26.9.2008 | 00:16
460. - Að bulla, þrugla og ströggla + myndir frá Kaupmannahöfn
Aðalkosturinn við að blogga er að það er ókeypis. Hinn aðalkosturinn er hvað þetta tekur fljótt af. Þegar búið er að senda efnið útí rafeindaiðuna á Internetinu er hægt að snúa sér að öðru. Bækur eru að mörgu leyti að verða úrelt þing. Spurning hvort ekki sé kominn markaður fyrir léttar og handhægar fartölvur sem hægt er að hafa með sér í rúmið. Hugsið ykkur bara hvað það væri þægilegt að sofna útfrá endalausum blogglestri. Hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti. Þangað hefur mig alltaf langað að fara. Veit bara ekki hvernig ég kemst upp aftur. Með autt Word-skjal í tölvu fyrir framan mig er ég óstöðvandi. Það segja Rebus og Rankin. Eða mundu segja ef þeir vissu eitthvað í sinn haus. Andy Murrey nýja tennisstjarnan þeirra Bretanna á að hafa svarað þegar honum var sagt að hann hefði unnið eina milljón dollara með því að verða annar í US Open: "Já, eru það ekki ein tíu pund?" Greinilega brandarakarl hinn mesti. Henman var alltaf svo alvarlegur. Líklega verður Lára Hanna í öðru sæti á listanum hjá Ómari Ragnarssyni í næstu alþingiskosningum og ég gæti jafnvel trúað að ég exi bara við þau skötuhjúin. Munið að þið sáuð þetta fyrst hérna. "Nei, nei, nei, nei, nei, nei. Ég er bara framliðinn," sagði Ómar Ragnarsson þegar það var borið uppá hann að hann væri dauður. Er mér sagt. Þegar bókin hennar Jónu Á. Gísladóttur kemur út er ég að hugsa um að kaupa hana ekki. Mér finnst Jóna oft vera svolítið væmin en hún skrifar vel, það má hún eiga. Meðan ég fæ að lesa bloggið hennar ókeypis og get hugsanlega fengið bókina á bókasafninu fer ég ekki að eyða peningum í þetta. Það er erfitt að þurfa alltaf að þykjast vera gáfaður og eiga svör við öllu en vera samt frekar vitlaus. Þetta hef ég lengi þurft að búa við. Nú duga ekki mega-vikur lengur hjá Dominós. Giga-vikur skulu það vera. Tera-vikur koma víst eftir áramótin. Hvað svo tekur við veit ég ekki. Við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem mest leyfum af tollalausum matvælainnflutningi segir Bjarni Harðarson þingmaður framsóknarflokksins. Það liggur við að ég trúi þessu. Mér finnst Bjarni langskemmtilegastur þegar hann skrifar um eitthvað annað en pólitík. Til dæmis ættfræði eða mótorhjólaferðir. Sú hugsun er farin að ásækja mig þegar ég blogga endurminnngar að ég hafi kannski minnst á þetta áður. Best að athuga betur leitarfúnksjónina á Moggablogginu. Þetta er að verða langhundur hinn mesti og þar að auki ein allsherjar langavitleysa. Best að hætta áður en höfuðið verður bitið af skömminni. Gott ef þetta fer ekki beint á okursíðuna hans Dr. Gunna. Enn get ég nýtt Kaupmannahafnarmyndirnar enda tók ég þær ansi margar. Hér koma nokkrar myndir af kirkjum, turnum og ýmsum byggingum. Ég sleppi því alveg að útlista hvað er hvað. Það gæti verið tóm vitleysa hjá mér. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Það er erfitt að þurfa alltaf að þykjast vera gáfaður og eiga svör við öllu en vera samt frekar vitlaus. Þetta hef ég lengi þurft að búa við."
Láttu mig vita það! Ég hef áratuga reynslu af þessum fjanda! Eintóm kvöl og pína...
Malína 26.9.2008 kl. 01:19
Allir eru vitlausir á einhverju sviði. Gengur bara misvel að dylja það.
Sæmundur Bjarnason, 26.9.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.