587. - Stjórnlagaþing er skynsamlegt

Þetta verður stutt hjá mér því ég er að prófa að blogga beint.

Það er skynsamlegt hjá Sigmundi Gunnlaugssyni að krefjast stjórnlagaþings. Ég er samt svo svartsýnn að eðlisfari að ég held að málin muni klúðrast og ekkert verði úr neinu.

Í byrjun stjórnarmyndunarviðræðna var það ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir átti að vera forsætisráðherra en samt tók hún ekki þátt í viðræðunum.

"Ha?"

"Já, hún var með svo slæmt Jóhönnusig."

"Nú. Var það?"

"Já og  svo komst hvalablástur í þetta."

"Hvað segirðu?"

"Já, ég veit ekki hvar þetta endar."

"Endilega hættu þá þessari endaleysu."

PS. Þetta með Jóhönnusigið er stolið frá Gísla Ásgeirssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæmundur, tek heilshugar undir með þér um Stjórnlagaþingið og það gleðilega er að það eru fleiri en Framsóknarflokkurinn sem leggja áherslu á málið. Minni á Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttir um málið frá 1996 um málið, sem finna málið á vef Alþingis. Vinstri grænir er fylgjandi og svo minni á www.nyttlydveldi.is en þar er hópur af fólki, þvert á stjórnmálaflokka að safna undirskriftum undir áskorun um málið. Síðan er hópur fólks sem kallar sig Lýðveldisbyltingin með málið á dagskrá og vafalaust fleiri.

Ég er því full bjartsýni um framgang málsins, okkur öllum til heilla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 07:45

2 identicon

EE 30.1.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ennþá finnst mér þetta ekki vera nema fögur orð á blaði. Það getur svo margt komið uppá. En orð eru til alls fyrst og kannski eru breytingarnar með þjóðinni svo miklar að svonalagað gengur í gegn. Sakar ekki að reyna.

Sæmundur Bjarnason, 30.1.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband