30.12.2009 | 00:09
911 - Pælingar
Að sumu leyti hef ég orðið íhaldssamari með aldrinum. Ekki þó að öllu leyti og til dæmis finnst mér stefnur og ismar miklu fremur breytast en mínar skoðanir. Skil til dæmis vel þá sem halda því fram að kapítalisminn nútildags sé eiginlega eins og sósíalismi án réttlætis. Það er markaðurinn sem stjórnar framleiðslutækjunum í kapítalískum kerfum en misvitrir og oft misheppnaðir menn í sósíalískum. Meðan ekki komast þar brjálaðir fjöldamorðingjar til valda tekur sósíalisminn þó á margan hátt kapítalismanum fram.
Þar er blessaður hagvöxturinn ekki dýrkaður á sama hátt og í markaðsdrifnum kerfum en bara eitthvað annað. Jöfnuður meiri þó velmegun dragist gjarnan aftur úr í sósíalískum ríkjum. Við því er ekkert að gera. Peningar eru ekki allt. Kreppur þekkjast ekki í sósíalismanum en stöðnun getur verið hrikaleg. Stefna sem inniheldur það besta úr báðum kerfum er að komast á legg.
Syntesan ESB er von margra. Mun betri en sósíalisminn í Sovétríkjunum og snöggtum skárri en kapítalisminn í Bandaríkjunum. Þjóðríkið er á undanhaldi og ekki lengur almenn trú á því að ríki skuli vera sem flest. Bandalög um tiltekin málefni er dagskipunin.
ESB er öflugasta viðskiptabandalagið í heiminum um þessar mundir og engin goðgá að tengjast því sterkari böndum en verið hefur. Allt frá þáttöku okkar Íslendinga í EES með Viðeyjarstjórninni forðum höfum við Íslendingar í raun verið að æfa okkur fyrir inngöngu í ESB. Fengið óheftan eða lítt heftan aðgang að mörkuðum bandalagsins og notið margs af gæðum þess, en sloppið að mestu við ókostina.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Doddsson gerðist demókrat,
og dáldið mikið það var plat,
hann rífur sig í rassagat,
og Ragnar Arnalds fær í mat.
Þorsteinn Briem, 30.12.2009 kl. 01:52
Ýmsir bölva ESB
sem alla sundur mylji.
Aðrir telja að Eden sé
og allir þangað vilji.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 02:53
Í ljósi sögunnar þá held ég að menn verði að fara að endurskoða skilgreininguna á kapitalisma og frjálsu hagkerfi. Hver er þessi markaður sem frjálshyggjumenn eru alltaf að dásama? Eigum við ekki frekar að tala um markaðsmisnotkun, þar sem spákaupmennska leikur aðalhlutverkið? Mannskepnan er svo breysk að hún getur ekki lifað án regluverks. Ef menn vilja kalla það sósialisma þá er það í raun góð hugmyndafræði sem einn maður framar öðrum kom óorði á, nefnilega Josef Stalín. Hvað okkur Íslendinga varðar þá erum við ekki færir um að halda uppi þjóðfélagi jöfnuðar, réttlætis og samkenndar. Þar vinnur pólitíska flokkakerfið á móti okkur. Þar hafa í gegnum tíðina ráðið menn sem fyrst og fremst hafa stjórnast af eiginhagsmunum á kostnað þjóðarhagsmuna. Til þess hafa þeir komið sínum mönnum í allar helstu stöður í stjórnsýslunni og þarmeð er stjórnkerfi landsins ónýtt. Ég tel að við höfum ekki verið reiðubúin að stofna lýðveldið 1944 enda var það gert undir hervernd Bandaríkjanna og þeir voru okkar verndarar allt til 2006. Að leita skjóls hjá ESB er því rökrétt í þeirri stöðu sem við erum í núna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.12.2009 kl. 19:28
Þið eruð góðir. Fer á óbein "ellilaun" um áramótin. Ef við ræðum hugtök, þá er sósilalisminn, leiðin til kommúnisma. Vegurinn. Ég vona að menn blandi ekki Marx gamla við útkomuna í USSR/CCCP, Ég kannast við útlending sem hélt að Marx hefði staði að byltingunni í Rússlandi. Vel menntaður, frá frægum háskóla, í Boston. En annars óska þér gleðilegs nýs árs. Þarft þó vart slíkra óska, miðað við léttu lundina þína.
Ólafur Sveinsson 30.12.2009 kl. 19:47
Mér finnst þetta ekki svona dramatískt að þjóðríkin hverfi með aðild að ESB. Það hlýtur að vera einhver blautur draumur útópíuskoðara. Hins vegar verður um nánara og skilyrtara samband á milli þjóða ekki þeirra vegna að vísu heldur íbúanna. Það er nefnilega mikilvægt og verður í framtínni "möst" að íbúar þótt þjóðríki tilheyri hafi ákveðið jafnræði hvar sem þeir svo annars búa. Þvert á móti mun ESB frekar valda sundrungu á meðal margra ríkja sem talin hafa verið þjóðríki en eru samþjóðleg í raun. Íslendingar munu ekkert þurfa að óttast við aðild nema heimóttarskapinn í sjálfum sér og hégaómagirndina í embætti og völd.
Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 21:33
Takk allir. Mér finnst þetta með þjóðríkin og ESB, sósíalismann, kapítalismann og allt það miklu merkilegra umhugsunarefni en hið ömurlega Icesave sem þó er búið að halda mér föngnum í allt kvöld.
Sæmundur Bjarnason, 31.12.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.