27.7.2009 | 00:07
755- Bloggið bæði hressir og kætir
Ég blogga yfirleitt á hverjum degi. Ekki stendur á því. Þetta hef ég vanið mig á og er minn stíll. Yfirleitt blogga ég ekkert um sjálfan mig enda frá litlu að segja. Ýmislegt slæðist þó með svona í forbifarten og ég veit ekki betur en sumt af mínum ættingjum og venslafólki neyðist til að lesa þetta blogg. Bagalegt getur verið og kjánalegt að vita ekki mest beisik þings um sína nánustu ættingja. Bjarni þurrkaði allt út af sínu Moggabloggi um daginn. Áslaug bloggar að minnsta kosti öðru hvoru á 123.is/asben og ég hérna. Og svo stendur fésbókin auðvitað fyrir sínu, en þangað vil ég helst ekki fara.
Ég legg svolítinn metnað í að skrifa um allt mögulegt. Þeir sem leggja það í vana sinn að lesa bloggið mitt vita aldrei á hverju þeir eiga von. Stundum eru það minningar eða hugleiðingar um málefni dagsins. Stundum eitthvað allt annað. Satt að segja er ég orðinn pínulítið leiður á bankahruns-skrifunum. Þetta eru óttalegir heimsendaspádómar. Því ekki að gleðjast yfir því að vera til? Er til meiri hamingja? Ekki dygði að vera grátandi bæði í svefni og vöku ef maður ætlaði að taka alla heimsins óhamingju inn á sig. Gott ef kæruleysið er ekki bara betra. Því segi ég: Etið, drekkið og verið kát. Kannski verður enginn morgundagur.
Misheyrnir og mismæli geta verið skemmtileg. Um daginn heyrði ég farið með kvæði eða þulu í útvarpinu. Mér heyrðist endilega vera sagt: Hundurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja." Samt hlýtur það að vera vitleysa. Svo sagði Tryggvi Þór Herbertsson í þingræðu um daginn: Þarna er greinilega verið að kasta augunum í rykið á fólki." Þá hló þingheimur en eftirmál urðu engin enda sárasaklaust að mismæla sig á þennan hátt. Höskuldur Þórhallsson sagði líka eftirminnilega í þingræðu að nauðsynlegt væri að taka einhver mál almennilegum vettlingatökum. Svona eru bara beinar útsendingar.
Og nokkrar myndir:
Tóft með Herdísarvík í baksýn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ótrúlegt hvað ryðguð olíutunna getur verið listræn, ef hún er á réttum stað.
Svar við spurningunni við eina myndina: Sjórekinn jólasveinn!
Eygló, 27.7.2009 kl. 00:40
"Etið, drekkið og verið kát. Kannski verður enginn morgundagur."
Tek undir þetta. Gæti verið okkar síðasti sjens að fylla vömbina núna. Þjóðin á líklega eftir að fá sig fullsadda af hungri (!) eftir að við byrjum að greiða af IceSlave dæminu.
Kama Sutra, 27.7.2009 kl. 01:22
Aldeilis tímabær hugleiðing. Erum við almenningur ekki komin með upp í kok af stjórnmálaumræðunni. g það bætir í sukksafnið á hverjum einasta degi!
Og ekkert af því er á valdi okkar,sem minnir mig á þann tíma sem ég hef eytt í að fjargviðrast í málum sem ég get ekki breytt.
Myndin frá Herdísarvík minnir mig á Hlín sem annaðist Einar Ben síðustu árin. Gaman væri ef einhver þar til bær skrifaði sögu hennar sem er örygglea merkileg.
Hallgerður Pétursdóttir 27.7.2009 kl. 08:55
Takk öll.
Glingló: Kannski var þetta sjórekinn jólasveinn. Ég komst aldrei svo langt að ég gæti athugað það.
Kama Sutra: Munur að verða saddur af hungri. Ekki öllum gefið.
Það er víða getið um Hlín í bókum en kannski hefur hennar saga aldrei verið skrifuð sem vert væri.
Sæmundur Bjarnason, 27.7.2009 kl. 10:14
Viðbót við annars ágæta tilgátu Glinglóar um sjórekinn jólasvein:
Tel að þetta sé ísbjörninn,(eða ullarlagðurinn), sem strandaglóparnir í fyrstu þáttaröð "LOST" fundu í frumskóginum í fyrsta þætti. (Það var þá sem ég hætti að horfa). Nema ef vera skyldi gamla gæruúlpan á Hveravöllum, sem menn töldu vera þriðja björninn hér í fyrrasumar.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 23:05
Þetta með hvítu flygsuna verður sífellt dularfyllra. Ætli ég verði ekki bara að skreppa aftur til Herdísarvíkur að athuga þetta. Þegar ég hugsa mig vandlega um þá hugsa ég að þetta hafi verið full-lítið til að vera ísbjörn. Að minnsta kosti fullorðinn ísbjörn. Veit ekki með jólasvein. Þeir eru sumir litlir.
Sæmundur Bjarnason, 28.7.2009 kl. 00:37
Litlir jólasveinar geta nú fokið á haf út við minnstu hviðu. Sama máli gegnir um bómullarlagða í frumskógum, að ekki sé talað um gæruúlpur á hálendi Íslands.
Þú átt mikil ransóknarferðalög fyrir höndum Sæmundur.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.