29.12.2009 | 00:09
910 - DOS-fjarskinn, Icesave o.fl.
Af einhverjum ástæðum er ég dálítið fastur í þeirri hugmynd að skráarnöfn eigi ekki að vera meira en 8 stafa löng. Þannig var það í DOS-fjarskanum en á alls ekki við lengur. Það er betra að hafa skráarnöfn sem allra lengst. Þá er til dæmis betra að leita að þeim og oft hægt að sjá um hvað skrárnar eru án þess að opna þær. Endingin er sem áður oftast þrír stafir að ég held og forritum gjarnan kennt að leita að vissum endingum. Algengustu orðin í auglýsingum fyrir þessi jól fannst mér vera "punktur is" en það er önnur saga.
Hef hingað til trassað að setja mínar færslur í flokka. Af því væri samt augljós ávinningur. Sérstaklega hvað þær færslur varðar sem sérstakar eru. Oft skrifa ég hinsvegar í sömu færslunni um ýmislegt. Þær færslur mætti til dæmis setja í einskonar ruslflokk en þær færslur sem ljóslega væru endurminningar eða fjölluðu um sérstök málefni ætti hiklaust að flokka. Þetta er ég loksins að sjá skýrt núna. Kannski læt ég komandi áramót verða tímamótin í þessu efni. Fari semsagt að flokka sum bloggin mín.
Umræður eru hafnar um Icesave-málið á Alþingi. Líkindin með því og fjölmiðlafrumvarpinu frá árinu 2004 eru alltaf að verða skýrari og skýrari í mínum huga. Hef hlustað nokkuð á umræður þær sem um þetta hafa verið á Alþingi. Burtséð frá efnisatriðum málsins eða málanna er núverandi stjórnarandstaða að reyna af fremsta megni að koma ríkisstjórninni frá.
Sú var einnig raunin í fjölmiðlafrumvarpinu. Þáverandi stjórnarandstaða gerði það sem hún gat til að koma ríkisstjórninni frá og naut meira að segja til þess stuðnings forsetans á lokastigum málsins. Þáverandi ríkisstjórn tókst þó að standa árás stjórnarandstöðunnar af sér og sú mun einnig verða raunin nú. Við búum einfaldlega við fulltrúalýðræði en ekki beint lýðræði. Hin raunverulega valdatilfærsla (ef um hana er að ræða) á sér stað í þingkosningum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
DOS var ágætt, rétt eins og Ford T var ágætur á sínum tíma. Varla dettur nokkrum í hug að aka Ford T í dag, nema á hátíðis og tillidögum, frekar en nokkrum dettur til hugar að setja upp DOS á tveggja örgjörfa vél með 4gb minni og 1tb hörðum diski (DOS-ið þekkir hvorki svo stórt minni né harðan disk - og gæti ekki notað hraða örgjörfanna). Amk. efast ég um að nokkur vildi hossast um á Ford T langar leiðir í dag...
Fulltrúalýðræðið er gallagripur - og meirihluti þings endurspeglar ekki meirihluta þjóðar, eins og lýðræðisræningjarnir þykjast gera, þegar það hentar þeim. Það á að leggja þetta kerfi niður, breyta því og umbylta, því ekki get ég séð annað, en þeirra eini tilgangur er að viðhalda sínum eigin völdum. Kemur lýðræðinu ekkert við.
Skorrdal 29.12.2009 kl. 03:40
Jú Skorrdal, þingmönnum kemur fulltrúalýðræðið við meðan breytt verður um system. A.m.k. ef það á að gerast með friðsamlegum hætti. Hugmyndin var samt ekkert slæm á sínum tíma. Flokkarnir eyðlögðu hana bara og nú er fjandanum erfiðara að breyta.
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 04:31
Vonlaust að breyta nema með átökum; það sáum við í umræðunni um stjórnarskrárbreytingar, þjóðaratkvæðagreiðslur og hvernig þeir ætla að skipa sjálfa sig í nefnd, til að ákveða hvað eigi að gera við þessa skýrslu.
Breytingar verða ekki gerðar með því einu að segja "viljið þið vinsamlegast..." Það þarf átök til - og þeim mun harðari átök, þeim mun lengur, munu stjórnmálamenn framtíðarinnar óttast afleiðingar spillingar og greiðasemi.
Skorrdal 29.12.2009 kl. 12:29
Ég held að þjóðin sé ekki tilbúin nema í mesta lagi í átök svipuð þeim sem urðu fyrir ári. Þau átök leiddu til stjórnarskipta að vísu en ég sé ekki fyrir mér að svo yrði nú.
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 13:25
Meira af því sama mun ekki ganga - og þá er í raun þessi þjóð gjaldþrota á fleiri sviðum en fjárhagslegum.
En, ef fólki finnst í lagi að láta misnota sig - þá er ekkert við því að gera annað en að pakka saman og neita að taka þátt í þessu fáránlega leikriti...
Skorrdal 29.12.2009 kl. 14:11
Skorrdal, mér finnst þú vera að segja að allir sem ekki eru þér sammála séu að láta misnota sig. Mér finnst ekki svo vera. Ef þú pakkar saman og ferð ertu þá ekki bara að láta einhverja aðra misnota þig?
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 14:36
Nei, ég er ekki að segja það, og þykir leitt að þú misskiljir mig.
Íslendingar hafa hingað til trúað því, að lýðræði sé eitthvað sem er bara á fjögurra ára fresti - svo kemur þeim ekkert við hvað gerist þess á milli. "Hverju heldur þú að þú getir breytt?" spurði pabbi minn mig í mörg ár, því hann í einlægni trúir því, að hann fái engu breytt hvað varðar íslenskt samfélag. Á meðan fólk trúir því, að engu sé hægt að breyta - þá breytist lítið. En hverjum hentar það best? Akkúrat þeim, sem hafa komið sér og sínum í kringum kjötkatlanna og fitna eins og púkar á fjósbita, af svita og tárum almennings - sem trúir því að fái engu breytt.
Ég hef búið víða og meira að segja í mjög spilltum löndum. En það er meira lýðræði (fólk fær breytingar í gegn með aðgerðum, jafnvel á milli kosninga) á öllum þeim stöðum en ég hef nokkru sinni upplifað á Íslandi.
"Þetta er bara svona" er líka viðkvæði hjá honum - og hans kynslóð, sem segir meira um það hugarfar sem fólk ber til lýðræðisins, heldur en nokkuð annað.
Ef þú ert sáttur, við að láta ræna ævistarfinu, með endalausum gengisfellingum, vaxtaokri og skattpíningu - þá er það mér að meina lausu. Þú mannst betur en ég gengisfellingargeðveikina frá miðjum sjöunda áratugnum og fram undir það níunda - svo ekki sé talað um sjónhverfingarnar í kringum krónubreytingarnar, 1968 (minnir mig) og svo aftur 1981. Allt gert fyrir útgerðina og útfluttningsatvinnugreinarnar - en hinn almenni launamaður hefur bara mátt sætta sig við þetta allt, þegja - og halda áfram að borga óráðsíuna. Hversu margar vinnustundir hafa verið rændar frá þér, með slíkum blekkingarleik, sem voru hannaðar fyrir fáa - en fjöldinn borgaði?
Vissulega "græddu" sumir, þegar lánin brunnu upp, fyrir verðtryggingu - en eftir afnám launa við vísitölu, hefur allt gengið til baka, og margfallt það. Meira að segja persónuafslátturinn var aftengdur vísitölunni - og ballið heldur enn áfram.
Í raun hafa framfarirnar allar verið teknar á VISA rað - og okkur ber að borga, enda ekki til innstæða fyrir NEINUM af loforðum lýðskrumaranna, því þeir vita að það er alltaf hægt að koma fleiri stráum á bak úlfaldans... Þangað til það brestur.
Betra væri að það gerðist fyrr en seinna, því við höfum vonandi betri framtíð en þessa, fyrir niðja okkar - er það ekki? Eða vilt þú að barnabörnin þín, og þeirra börn, búi við sama rússíbanann og þú hefur þurft að upplifa á þinni ævi?
Skorrdal 29.12.2009 kl. 17:40
Þú skiptir færslunum þínum bara í flokka upp á gamla lambakétsmóðinn: Úrvalsflokk, fyrsta flokk, annan flokk og hakk. Nei, annars, þá yrði bara einn flokk, úrvalsflokkur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2009 kl. 18:00
Skorrdal, þetta sem þú segir í lokin um rússíbanareiðina finnst mér mjög athyglisvert. Kannski er ég bara svona hræddur um að hin svokallaða lýðræðisbylting sé enn ein rússíbanareiðin. Mér finnst þetta allt snúast um vald. Ef valdið verður tekið af Alþingi hvað kemur þá í staðinn? Er nokkuð víst að það verði betra?
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 18:49
Takk, Sigurður.
Þeir ráku féð úr réttunum.......
"Ég ætla að fá slag." sagði konan í kjötbúðinni.
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 19:30
Valdið hlýtur alltaf að vera okkar, Sæmundur; það er lýðræði - lýðurinn ræður (sbr. demos [fólkið] kratos [vald] - democracy). Líka á milli kosninga. Við fáum varla verra kerfi en hefur verið hérna síðustu áratugina frá stofnun lýðveldisins - er það?
Ef afsökunin er ótti við eitthvað nýtt, svo það verður að halda sömu vitleysunni áfram, þá er það frekar veik vörn. Þú ert gáfaðri en svo að sjá það ekki sjálfur. ;)
ALLAR lýðræðisumbætur hafa verið útvatnaðar í meðförum þingsins, þingmönnum í hag. Hvaða lýðræði er það? "Ráðgefandi" stjórnlagaþing, þegar krafan er um nýja stjórnarskrá; "ráðgefandi" ESB kosning, þegar krafan er um þjóðaratkvæðagreiðslu - og lítilsvirtar kosningar, þegar kom að kjöri borgarbúa um flugvöllinn á sínum tíma.
Að mínu viti, er lítið sem ekkert lýðræði á Íslandi; það er flokksræði - og í raun bara fáræði einstakra höfðingja, eins og hefur verið um aldir. Varla vilt þú þínum niðjum svo illt, að sjá ekkert betra framundan en óbreytt ástand smárra hópa, sem misnota sér vanþekkingu almennings til að koma ár sinni og sinna betur fyrir borð á kostnað okkar hinna. Ég neita að trúa því.
Skorrdal 29.12.2009 kl. 19:32
Já, lýðurinn ræður (þ.e. við sjálf) en til þess að gagn sé í þeim ráðum þarf lýðurinn að vera sæmilega sammála. Svo var ekki í síðustu kosningum og alls ekki víst að sé heldur núna. Ég hef enga sannfæringu fyrir því að eitthvað betra taki við ef núverandi ríkisstjórn verður komið frá. Þingmenn finna þó þrýsting og órói í þjóðfélaginu er miklu meiri núna en verið hefur. Vildi gjarnan sjá stjórnlagaþing sem kæmist að einhverri vitrænni niðurstöðu.
Sæmundur Bjarnason, 29.12.2009 kl. 21:07
Það er okkar að ákveða - og þeirra að fylgja eftir. Ekki öfugt. Þeir eru jú okkar fulltrúar, þessir þingmenn - og sveitastjórnarmenn - en við ekki þeirra þegnar. Þótt svo þeir haldi annað.
Það er nú bara þannig, Sæmundur, að við höfum ekki tækifæri til að gera nokkuð í þessu lýðræðisríki, nema með samþykki flokkanna sem hingað til hafa ráðið því sem þeir vilja. Tveir menn fóru með okkur í stríð, þótt svo meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur. Eða hafði kannski þjóðin - fólkið - rangt fyrir sér þar? Nú á að keyra í gegn um þingið, gegn meirihlutavilja þjóðarinnar, fjárhagsskuldbindingum, sem alls ekki er víst að við berum ábyrgð á - gegn meirihlutavilja þjóðarinnar. Er þetta kannski svona klárt fólk þarna inni á þingi, að það viti betur en við öll hin? Því er þá svo komið með okkar samfélag, að það er næstum gjaldþrota? Ég efast um að réðum við samfélagi okkar sjálf - og bærum ábyrgð á því - að við hefðum í sameiningu gert verri hluti.
Þú berð ábyrgð á þínu lífi - en samt ertu tilbúinn að afsala þér ákveðinni ábyrgð í hendurna á fólki, sem hefur sannað að það sé alls ekki hæft að rekja tombólu, hvað þá meir.
Við megum ekki láta óttann við hið óþekkta koma í veg fyrir framfarir og bættari samfélag. Flokkadrættir er það sem núverandi kerfi þrýfst á; hægri, vinstri, Dabbi, Solla - og allt það bull. Samt er sami rassinn undir öllu þessu liði, þegar það kemst í stöðurnar. Við þurfum ekki annað en að horfa á síðasta ár og viðsnúning Steingríms J. Sigfússonar, sem fyrir rúmu ári síðan sagði ekki koma til greina að borga þetta IceSave, sem hefur klofið þjóðina í herðar niður. Ekki nema von að fólk óttist; þannig vilja nefninlega fulltrúar okkar hafa það, svo þeir haldi þeim stöðum sem þeir hafa komist í.
Það er OKKAR að setja nýja stjórnarskrá - ekki stjórnmálamannanna. Stjórnarskráin er okkar plagg, fyrir þá að vinna eftir; lög lýðsins, til að vernda hann frá ofríki valdhafanna, svo ekki verði troðið á réttindum fólks af fáum, sem virðast hreinlega lifa í allt öðru samfélagi en við hin. Það er ekki okkar að þyggja stjórnarskrá af þessu fólki - frekar en þá sem við höfum núna og er í raun komin frá Kristjáni IX, enda ekki minnst á okkar réttindi fyrr en í 69. grein hennar. Ágæt til síns brúks, en gersamlega kominn tími til að setja málið á réttan kjöl.
Við berum ábyrgð á okkar samfélagi; ef við erum of löt eða hrædd til að taka þátt í því og tilbúin að afsala valdi okkar til fólks, sem sumhvert er ekki treystandi fyrir lélegum brandara, má það ekki verða til þess að ekkert breytist fyrir alla hina. Ég efast um að næstu kynslóðir verði okkur þakklátar, ef við skiljum hlutina eftir eins og þeir hafa verið, breytum engu og leifum lýðskrumurum og lýðræðisræningjum að vaða uppi.
Stjórnvöld EIGA að óttast mátt almennings - ekki öfugt. Annars langar mig að láta þessa herramenn segja þetta á mun betri hátt en ég get nokkru sinni, enda þeir bæði eldri og vitrari en ég - þótt þeir séu dauðir í dag...
Robert M. Hutchins:
The death of democracy is not likely to be an assassination from ambush. It will be a slow extinction from apathy, indifference, and undernourishment.
Thomas Jefferson:
Whenever the people are well-informed, they can be trusted with their own government.
---
Where the people fear the government you have tyranny. Where the government fears the people you have liberty.
Voltare:
So long as the people do not care to exercise their freedom, those who wish to tyrannize will do so; for tyrants are active and ardent, and will devote themselves in the name of any number of gods, religious and otherwise, to put shackles upon sleeping men.
Mark Twain:
The government is merely a servant -- merely a temporary servant; it cannot be its prerogative to determine what is right and what is wrong, and decide who is a patriot and who isn't. Its function is to obey orders, not originate them.
Skorrdal 30.12.2009 kl. 00:13
Þú talar eins og byltingarforingi, Skorrdal. (Dabbi líka). Ég veit bara að andstæðan við lög og reglur er stjórnleysi og óreiða. Til að geta lifað í samfélagi manna verður að afsala sér hluta af frelsi sínu.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 00:48
Hehehe - Ertu að líkja mér við Davíð, Sæmundur? Ég frábið mér slíkan samanburð, þakka þér fyrir. ;)
Hvaða frelsi ert þú tilbúinn að afsala? Og hversu mikið? Frelsi fylgir ábyrgð - og hvaða frelsi ert þú tilbúinn að gefa afslátt af fyrir hönd annarra?
Mannréttindi eru mér mikilvæg, eigum við að gefa afslátt af þeim? Það hefur gengið í gegn, möglunarlaust þennan áratuginn - þú hefur tekið eftir því, er það ekki? Þar gáfu allir þeir, sem ekkert gerðu til að andmæla, afslátt af réttindum hinna, sem þó reyndu að spyrna gegn.
Hver er að tala um að leggja af lög og reglu? Ég veit ekki betur en ég hafi talað um nýja stjórnarskrá - og það eru jú lög, ekki satt? Ég veit ekki hvernig þú færð út úr mínum málfluttningi, að ég sé að tala fyrir stjórnleysi; ég næ því satt að segja ekki.
Það sem ég hef verið að reyna að segja - en greinilega gengið illa - er að núverandi fulltrúalýðræði hefur gengið sér til húðar. Við þurfum að bera sjálf ábyrgð á eigin samfélagi, vera virk í öllum þáttum þess, í stað þess að afsala okkur ákvarðanarétti okkar til fólks, sem greinilega hefur ekki verið treystandi fyrir þeirri ábyrgð. Eða finnst þér það virkilega?
Skorrdal 30.12.2009 kl. 02:57
Þú talar um nýja stjórnarskrá. Ef setja á hana í andstöðu við það vald sem fyrir er, þá er það ekkert annað en bylting. Bylting þýðir stjórnleysi. Algert frelsi er ekki til. Tillitssemi er nauðsyn. Andstæðan við hana er villimennska. Fulltrúalýðræði eða beint lýðræði er spurningin. Að beint lýðræði í nútímalegum samfélögum sé betra en fulltrúalýðræði er bara kenning.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 04:32
Sérðu núverandi stjórnvöld setja nýja stjórnarskrá? Það var reynt, fyrir nokkrum árum, að breyta þessari; tók nærri 6 ár og kostaði fullt af pening, og hvað kom út úr því? Ekki ein einasta breyting!
Ég sé enga aðra lausn, en að koma núverandi stjórnvöldum frá, stjórn og stjórnarandstöðu; þau eru orðin svo samofin spillingu og eiginhagsmunum, að við - fólkið í þessu landi - skiptum þetta fólk nákvæmlega ENGU máli. Ef þú hefur betri lausn, skal ég glaður hlusta. En meira af því sama, kemur ekki til greina.
Íslendingar hafa aldrei kunnað að virða lýðræðið; við fengum stjórnarskránna með pósti frá Danmörku - við höfum tekið þessu sem sjálfsögðum hlut, sem það er svo aldeilis ekki. Við höfum sofið á verðinum, leift slordónum og hagsmunapoturum að vaða uppi - með OKKAR samþykki - og nú er svo komið, að við komum ekki til með að losna við þessar afætur, lygara og lýðskrumara nema með hörkunni. Nú gildir ekkert "elsku mamma"; annað hvort erum við menn eða mýs, Sæmundur.
Vissulega þýðir það ákveðið "stjórnleysi" um einhvern tíma. En að fórna ÖLLU vegna hræðslu við nýtt upphaf, er að fórna allri framtíð lýðveldisins, fyrir þægindarumhverfi dagsins í dag. Ég veit hvort mér þykir mikilvægara - og held ég viti að þú sért á önverðri skoðun. Það þykir mér leitt að heyra, en framtíðin er ekki okkar - heldur þeirra sem á eftir okkur koma. Ég er bara ekki tilbúinn að fórna henni, fyrir eigin þægindi í okkar spillta og rotna samfélagi.
Það hafa alltaf verið raddir á móti breytingum: Barist var gegn símavæðingu landsins í upphafi síðustu aldar; framsóknarmenn börðust gegn litsjónvarpsvæðingu Ríkissjónvarpsins og Steingrímur J. Sigfússon barðist gegn afnámi bjórbannsins. Það verða alltaf raddir til að letja og telja úr þeim er vilja sjá framfarir og breytingar. Við verðum bara að sætta okkur við það, sem höfum aðra sýn á veröldinni. En framfarir verða ekki stöðvaðar, sem betur fer. Ef þetta gerist ekki núna, þá mun það gerast síðar. Ég tel að tækifærið sé núna - það sjá fleiri og fleiri hversu rotið þetta kerfi er. Ég ætla mér amk. ekki að vera sá sem stendur í vegi fyrir slíkum breytingum. Það er á hreinu.
Skorrdal 30.12.2009 kl. 06:23
Skorrdal.
Held satt að segja að engir nenni orðið að lesa þessi ósköp hjá okkur, en það gerir ekkert til. Ég er ótrúlega mikið sammála þér. Samt þarf að hreyfa sig innan þess ramma sem fyrir er. Fólk breytist og skoðanir þeirra einnig. Grundvöllur fyrir stjórnlagaþingi og nýrri stjórnarskrá er meiri núna en verið hefur lengi. Gallarnir eru einkum allt of mikið flokksræði og spilling allskonar sem er runnin okkur svo í merg og bein að við tökum varla eftir henni. Setja þarf reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur svo hætt verði að veifa tillögum um slíkt hvenær sem þurfa þykir.
Það var ekki barist gegn símavæðingunni sem slíkri heldur talið að loftskeytin væru mun ódýrari. Bjórbann var aldrei hér á landi heldur hafði verið ákveðið að leyfa hann ekki aftur þegar áfengisbannið var afnumið. Sagan afbakast oft með tímanum og fer oft eftir því hvað verður ofaná.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 13:51
Minn kæri Sæmundur
Í einlægni, er mér alveg sama hvort nokkur nennir að lesa. Ef þú nennir því, þá finnst mér ákveðnu takmarki náð.
"Öfgamenn" eins og við (og ég meina þetta í bestu meiningu þess orðs) þurfum að geta talað saman, því einhversstaðar á milli okkar er lausnin. Ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér - þú veist það alveg eins vel og ég.
Sjálfur hef ég unnið innan núverandi fyrirkomulags lýðræðisins, bæði innan flokks og sem fulltrúi stjórnvalda, þar sem ég sat í kjörstjórn í yfir 15 ár. Ég hef ekki lausn á neinu, aðeins hugmyndir - "kenningar". Ég hef samt sem áður þá staðföstu trú, að við breytum engu "innanfrá" í þessu kerfi sem nú er við lýði. Til þess er ættar- og vinatengsl of rík, til að slúbbertar eins og ég komist þar að til að breyta.
Við vitum báðir, hvernig umræðan fór út um þúfur hvað varðar auðlyndarákvæði inn í stjórnarskránna, þjóðaratkvæði og stjórnlagaþing, sem núverandi minnihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna barðist gegn, í hálfgerðri geðveiki fyrr á þessu ári. Núverandi þingmenn fjórflokksins (og ég veit að þeir eru einhverjir sem eru okkur sammála í þessum efnum, en rödd þeirra er eins hjáróma og stúlkubarns í ofsaveðri) vilja engar breytingar. Ég er jafréttissinni mikill; ég dæmi alla jafn hart! Hehehe Við fáum ENGAR breytingar í gegnum flokkakerfið; þú sérð hvernig hallarbyltingin í framsókn varð í raun að sama graut í sömu skál - það var bara sett krækiber á toppinn.
Ég geri mér grein fyrir því, að ég færði smá í stílinn, hvað varðar símamálið; skáld hafa smá leifi - vonandi. Bjórinn var bannaður, meira að segja á forsendum, sem fólk ætti að kannast við úr fíkniefnastríðinu: "Bjór leiðir til drykkju sterkara áfengis." Þessu getur þú flett upp, sem ég efast ekki um að þú gerir, ef þú veist þetta ekki nú þegar. Sölubann á bjór var á Íslandi frá afnámi áfengisbannsins, þangað til 1. mars 1988.
Það hefur verið mér rosaleg ánægja að eiga þessi samskipti við þig - og hef ég lært mikið. En, ég er samt á þeirri skoðun, og ég VEIT að þú kannt að virða það, að engu verður breytt gegnum núverandi flokkakerfi, sem þú veist að er gegnum sýrt af spillingu og hagsmunatengslum. Ég VEIT hvernig flokkarnir vinna (sérstaklega sá sem hefur ráðið hér flestu frá lýðveldisstofnun - og ekkert mun breytast án hans samþykkis, hvort sem hann er í stjórn eða ekki) og á því byggi ég mínar skoðanir. Ég vona bara, að mér hafi tekist að gefa þér aðra sýn - annan vinkil - á málefni, sem ég efast ekki um að þú hafir meiri þekkingu á en ég sjálfur.
Skorrdal 30.12.2009 kl. 14:25
Sæll. Verulega gaman að þessum samskiptum.
Mér finnst ásteytingarsteinninn einkum vera hvort breytingar geti orðið innanfrá eða ekki. Kannski er ég of gamall og værukær en ég óttast miklar og snöggar breytingar. Þær verða alltaf mjög ófyrirsjáanlegar. Hélt satt að segja að breytingar innanfrá mundu verða meiri en varð í kosningunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn fór úr 40% í 29% ef ég man rétt. Það finnst mér smávægileg breyting miðað við tilefnið. Kannski er þessi breyting að ganga til baka að einhverju leyti. Vonina um breytingar innanfrá er ég samt ekki búinn að gefa upp á bátinn.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 15:57
Á meðan kosningarnar henta aðallega þeim er sitja á þingi, verða aldrei neinar breytingar að ráði.
Í lýðræðisríki ætti ég, sem einstaklingur, að geta boðið mig fram til þjónustu fyrir almenning. Ekki í gegnum flokka, heldur á eigin verðleikum. Ef mér er ekki treyst, þá fæ ég ekki kosningu; svo einfallt er það! En, á meðan hér eru lög, sem hamla slíkum framboðum, þá er í raun ekki raunverulegt lýðræði. Og á meðan það er lágmark til að komast inn á þing, þá mun slíkt framboð ALDREI komast inn á þing.
Ég þyrfti að hafa "flokk" að baki mér, með fólk á listum og ég veit ekki hvað - kostnaður og vandamál, sem venjulegu fólki er gersamlega óyfirstíganleg hindrun. Þetta hentar aðeins þeim, sem þegar eru við völd - ekki lýðræðinu í heild. Í dag þarftu að vera fjáður, selja þig viðskiptaöflum eða fæddur í rétta ætt, til að komast eitthvað áfram.
Þeirra rök eru helst þessi: Að hafa marga "smáflokka" á þingi, tefur alla afgreiðslu og flækir málin. En lýðræðið tekur tíma, ef rétt er að málum staðið, því umræða og upplýsingar eru grundvöllur lýðræðisríkisins, svo almenningur, sem á að ráða, geti myndað sér upplýsta skoðun og valið eftir því.
Persónulega finnst mér leyndarmál ekki heima í lýðræðisríki; stjórnvöld hafa enga heimild til að fela fyrir almenningi - okkur - upplýsingar, þar sem almenningi BER að taka ákvarðanir og mynda sér skoðanir á grunni þeirra upplýsinga sem þeir hafa. Við höfum þegar séð hversu "upp á borðum" og "gegnsæið" er, sem núverandi stjórnarflokkar lofðuðu okkur almenningi fyrir síðustu kosningar. Hvernig getur fólk myndað sér upplýstar skoðanir, þegar mikilvægum upplýsingum er haldið frá þeim?
Og hvaða kosti hefur þessi sami "almenningur" þegar gengið er til kosninga? Orð stjórmálamanna, sem haga sínum málfluttningi nákvæmlega eins og þeim sýnist, en þurfa ekki að standa við EITT þeirra, því flestir ganga "óbundnir" til kosninga, sem þýðir í raun: Öll loforð svikin, því "stjórnarsáttmálinn" segir til um eitthvað allt annað. Og þetta er ekkert nýtt - það vitum við báðir.
Kerfið er rotið, innanfrá og út! Og þeir sem reyna að breyta því, snúast í hringi og fylgja svo þeim sem raunverulega ráða, eða hreinlega gefast upp, hætta og fara í eitthvað annað.
Það eru langt síðan stjórnmál höfðu eitthvað með hugsjónir að gera; þetta er allt saman blekkingar og plott, annars kemstu ekkert áfram. Þess vegna þarf að brjóta niður þetta flokkakerfi - og það verður ekki gert innanfrá.
Skorrdal 30.12.2009 kl. 17:16
Ef spurningin snýst um hvort gera skuli byltingu eða ekki þá er ég andbyltingarsinni. Að öðru leyti er ég mjög sammála þér. Að breyta kerfinu innanfrá er alls ekki auðvelt. Hefði samt haldið að það væri mun auðveldara núna eftir bankahrunið en í gróðærinu miðju.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2009 kl. 18:10
Er það sú reynsla sem við upplifum síðasta árið? Ef ekki - hvað er annað eftir?
Skorrdal 30.12.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.