31.8.2008 | 00:08
436. - Monty Python, Matthías Jóh, Færeyjar og Óli Stef
Á sínum tíma voru þeir Monty Python gaurar í talsverðu uppáhaldi hjá mér. Húmör þeirra var óhefðbundinn og þeir höfðu greinilega gaman af því sjálfir sem þeir voru að gera. Einn af þeim lék síðan ef ég man rétt í myndaflokki sem kallaður var "Faulty Towers" og var bráðfyndinn. Löngu seinna las ég bók sem heitir "Pole to Pole" og er eftir annan úr genginu. Michael Palin heitir hann og hefur verið með ferðamyndaseríur í sjónvarpinu að undanförnu og er nokkuð skemmtilegur. Fjarskyldur ættingi hans hefur nú komist í fréttirnar vestur í bandaríkjahreppi og verður í framboði í kosningakeppni sem fara mun fram í haust. Þetta ætti að geta orðið hin skemmtilegasta keppni og verður líklega allsekki eins ójöfn og margir bjuggust við. Ég er búinn að vera að fresta því eins og ég get að lesa dagbækurnar hans Matthíasar á Netinu. Líklega kemst ég samt ekki hjá því að líta á þessi ósköp. Verst hvað mér hefur alltaf þótt Matthías leiðinlegur. Samtalsbækurnar voru samt sumar ágætar. Mig minnir að hann hafi í bókum rætt bæði við Pál Ísólfsson og Þórberg Þórðarson. Þessar bækur las ég á sínum tíma og eflaust hef ég lesið margt eftir hann í Mogganum. Ljóðin hans hafa mér samt alltaf þótt afleit. Margt er fyndið í færeyskunni. Um daginn sá ég eftirfarandi utanáskrift á bréfi: Meginfelag Búnaðarmanna Einu sinni hef ég komið til Færeyja. Stórt ljósaskilti við höfnina vakti athygli mína. Þar var "VANLUKKUTRYGGINGIN" til húsa. Í búðarglugga einum voru "sílapilkar" auglýstir til sölu. Með því að rannsaka hvað var að finna í glugganum komst ég að því að þarna var um veiðistengur að ræða. Heiti á einni búð var líka athyglisvert. Hún hét "GÁFUBÚÐIN". Eftir vöruúrvalinu þar að dæma hefði þessi búð líklega verið kölluð "Gjafabúðin" hér uppi á stóra skerinu. Þegar ég skrapp á Hótel Hafnia og fékk molasopa og reikning fyrir því þá stóð á honum "Goldið" þar sem á gullaldarmálinu hefði líklega staðið "Greitt". Að lesa færeysku dagblöðin getur verið meinfyndið. Og svo líta þeir upp til okkar!! DV gerir grín að Bíp-heimspeki Ólafs Stefánssonar. Ég man að ég las um tíma blogg eftir Ólaf og fannst það dálítið torskilið. Opinberar persónur mega búast við hverju sem er. Auðvelt er að gagnrýna og finna að. Mér finnst Þorgerður Katrín hafa farið yfir strikið með því að fara tvívegis til Kína og nota skattpeningana okkar dýrmætu í það og Barack Obama er með messíasarkomplex segja sumir. Nei annars. Fyrr má nú vaða úr einu í annað en að blanda öllu saman í óskiljanlegan hrærigraut. Ég er hættur. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst gaman þegar þú hrærir öllu saman Sæmi minn. En mér finnst ljóðin hans Matta oft flott. Kveðja.
Eyþór Árnason, 31.8.2008 kl. 00:24
Þáttaröðin sem Cleese lék í hét reyndar Fawlty Towers. Rétt skal vera rétt.
Gunnhildur 31.8.2008 kl. 14:10
amm, skemmtilegur grautur.
Skammirnar á DV að gera grín að Ólafi! Gat það nú verið.
alva 31.8.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.