404. - Samvinnuskólinn, Bismark og Ólafur Blör

Á Bifröst var á sínum tíma kennd bæði Samvinnusaga og menningarsaga. Samvinnusagan fjallaði fyrst og fremst um sjálfmenntaða bændahöfðingja á Íslandi í upphafi tuttugustu aldar. Menningarsagan var síðan nokkurn vegin það sama og annars staðar var kallað mannkynssaga.

Ég man eftir að einhverntíma vorum við að lesa fyrir menningarsögupróf af miklum krafti og við Kiddi á Hjarðarbóli og einhverjir fleiri sömdum afkáralegar spurningar til leiðbeiningar við lesturinn. Ég man nú bara eftir einni af þessum spurningum. Í bókinni sem við vorum að lesa stóð að Bismarck hefði haft mörg járn í eldinum. Spurningin sem við gerðum um þetta var einfaldlega svona: "Hvað hafði Bismark í eldinum?" Eina rétta svarið við þessu var að sjálfsögðu "mörg járn."

Flestum þóttu þessar spurningar ekki merkilegar en þær styttu okkur stundirnar sem sömdum þær. Hvort þær urðu til þess að við tileinkuðum okkur námsefnið eitthvað betur veit ég ekki.

"Ólafur Blör er líklega að missa það."

"Missa hvað?"

"Nú kúlið maður. Hann rekur menn hægri vinstri og er hugsanlega að missa takið á svonefndum borgarstjórnarflokki Sjálfgræðisflokksins. Svo ætlar hann víst ekki á Ólympíuleikana sem er alveg glatað nú á þessum Kínatímum."

"Segir hver?"

"Segi ég."

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, já. Hann er úr Öfusinu og séra Helgi Sveinsson sem þá var kennari við Barna og Miðskólann í Hveragerði orti eitt sinn um hann: Í andríkinu af öllum ber / okkar kæri skóli. / Kraftaskáld er komið hér / Kiddi á Hjarðarbóli.

Sæmundur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband