804 - Um Jón biskup Arason og fleira

Sagt er að Jón biskup Arason hafi ort eftirfarandi:

Vondslega hefur oss veröldin blekkt,
vélað og tælt oss nógu frekt,
ef ég skal dæmdur af danskri slekt
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.

Þetta reyndi ég einhverntíma að stæla með eftirfarandi árangri:

Vondslega hefur mig veröldin blekkt
vélað og svikið og prettað.
Fer ég þó ætíð með friði og spekt
og fumlaust ég skrifaði þetta.

Kannski mundi ég bara ekki nema byrjunina og prjónaði svo við það. Þetta var nefnilega fyrir daga Gúglsins og maður treysti meira á skeikult minni en nú er til siðs.

Er annars ekki allur kveðskapur meiri og minni stæling? Mér finnst það. Og ekki síður önnur skrif. Ekki finnur maður upp ný orð nema þá einstöku sinnum og mestmegnis óvart. Man samt vel eftir að söguhetjan í „Sulti" Hamsuns fann upp orðið „Kúbúá". Hvorki meira né minna. Man samt ekki hvað það þýðir ef það þýðir eitthvað.

Páll Skúlason sagði í Silfri Egils um daginn að meiri jöfnuð þyrfti í samfélagið. Man vel eftir því að á tímum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var talað um að ójöfnuður í tekjum væri að aukast. Steingrímur sjálfur tók undir það í sjónvarpsviðtali. Man hve ósáttur ég var við að hvorki hann né aðrir voru tilbúnir að taka á því máli.

Jöfnuð í launum og öðru þarf ekki bara til þess að  skipta gæðum sem jafnast heldur líka til að stuðla að þeirri sátt í samfélaginu sem svo sárlega skortir nú.

Örlög Borgaraflokksins eru þyngri en tárum taki. Og þessu fólki greiddi maður atkvæði sitt. Hér sannast enn og aftur hið fornkveðna að því minni sem flokkar eru því harðari og óvægnari eru deilur innan þeirra. Fjórflokkurinn blívur.

Nú er Kristinn Theódórsson Moggabloggari (kt.blog.is) farinn að stríða DoctorE með trúmálapælingum. Hann (DoctorE) er að mestu hættur að kommenta hjá mér og þolir kannski ekki vel að gert sé grín að honum. Er oftast nær talsvert einstrengingslegur og öfgasinnaður. Vel getur verið að oft sé þörf á því en líka getur verið að hann fæli fólk frá sér með þessu. Stuðaði stjórnendur Moggabloggsins nóg til þess að þeir lokuðu blogginu hans. Heldur þó áfram að kommenta eins og rófulaus hundur.

Hrannar Baldursson skrifar um lokunina á gagnagrunni Jóns Jóseps Bjarnasonar og kallar hana "Landráð af gáleysi". Sammála Hrannari að öllu leyti. Vísa bara á grein hans um þetta efni. Hún er verulega góð eins og hans er von og vísa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir bara gaman þegar fólk er að stríða mér Sæmi minn, fíla það eiginlega bara í botn :)
Það versta er að ég fann ekki fyrir stríðni per se :)

DoctorE 15.9.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Doctorinn tekur stríðni minni bara nokkuð vel, hann má eiga það. Vonandi tekst mér þó að pirra hann svolítið í 2. hluta. Stríðni telst ekki vel heppnuð nema þeim sem strítt er verði heitt í hamsi. Að sama skapi er stríðnin vond ef þeim strídda rennur ekki reiðin mjög fljótlega og áttar sig á að um fíflagang sé að ræða.

Þetta er línudans ;)

Kristinn Theódórsson, 15.9.2009 kl. 10:02

3 identicon

Það er algert lágmark af mér að taka stríðni því ég er sjálfur að stríða þvers og kruss.
Ekki fer ég að detta í sama far og sumir sem tala um biturð, reiði, að ég hafi lent í einhverju á æskuárum mínum bla bla. :)
Þið megið alveg segja að ég sé geðsjúkling, það er réttur hvers og eins að hafa slíka skoðun og koma henni á framfæri, rétt eins og ég á að mega hafa sömu skoðun á ykkur eða einhverjum sjáendum eða whatever.

Svo er náttúrulega það besta að mbl bloggið er útvaðandi í umtali um Mr. Me

DoctorE 15.9.2009 kl. 10:14

4 identicon

Vondslega hefur mig veröldin blekkt.

viti og rænu svift mig.

Hefði ég betur hana þekkt.

hefði ég aldrei gift mig..

                              Hér er nú ekki verið að bísa frá neinum leirskáldum..

Ágúst Guðmundsson. 15.9.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ok, Ok. Ég var bara farinn að sakna þín DoctorE. Í kommentakerfinu mínu var líka verið að tala um að leggja nafn þitt við hégóma. Það mundi mér aldrei detta í hug.

Fín vísa Ágúst. Ef þú vilt að línurnar komi betur saman þá notarðu shift og enter til að fara milli lína.

Sæmundur Bjarnason, 15.9.2009 kl. 11:20

6 identicon

Já púra ókurteisi af mér að setja athugasemdir um allt blogg og dissa einn besta stuðningsmann minn vegna lokunar á blogginu mínu.
Ég verð að taka mig á í þessu ;)

DoctorE 15.9.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég verð bara að segja að DoktorE er í smá uppáhaldi hjá mér...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Gunnar Helgi. Held líka uppá dokksa. Les yfirleitt athugasemdir hans en skoða sjaldan videóin sem hann setur á bloggið sitt.

Í Bændablaðinu frá 14. september 2004 segir:

Hreiðar Karlsson setti þessa vísu á Leirinn:

Vondslega hefur oss veröldin blekkt,
vilja og rænu svipt mig.
Hefði ég betur hana þekkt
hefði ég aldrei gift mig.

Segir Gúgli.

Sæmundur Bjarnason, 15.9.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband