31.10.2009 | 00:14
850 - Fljótavík
Vorið 2007 dvaldi ég í nokkra daga í Fljótavík á Vestfjörðum. Við keyrðum til Ísafjarðar og fórum með flugvél þaðan til Fljótavíkur og eins til baka. Um þessa ferð skrifaði ég í bloggi númer 62 og ætla ekki að endurtaka það.
Ekki er hægt að líkja þessari ferð við utanlandsferð. Þar er enginn samanburður mögulegur. Í minningunni tekur Fljótavík fram flestum öðrum stöðum sem ég hef komið á. Helst að Hveragerði jafnist á við hana.
Fögur þessi Fljótavík
finnst mér alltaf vera.
Auðnin þar er engu lík
og ekkert þarf að gera.
Einangrunin er líka engu lík. Nokkrum árum fyrir síðustu aldamót fór ég í vikuferð um Hornstandir. Þá sigldum við frá Ísafirði inn í Hrafnsfjarðarbotn og gengum sem leið lá yfir í Furufjörð og þaðan í Hornvík og Kjaransvík og síðan yfir fjallið til þorpsins í Hesteyrarfirði.
Eitt það allra eftirminnilegasta úr þeirri ferð er einmitt einangrunin. Enginn sími, ekkert útvarp, ekki neitt. Maður er bara einn með sjálfum sér og það eina sem skipti máli eru ferðafélagarnir og þeir sem á leið manns verða og svo auðvitað landið og náttúran. Að öðru leyti er maður gjörsamlega einn í heiminum.
Sagt er að 5700 manns séu dánir úr svínaflensunni sem nú gengur yfir heiminn. Ekki margir á Íslandi þó en mér er sama. Ég er skíthræddur við hana. Hef fengið flensu og það er alveg nógu slæmt. Skilst að svínaflensan sé verri en sú venjulega.
Um daginn var forvardað til mín bréfi sem upphaflega var stílað á Netútgáfuna. Það var frá Guðmundi Sigurfrey höfundi bókarinnar um Nostradamus sem verið hefur á vef útgáfunnar. Í bréfinu var ég beðinn um að taka bókina niður því verið væri að endurútgefa hana. Hafði þegar samband við Björn Davíðsson hjá Snerpu sem gerði bókina óaðgengilega gestum Netútgáfunnar. Geri ráð fyrir að þar með sé mínum afskiptum af þessu máli lokið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fljótavík er góður staður enda á ég þar mínar rætur. Afi minn og amma bjuggu þar á fyrri hluta síðustu aldar, Júlíus og Guðrún. Við reynum að fara þangað á hverju ári til að njóta friðsældar og nálægð við náttúruna sem er engu öður líkt.
Ég safnaði saman fróðleik með viðtölu við fólk á fyrri hluta þessara aldar, fóks sem var fætt og uppalið í Fljótavík. Þetta fólk hefur kynnst meiri breytingum en nokkur önnur kynslóð fyrr og síðar. Fæddist í torfkofa og nota-r (ði) tölvur og internet. Það eru miklar breytingar.
Gunnar Þórðarson 31.10.2009 kl. 09:28
Takk Gunnar. En af hverju ert þú eins og óskráður hérna, en þegar ég klikka á nafnið þitt lendi ég á Moggabloggaranum Gunnari Þórðarsyni?
Sæmundur Bjarnason, 31.10.2009 kl. 10:45
Hvað gerist ef svínavírusinn stökkbreytist allt í einu hér á Íslandi og ekki nóg bóluefni til fyrr en eftir mánuð. Mér finnst einhvern veginn eins og þetta sé rétt að byrja. Flensan hefur breiðst hraðar út hér en annars staðar, afhverju getur hún þá hreinlega ekki orðið skæðari, eitthvað er hér öðruvísi en annars staðar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.