586. - Fjórflokkurinn blívur

Fjórflokkurinn er Sjálfstæðisflokkur, Kratar, Kommar og Framsókn. K-flokkarnir eru þó sífellt að skipta um nöfn. Fljótlega verður mynduð ný ríkisstjórn. Kosningar verða svo líklega strax í vor. Fjórflokkurinn mun fá meirihluta aðkvæða eins og venjulega. Talsverðar breytingar verða. Þær verða þó einkum innan flokkanna. Eins máls flokkar munu eiga erfitt uppdráttar eins og venjulega. Stjórnlagaþing verður ekki nema meirihluti þingmanna samþykki það. Það gera þeir ekki ótilneyddir. Allskyns grasrótarsamtök munu auka áhrif sín. Vald ráðherra mun minnka en að öðru leyti mun flest verða við það sama stjórnskipulega séð. 

Djöfullinn sjálfur. Nú komst upp um strákinn Tuma. Við fengum okkur flatskjá í fyrra og erum þessvegna í hópnum sem leiddi landið í glötun. Ekki segja frá þessu. Ég skal reyna að fá mér öðruvísi sjónvarp. Fást þau annars einhvers staðar? 

Sjálfstæðismönnum er vorkunn. Geir skolaði uppí formannssætið án nokkurra verðleika. Hann verður í minningunni á pari við Geir Hallgrímsson  og Jóhann Hafstein. Fyrir næsta formann er verkefnið að endurheimta fylgið. Hvað sem um Davíð má segja var hann Sjálfstæðismönnum ágætur leiðtogi. Þekkti ekki sinn vitjunartíma og fór í Seðlabankann. Öfugt við Steingrím Hermannsson lét hann þar eins og naut í flagi og geldur þess nú.

Moggabloggsmenn hafa margt fyrir bloggið gert. Meðal annars gert það svo vinsælt að til vandræða horfir.

Það er hætt við að þegar um hægist útaf bankahruninu muni aðild að Evrópubandalaginu valda eins mikilli úlfúð með þjóðinni og vera Bandaríkjahers hér á landi olli á sínum tíma. Slíkt ber að forðast. Ef það kostar að fresta þurfi aðild að sambandinu um nokkur ár er það ekki hátt gjald fyrir samstöðu um svo mikilsvert mál. Annars eru vangaveltur um þetta ekki tímabærar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú væntum vér þess að Mogginn fari á hausinn og bloggið með!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 01:28

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég held að Mogginn sé að fara á hausinn en er ekki viss með Moggabloggið. Einhver uppstokkun verður áreiðanlega.

Sæmundur Bjarnason, 29.1.2009 kl. 01:59

3 identicon

Ég tek það fram til öryggis að ég er ennþá bara túbukerling þannig að ég á engan þátt í kreppunni!  Það er enginn flatskjár falinn neins staðar á mínu hemili.  Alveg hreina satt!

Varðandi ESB:  Ég get ekki séð að það ætti að verða mikið vandamál að kjósa um hvort farið verði í aðildarviðræður við ESB fljótlega, jafnhliða Alþingiskosningunum í vor - svona fyrst við erum hvort eð er á leið inn í kosningar.  Þá fáum við allavega hug þjóðarinnar á hreint.  En hvernig læt ég - sumir vilja auðvitað ekkert vita hug þjóðarinnar í þessu máli.  Vilja bara geta klifað á því að þjóðin sé á móti ESB og því sé málið ekki á dagskrá.  Þetta hefur íhaldið tuggið ofan í okkur mörg undanfarin ár.  Og núna tekur Ælugræni flokkurinn væntanlega við þessari tuggu fyrst hann er á leið í ríkisstjórn.

Ugh...

Malína 29.1.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband