1.9.2008 | 00:10
437. - Ég vil að Anna K. Kristjánsdóttir fari aftur að blogga á Moggablogginu sem fyrst
Einn af albestu bloggurunum hér á Moggablogginu er Anna K. Kristjánsdóttir. Hún hefur bloggað lengi og verið einn af mínum uppáhaldsbloggurum frá því löngu áður en Moggabloggið tók til starfa. Hún hefur lengi haldið uppi vörnum fyrir okkur Moggabloggara þegar ómaklega hefur verið að okkur vegið af þeim sem bloggað höfðu lengi þegar hér var byrjað. Auðvitað er réttast að hún útskýri sín sjónarmið sjálf. Velstyran.blog.is er urlið hennar hér á Moggablogginu. Það er einnig hægt að lesa það sem hún hefur að segja á velstyran.blogspot.com Það er á henni að skilja að henni hafi ofboðið viðbrögðin sem Kristín Björg Þorsteinsdóttir (konukind.blog.is) fékk í kommentakerfið sitt þegar hún lýsti yfir stuðningi við Paul Ramses fyrir skemmstu. Að hætta að setja blogg sitt einnig á Moggabloggið er aðferð hennar til að mótmæla. Ég er sammála henni um að hún hafi ekki átt margra annarra kosta völ en vil samt biðja hana að koma hingað sem fyrst aftur. Hennar er sárt saknað. Ég hafði ekki tekið eftir þessu fyrr en Anna vakti athygli mína á því og hef einmitt verið að minnka mikið lestur á kommentum við blogg annarra að undanförnu. Meðal annars vegna þess að Google Readerinn býður ekki uppá slíkt fyrirhafnarlaust. Ég les samt alltaf kommentin við mín eigin skrif og get ekki kvartað undan neikvæðum kommentum en veit dæmi þess að þau geta valdið miklum sárindum. Kommentin eru sál bloggsins. Auðvitað er hægt að misnota þau en mér finnst að ekki megi taka þau of nærri sér. Einfaldast er að leiða neikvæðar og órökstuddar athugasemdir nafnleysingja hjá sér. Hvaða áhrif þau hafa á lesendur bloggsins er engu hægt að ráða um. Sumir fá svo mikið af neikvæðum athugasemdum að þeir loka fyrir þann möguleika lesenda að kommenta á skrifin. Það finnst mér slæmt en skil sjónarmið þeirra bloggara sem það gera. Millivegur er að kommentin komi ekki fram nema bloggarinn samþykki þau sjálfur. Sumir notfæra sér það. Sjálfum finnst mér rétt að reyna að komast hjá slíku. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Einz vænt & mér þykir nú í raun um uppáhaldz 'vélztýru' mína þá tel ég nú þetta upphlaup hennar vera vindhviðu í fíngurbjörg, enda kemur hún alltaf aftur, einz & öll góð konudýr gera.
Steingrímur Helgason, 1.9.2008 kl. 00:36
Ég held Sæmundur að þú vitir ekki hvað þú er að tala um. Kynntu þér málið betur og þá munt þú breyta um skoðun.
Ingi 1.9.2008 kl. 00:46
Ég les líka oft bloggið hennar Önnu, en mér finnst engu máli skipta hvort ég les það á blogspot-svæðinu hennar eða á Moggablogginu. Hverju breytir það hvar maður les bloggið hennar? Bear with me - er ég svona græn, en ég bara skil ekki vandamálið? Þetta er sama manneskjan sem er að skrifa - bara á öðru svæði á netinu!
Malína 1.9.2008 kl. 02:15
Sæmundur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 02:59
Ég er nú svo græn, en ég hef aldrei skilið þennan ríg sem virðist vera hjá sumum bloggurum á milli bloggveita (veitna?). Sjálf les ég blogg út um allt og krossa netveitur alveg þvers og kruss og án blygðunar - ég virði engin netveitulandamæri! En því er ekki að neita að mér hefur oft fundist vera meira um skítkast hérna á Moggablogginu heldur en t.d. á Eyjublogginu. Þannig að ég skil alveg að Anna skuli vilja hvíla sig aðeins á því.
Kannski á ég eftir að upplifa netveitulandamæraríginn á eigin skinni ef ég einhvern tíma fer að blogga sjálf!
Malína 1.9.2008 kl. 03:38
Vélstýran er ein af þeim sem af og til hótar að hætta af því henni mislíkar eitthvað. Þá auglýsir hún bloggspot síðuna sína og reynir að beina lesendum þangað - um leið og hún reynir að kalla fram einhverskonar stuðning við bloggið sitt.
Svo gengur maður undir manns hönd að sárbiðja hana að fara ekki af moggablogginu: Ekki fara - elsku vélstýra, þú ert svo frábær - ekki fara - plííís. Þetta virðist virka því hún er ekki hætt enn.
Ég tek ekki þátt í þessu.
Velviljuð 1.9.2008 kl. 08:50
það er miklu betra að fylgjast með skrifum fólks ef það er á moggablogginu. ég les mjög sjaldan þá sem ekki eru þar. Ég hef sjálf bara nokkrum sinnum lent í svona kommentastalker sem setti inn einhver rustaleg ruslkomment. mér fannst það óþægilegt og ef viðkomandi hefði ekki hætt þá hefði ég lokað fyrir komment. en mér datt aldrei í hug að hætta að tjá mig vegna þess að einhverjir vildu þagga niður í mér.
það fylgir tjáningarfrelsinu að ribbaldalýður hefur líka tjáningarfrelsi og gargar og grenjar hásum rómi m.a. í kommentum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.9.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.