20.10.2008 | 00:09
484. - Þjóðsögurnar heilla. En það er óþarfi að trúa öllu í þeim
Um daginn skrifaði ég um þjóðsöguna um Bjarna-Dísu og leiddi nokkrar líkur að því að draugatrú gæti haft slæmar afleiðingar.
Um þessar mundir er ég að lesa bók sem heitir Úr manna minnum" og er safn greina um íslenskar þjóðsögur. Á bls. 26 í þeirri bók er tilvísun sem rakin er til Guttorms J. Guttormssonar og er þannig:
Að sönnu má finna því stað, að draugatrúin hafi ókosti nokkra, en hver getur sagt, hve mikinn þátt hún hefur átt í guðrækilegu líferni og framferði þjóðar vorrar. Ef maður gerði eitthvað stórvægilegt á hluta náungans, hvað var þá líklegra eða sanngjarnara en hann gengi aftur til að jafna reikningana. Var það ekki einmitt óttinn við slíkar heimsóknir, sem stuðlaði til þess, að menn kappkostuðu af fremsta megni að elska náungann eins og sjálfan sig og breyta við hann eins og þeir vildu, að hann breytti við þá sjálfa?
Ég geri alls ekki ráð fyrir að Guttormur hafi haft söguna af Bjarna-Dísu í huga þegar hann ritaði þetta þó mér sé hún ofarlega í sinni. Mér finnst þó langt seilst þarna til að gera draugatrúna sjálfsagða og eðlilega. Að hún hafi átt þátt í guðrækilegu líferni dreg ég í efa. Einnig að kristin trú hafi nokkurn einkarétt á nágrannaást.
Ég fer ekki ofan af því að draugatrú og allskyns hjátrú hafi oft haft mjög skaðleg áhrif. En hvort trú nútímamanna á svokölluð vísindi og tækni sé nokkuð betri veit ég ekkert um. Í framtíðinni kunna menn þó að komast að einhverri niðurstöðu um það og ég trúi því að mannkynið sé á framfarabraut þó hægt gangi.
Bloggvinur minn einn er fæddur að Kálfárvöllum í Miklaholtshreppi sé ég er. Það er Svanur Gísli Þorkelsson. Þegar ég fluttist í Miklaholtshreppinn árið 1970 voru Kálfárvellir búnir að vera í eyði í nokkurn tíma. Svarfhóll var næsti bær og hann var ekki kominn í eyði. Tún og ef til vill ýmislegt fleira á Kálfárvöllum var hins vegar nytjað frá Svarfhóli sem stóð rétt hjá. Sá bær fór þó í eyði áður en langt um leið. Árin mín á Vegamótum voru um margt athyglisverð og skemmtileg. Vel getur verið að ég skrifi einhvern tíma um þau.
Þessir sífelldu afslættir af öllu mögulegu valda því að ég þori eiginlega aldrei að kaupa neitt. Maður gæti verið að missa af einhverjum dúndrandi afslætti og vel er hugsanlegt að verið sé að megaplata mann. Verðið hafi bara verið skrúfað upp úr öllu valdi áður en afslátturinn var gefinn.
Einhvern tíma var gefin út bók sem heitir Upp er boðið Ísaland". Sú bók var um einokunarverslunina en það væri kannski við hæfi að gefa nú út bók með þessu nafni og fjalla um útrásarvíkingana. Það má leiða líkur að því að trúverðugleiki og heiðarleiki okkar Íslendinga hafi verið á uppboði eða jafnvel útsölu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sagan af Bjarna Dísu er ein af uppáhalds sögum mínum úr þjóðsögum Jóns og var mér alltaf hugleikin, viðbótin um að sumir meintu að Dísa hafi en verið lifandi þegar Bjarni braut hana niður vegna hjátrúar.
svona var þetta og er svipað til nokkurra sagna fra kolviðarhóli.
En merkilega fannst mer að lesa síðar að draugatrúin og óttinn við drauga hefði fyrir alvöru sprungið út þegar við gerðumst mótmælendur og stóðum ein með guði án verndardýrlinga kaþólskunnar og jafnvel fjölgyðistrú víkingana.
Mannskepnan virðist ótrúleg þegar henni finnst hún standa ein í lífinu og til alls vís en sterk erum hún þegar henni finnst hún hafa samkomulag við verndara sína.
Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.