13.1.2009 | 00:22
570. - Um árangur í stjórnkerfismálum, skák og sálfræðing í Silfrinu
Til að árangur náist í stjórnkerfismálum þarf að einhenda sér í þau. Leggja smámál eins og bankahrun, aðild að Evrópusambandinu, kvótamál, stóriðju og þessháttar til hliðar í bili. Margir virðast sammála um að stjórnkerfisbreytingar séu nauðsynlegar. Jafnvel virðist talsverð samstaða um hvernig þessar breytingar skuli vera. Til að árangur náist líst mér best á tillögu Egils Jóhannssonar í Brimborg um Sjálfseyðingarflokkinn. Verði tryggt að flokkurinn stefni eingöngu að stjórnkerfisbreytingum og verði örugglega lagður niður mjög fljótlega þegar búið er að ákveða aðrar kosningar eftir þær fyrstu er von til þónokkurs fylgis. Að stofna nýja flokka til að koma mönnum á þing og vasast í allskyns málum eykur bara ruglið. 9-year-old Hetul Shah (India) youngest ever to beat a GM. (Fyrirsögn í skákfréttablaði) Níu ára gutti vinnur stórmeistara í skák. Ótrúlegt. Nú má Maggi litli Carlsen frá Noregi fara að vara sig. Nánar um þetta á blogginu hjá Hrannari Baldurs. Sálfræðingur í Silfrinu hjá Agli á sunnudaginn sagði að kreppan hefði komið eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Þarna er blandað saman tveimur þekktum orðtökum. Að koma eins og þruma úr heiðskíru loft og að koma eins og þjófur á nóttu. Kannski gerði sálfræðingurinn þetta viljandi og þótti fyndið. Þá var hann líka viljandi að rugla þá sem tóku eftir þessu. Þessi sálfræðingur hafði annars margt gott til málanna að leggja en talaði alltof hratt og var of óskýrmæltur. Egill hefur bætt sig að undanförnu og er farinn að losa sig meira og minna við stjórnmálamennina sem áður voru eins og gráir kettir í þættinum hjá honum. |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll bróðir. Það eina sem ég mundi eftir þáttinn var einmitt þjófurinn.Ég var satt að segja milli "steins og steggja" Velti fyrir mér hvort kreppan hefði verið á flugi.
Á mér kvikindi að vini... sendum ambögur á milli. Þess fór strax á vængjum netsins.og eins og spákonan á Útvarpi Sögu segir í hverjum þætti: " En þú veist að Róm var ekki byggð á einni nóttu"
Beturvitringur, 13.1.2009 kl. 01:31
Sjálfur er ég talsvert fyrir að afbaka talshætti og finnst oft skemmtilegt. Segi oft "það er ekki hundur í hættunni", "betra er að hafa vaðið fyrir ofan sig", "þar kom horn úr hljóði", "þegar í harðfennið slær", o.s.frv.
Sæmundur Bjarnason, 13.1.2009 kl. 02:13
Ég kalla þetta "bibbísku" eftir persónunni er Edda Björgvinsdóttir bjó til og lék. Mig minnir "Bibba á Brávallagötunni".Þættirnir gengu einmitt útá afbökun spakmæla og orðtaka. Óttaðist það svolítið fyrir "hönd" íslenskrar tungu. Það eru held ég fæstir sem skilja upprunann svo þeir hafa getað étið þetta upp, hugsunarlaust (og skilningslaust)
Stafaskipti geta líka verið drepfyndin, þegar þau eru sögð t.d. rauð dolla verður dauð rolla.
Undirritað,
Hrokagikkur
Beturvitringur, 13.1.2009 kl. 02:23
Ég vil líka vera með, hér koma tvo dæmi :)
,,Þetta er nú ekkert til að hlaupa húrra yfir"
,,Þið eruð eitthvað svo spænskir á svip"
Hafdís Rósa 13.1.2009 kl. 12:14
Afbökuð orðatiltæki geta verið óborganlega fyndin. Stundum fylgir líka saga sem gerir þau enn fyndnari. Man eftir að ég sagði einhvern tíma alveg óvart: "Verið ekki að skemmileggja pálið hans túns." Skemmileggja var að einhverju leyti meðvitað en ekki hitt. Sögur um "Ísmann í Kristshúsinu" og aðra fljótfæra og fljóthuga menn eru skemmtilegar.
Sæmundur Bjarnason, 13.1.2009 kl. 16:21
Það er nú svona að bæta við athugasemdum eftir djúpan disk, en óneitanlega minnti sálfræðingurinn mig á strákinn sem kom alltaf draugfullur í síðustu rútu til Keflavíkur á sunnudagskvöldum fyrir hálfri öld eða svo, hrekkti þar mann og annan en þannig að enginn tók það illa upp og allir hlógu. Þegar fór að draga af honum fór hann venjulega að syngja og byrjaði alltaf á sama laginu, í hærri tóntegund en hann eiginlega réði við: „Bára blá, um loft þú líður…“
Sigurður Hreiðar, 14.1.2009 kl. 09:25
Það er fátt sem slær út lokasetninguna í "Sódóma Reykjavík":
"Láttu ekki slá svona um þig, þú gætir forskalast"
Sveinn í Felli 14.1.2009 kl. 16:16
Íþróttafréttamenn tala líka stundum um að tiltekinn knattspyrnumaður hafi ekki stigið feilnótu í leiknum.
Hafsteinn 14.1.2009 kl. 16:35
Ég vildi að ég kynni að búa til e-s konar "klúbb-blogg" þar sem safna mætti á einn stað svona skemmtilegu rugli.
Bara núna er ég tvisvar búinn að hlæja framan í skjáinn. Hugsið ykkur sparnaðinn að geð- og róandi lyfjum.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn (e-r með aðra útgáfu?) að hafa gleðigjafa í hverju skoti.
Þegar fýlan og önugheitin liggja yfir mér eins og skata á sandbotni (frumsamið) hef ég stundum neyðst til að brosa og jafnvel skellihlæja af "Fyndnum fjölskyldumyndum" í sjónvarpinu. Það er bara ekki hægt að vera staðfastur í fýlunni yfir sumu þar.
Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 02:25
Fyrir 3-4 áratugum heyrði ég konu í alvarlegu samtali við aðra manneskju. Get bara alls ekki gleymt því sem hún sagði: "Það þýðir ekki að efna og efna og lofa svo aldrei neinu" !!!
Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.