411. - Útsynningur og landsynningur

Heyrði eitt sinn góða kenningu um uppruna orðanna útsynningur og landsynningur. Samkvæmt henni er útsynningur suðvestanátt en landsynningur suðaustanátt og það held ég að passi við skilning flestra. Auðvitað má líka heimfæra þetta á útnyrðing og landnyrðing þó ég þekki þær vindáttir miklu minna.

Fyrst eftir landnám Íslands var Noregur náttúrlega landið og áttamiðanir voru með hliðsjón af því. Út var að sjálfsögðu í átt frá landinu (Noregi) og þannig eru þessar áttir til orðnar.

Það næsta sem við þurfum að geta gert hér á moggablogginu er að geta dánlódað í einhveru aðgengilegu formi öll okkar bloggskrif og annað það sem við höfum sent hingað inn. Það er alltof seinlegt að geta bara tekið eina og eina færslu í einu eins og mér skilst að sé núna. Ég efast ekki um að stjórnendur bloggsins geti leyst þetta farsællega fyrir okkur. Annað eins hafa þeir nú afrekað.

Fyrst þegar ég byrjaði að blogga prentaði ég bloggin mín út öðru hvoru og safnaði þeim í möppu. Nú er ég alveg hættur að nenna því. Það væri samt gott að geta átt þetta einhvers staðar. Ég er svo tortrygginn að ég treysti helst engum.

Í pælingum mínum um blogg og þessháttar er ég sennilega alltaf að segja það sama þó með mismunandi orðalagi sé. Alltaf reyni ég þó að hafa eitthvað bitastæðara með þessum vesælu pælingum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki veit ég svo gjörla um téðar vindstefnur. hinsvegar grunar mig að útþynningur eigi við um stefnu Framsóknarflokksins.

Brjánn Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst að Landsbókasafnið  haldi öllum bloggfærslum til haga. Þær er jú opinbert lesefni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband