29.7.2008 | 18:23
403. - Bilun og skringilega útlítandi moggablogg
Nú er bloggið að mestu komið í lag en lítur samt einkennilega út. Ekki eru allar fúnksjónir að fullu komnar í lag aftur en vonandi verður það bráðlega. Það að geta haft beint samband við valda bloggvini eða alla í einu sýnist mér vera góð viðbót. Bilunin í gær var í lengsta lagi. En hvað getum við sagt með okkar ókeypis aðgang? Í staðinn fyrir að senda það sem ég var þó búinn að punkta hjá mér fyrir bloggið í gærkvöldi fæ ég nú tíma til að gera það betra. Þó skömm sé frá að segja er ég er orðinn latur við að lesa blogg. Les reyndar ekki mikið þessa dagana. Það er erfitt að vera inni í svona veðri eins og verið hefur undanfarið. Og ekki get ég lesið úti. Mestur tíminn fer í að hamast við að gera ekki neitt. (sem er frekar erfitt). En til að einhverjir nenni að lesa bloggið mitt verð ég eiginlega að fylgjast eitthvað með í bloggheimum og láta sjást að ég sé lifandi. Upplagt væri að skammast svolítið út í moggabloggið fyrir að bila á versta tíma og hafa hlutina svolítið á hornum sér. Ég nenni því bara ekki. Oft hafa verið gerðir merkilegir vefir um hin og þessi mikilmenni sögunnar. Þá getur oft verið gaman að skoða. Nýlega rakst ég á merkilegan vef um Jóhannes úr Kötlum. Ég er alinn upp í Hveragerði á þeim tíma sem hann bjó þar og hann var ásamt fleiri listamönnum sem þar bjuggu eftirminnilegur mjög. Þessi vefur hefur urlið: johannes.is Jóhannes úr Kötlum var eitt helsta skáld sinnar samtíðar og mjög afkastamikill rithöfundur. Eftir hann liggja 20 ljóðabækur, 5 skáldsögur, hann þýddi fjölda bóka, ritaði greinar í blöð og tímarit og flutti erindi um stjórnmál og menningarmál. Þeir sem vilja vita meira um Jóhannes ættu að sjálfsögðu að kíkja á þennan vef. Pizzugerðarmenn hafa gert tilraunir með að láta pizzur sínar líta sem herfilegast út. Eftir því sem þær eru ljótari virðist fólk vera æstara í að borða þær. Eftir því sem liturinn á þeim er fáránlegri því betra og eftir því sem áleggið á þeim er ókræsilegra því betur seljast þær. Um þetta hafa verið smíðaðar heimspekikenningar og reynt hefur verið að yfirfæra þetta á annan mat. Það hefur gengið misjafnlega. Til dæmis hefur ekki tekist að fá fólk til að éta spæld fúlegg og útmiginn og úldinn fiskur er ekki vinsæll nema á örfáum stöðum. Ég hélt að ísbjarnarmálum væri lokið á Íslandi þetta árið. En Vestfirðingar voru eftir. Ekki dugir að láta eins og þeir séu ekki til. Það var gaman að Ólína Þorvarðar skyldi lenda í þessu nýjasta ísbjarnarmáli. Mér finnst þetta allt með dálitlum þjóðsagnablæ. Mest er ég hissa á þeim sem umfram allt vilja hjálpa ísbjarnar-ræflunum. Auðvitað er maður skíthræddur við þessi óargadýr. Gef lítið fyrir sófakommana sem óskapast yfir að þeir hafi verið skotnir. Ég var í Fljótavík í fyrra. Þangað kom ísbjörn vorið 1974 og var hann snimmendis skotinn til bana. Sögur um þann atburð lifa enn og eru talsvert magnaðar. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já, hvernig var það með blog.is, fengu þeir vírus inn á alla diskana?
Gleymdu Hádegismóamenn að vera með spegilsíður til vara?
Skúli Skúlason 31.7.2008 kl. 20:37
Sæmundur Bjarnason, 31.7.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.