lögreglan

Það tekur mig oft talsverðan tíma að komast yfir að fletta og skoða Fréttablað dagsins. Tek mér þó öðru hvoru hlé til þess að líta á tölvuskjáinn. Verst að ég þarf helst að skipta um gleraugu til þess. Lít samt á það sem nauðsyn, að lesa sumar af greinunum í blaðinu, til þess að geta betur fylgst með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í Fréttablaði dagsins (föstudagsins síðasta) skrifar Kolbrún Berþórsdóttir leiðarann og fer mikinn út af búrkubanni. Lokaorðin í leiðaranum eru: „Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa.“

Ekki ætla ég að tíunda allt það sem hún tínir til í leiðaranum til stuðnings þessu banni, en þó íhaldsmenn af öllu tagi séu oft á móti hvers kyns bönnum, nema helst bönnum við komu flóttamanna, virðist Kolbrún telja sjálfri sér trú um að sjálfsagt sé að vera hlynnt þessu banni og telur sjálfri sér sennilega trú um að þar fylgi hún meirihlutanum, eins og hún vill oftast gera.

Að því leyti er hún með þessu trú þeirri íhaldsstefnu, hvar sem er í heiminum, sem vill fyrir hvern mun aðstoða lögreglu við að halda uppi óbreyttu ástandi. Ljósmyndir af andlitum eru mikið notaðar af lögreglu, sem vill forðast að skjóta alla sem andmæla þeim. Með því móti er hægt að ofsækja þá sem þurfa þykir og jafnvel að losa sig við þá. Hinsvegar eru það augljós mannréttindi að mega klæða sig á hvern þann hátt sem manni sýnist. Hryðjuverkamenn geta sennilega áfram leynst hvar sem er, þó búrkubann komi ekki til. Þó Kolbrún og aðrir íhaldsmenn styðji búrkubann er það alls ekki af illum hvötum sem ýmsir, þar á meðal flestir svonefndir aðgerðarsinnar, eru á móti því.

Almennt er lögreglan (og þar með stjórnvöld) að stefna að því að auka völd sín á hvern þann hátt sem þau geta. Bæði með vopnaburði, ljósmyndavélum og á hvern þann hátt sem mögulegt er. Þetta á ekkert fremur við lögregluna hér á Íslandi eða í Danmörku, svona er þetta um allan heim. Auðvitað vilja stjórnvöld allsstaðar halda völdum sínum. Til þess er herinn stundum kallaður til aðstoðar, eða lögreglan ef ekki vill betur, jafnvel þjóðvarðliðið svokallaða sem er við lýði sumsstaðar. Hvaða munur er annars á þjóðvarðliði og her?

Óvíst er að ég bloggi meira á alveg næstunni og þess vegna er ég að hugsa um að setja þetta upp á Moggabloggið per samstundis. Annars virðist mér að Moggabloggið sé á margan hátt að ganga í endurnýjun lífdaga einmitt um þessar mundir. Líklega er það efni í heila grein og hugsanlegt er að ég skrifi hana. Kannski verður það bara með tímanum ágætt að ég flutti mig ekki þaðan á sínum tíma.

Helena ristarbrotnaði um daginn og um helgina komu syskini mín í heimsókn hingað á Akranes, nema að sjálfsögðu Björgvin, en okkur finnst svo langt til Bolungarvíkur ennþá.

IMG 7885Einhver mynd.


Bloggfærslur 14. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband