600. - Prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi

Heyrði ekki betur í fréttum áðan en að bæði Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætli að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín þorir ekki gegn Bjarna í formannskjöri. Treystir á að fá tækifæri síðar. Ekki er víst að svo verði. Ég á ekki vona á að til sérstakra tíðinda dragi í þessu prófkjöri frekar en öðrum. Auðvitað yrði þó gaman ef þau skötuhjúin yrðu með þeim neðstu. Það held ég sé hugsanlegt. 

Það er margt í sambandi við efnahagsmál sem ég skil ekki. Ef ég reyni að rifja upp umræður frá því fyrir hrun minnist ég þess að ég gat aldrei skilið hvers vegna menn vildu ekki losna við jöklabréfin svokölluðu. Alltaf var gefið út meira og meira af þeim og þótti sniðugt. Mér fannst augljóst að með því að selja sífellt fleiri slík væri í raun verið að afhenda spákaupmönnum gengisskráningarvaldið.

Margir hafa reynt að rekja upphaf bankavitleysunnar til einkavæðingar bankanna. Það er eflaust rétt en mikilvægt skref í vitleysunni var líka þegar ákveðið var að Seðlabankinn ætti ekki lengur að glíma við gengið (hafði víst ekki efni á því!!) heldur einbeita sér að verðbólgumarkmiðum. Þetta fannst mörgum afar vel til fundið. Mér fannst það hinsvegar skrýtið vegna þess að ég skil ekki efnahagsmál.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólkið þarf að fá að kjósa persónur í kosningum.  Og raða þannig niður persónum í vægi miðað við atkvæðafjölda fólksins, ekki  eftir vilja pólitíkusa í flokkunum.  Flokksvaldið er allftof mikið í landinu og úrelt.  Færa þarf valdið til fólksins bæði með persónukjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum í málum.  Það heitir lýðræði og virkar í öðrum löndum.

EE elle

EE 11.2.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en mér sýnist að prófkjörin skelli á áður en fólki verður treyst til þess að kjósa fólk. Hlutirnir breyast ekki nema þeim sé breytt.

Sæmundur Bjarnason, 11.2.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Prófkjör eru mjög langt frá því að vera lýðræðisleg.  Sá vinnur sem eyðir mestum peningum.  Svo einfalt er það. 

Sigríður Jósefsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:50

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eiga þá stjórnmálamenn bara að ráða því sem þeir vilja ráða? Þannig hefur það verið.

Sæmundur Bjarnason, 11.2.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband