798 - Nafnleysi á Netinu

Les jafnan blogg Láru Hönnu Einarsdóttur. Nýlega birti hún á bloggi sínu athyglisverða grein um nafnleysi á Netinu eftir AK-72. Hann er moggabloggari eins og hún en ekki jafn vinsæll. Einhvern tíma hefði ég með yfirlæti miklu og fyrirlitningu kallað flestar greinar hans "pólitíska langhunda".

Ég reyni að forðast að hafa mín blogg óhóflega löng. Það er einkum vegna þess að ég er sjálfur á móti löngum greinum. Þær eru þó oft mjög læsilegar og áhugaverðar. Einkum þó ef þær fjalla um málefni sem ég hef fyrirfram áhuga á. Ef ekki, leiðist mér fljótlega og hætti að lesa. Það er auðvitað minn veikleiki en lesefni nútildags er svo mikið að enginn kemst yfir að lesa allt.

Mál á að höfða vegna þess að svindlað hafi verið á fólki með því að fá það til að samþykkja myntkörfulán. Gengisfellingar gærdagsins voru ekki síður svindl. Þeir sem minna mega sín hafa alltaf verið undir yfirstéttina og alls kyns spillingu seldir. Með blogginu hafa þeir fengið rödd og munu ekki láta allt yfir sig ganga lengur.

Ætli bjartsýni fari ekki að aukast. Þetta sífellda svartagallsraus er alla að drepa. Og svo er að koma haust. Mér finnst að það megi sleppa búsáhaldabyltingu í vetur. Reynt er að grípa alla sem hingað koma í boði Egils sem ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnar Egils Helgasonar.

Beinar sjónvarpsútsendingar RUV (fréttir, kastljós o.fl.) á Netinu eru mjög í skötulíki. Stopular, sífelld rof og annað rugl. Ég er ekki trúaður á að þetta virðist svona vegna þess að ég sé svo vitlaus þó það geti auðvitað verið. Aðra hvora viku þarf ég að treysta á Netið hvað fréttir og annað snertir. Stöð 2 finnst mér alltaf standa sig miklu betur hvað beinu útsendingarnar snertir.

Lúmskir geta fordómarnir verið og oft er stutt í þá og útlendingahatrið. Minnist þess að hafa lesið smáfrétt í Morgunblaðinu fyrir allmörgum árum. Þar var sagt frá því að steypubíll hefði oltið í Ártúnsbrekkunni og fjölyrt nokkuð um það. Lokasetningin í fréttinni var síðan: "Ökumaður var kona."

Í þessu bloggi ætlaði ég að fjalla um nafnleysi á Netinu. Það komst bara ekki að því annað glapti. Þó minntist ég ekki á það sem mest ber á í fréttum núna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú alltaf gaman af veðurlanghundum - sem enginn skrifar nú samt nema Nimbus!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er einnig á því að langhunda um sama málefnið getur verið erfitt að lesa. Hér fær maður hinsvegar mikið fyrir lítið.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.9.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Veðurlanghundar eru þó langskemmtilegastir.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.9.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Kama Sutra

Mjóhundarnir eru krúttlegri og sætari.

Kama Sutra, 9.9.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað með langketti? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2009 kl. 01:17

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ak-72 og Lára Hanna - Það er kokteill sem ekki klikkar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 01:21

7 Smámynd: Kama Sutra

Ég veit ekkert um langkettina en svörtu og malicious kisurnar rokka feitt.

Kama Sutra, 9.9.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hér er fjörið. Langhundar og langkettir.
Verð að viðurkenna að AK-72 hefur eiginlega farið framhjá mér hingað til.

Sæmundur Bjarnason, 9.9.2009 kl. 01:28

9 Smámynd: Kama Sutra

Þá hefurðu misst af miklu, Sæmundur.  AK-72 er oft mjög góður.

Kama Sutra, 9.9.2009 kl. 01:33

10 identicon

Sæmundur skólabróðir er alltaf góður og ég les allt sem hann skrifar - til enda. AK-72 er líka góður, jú, stundum langorður en alltaf skemmtilegur, þótt maður sé ekki alltaf sammála. Sigurður Þór er í sérstöku uppáhaldi, skrifar ekki oft en alltaf af viti og gríðarlega fróður um veður og veðurfar. Emil Hannes er sérstakur eins og Sigurður fyrir það að vera sífellt að miðla fróðleik, einkum á sviði náttúruvísinda. Að maður tali nú ekki um blogg Einars Sveinbjörnssonar, sem fer aldrei út í neina þrætubókarlist, heldur er bara að miðla af sínum þekkingarbrunni varðandi veðrið og veðurvísindi. Þetta eru uppáhalds bloggarar mínir.

Ellismellur 9.9.2009 kl. 04:49

11 identicon

Demba á ykkur enskri vísu með viti

The right to be a cuttlefish
And hide behind my ink
May not appeal to everyone
Despite what I may think.
But having anonymity
Is useful, you may note—
That’s why we pull the curtain closed
Before we cast our vote.
The bully likes a public vote,
Each person known by name,
If someone feels intimidated
Shame on them! For shame!
They ought to have the strength to stand
Behind the words they speak!
(That way the votes go to the strong,
And rarely to the weak.)
Behind the voting curtain, though,
The votes all weigh the same—
Unless there’s something wrong with that,
You need not know my name.

And so I stand on principle
For any nom de plume—
A right to be anonymous
Is one I will assume.
I do not judge the reasons
Why some like it out of sight;
For me it is enough to say
It is their perfect right.

DoctorE 9.9.2009 kl. 08:36

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Ellismelllur og þið öll!
Mínar bloggvenjur eru svipaðar og þínar þó fleiri góða bloggara mætti nefna. Þyrfti að lesa blogg Einars Sveinbjörnssonar oftar. Lestur þess er stopull hjá mér.

Við of mikinn blogglestur gæti maður farir að halda að bloggheimar væru merkilegri en aðrir. Svo er ekki.

Sammála því sem segir í vísunni frá DoctorE. Nafnleysingjar eru nauðsynlegir. Árásir á þá nú eru merki um meira seinna, sem bitna mun á öllum frjálsum bloggurum.

Sæmundur Bjarnason, 9.9.2009 kl. 14:31

13 identicon

Eigum við að hressa þetta smá við með vídeó um ónauðsynlega ritskoðun
Gjöriðsvovel
http://www.youtube.com/watch?v=Qc6w4SzIUN0

DoctorE 9.9.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband