14.7.2008 | 00:42
388. - Um málfar, ljósmyndir og sitthvað fleira
Jæja, áfram með karlagrobbið í dulargervi endurminninga. Nei annars. Aðsóknartölur sýna mér að þetta er ekki það sem fólk vill lesa. Ég verð að sætta mig við það þó auðvitað vildi ég gjarnan segja frægðarsögur af sjálfum mér endalaust. Svona verður maður bara með aldrinum.
Í sjónvarpi allra landsmanna var um daginn tekið svo til orða að von væri á að einhverjir skúrir yrðu um helgina. Ég hef áður talað um rigningarskúrir og geymsluskúra hér á blogginu og fengið heldur bágt fyrir.
Nú geri ég mér alveg grein fyrir að kynferði skúra er mállýskuháð. Ef karlkynið á að ríkja eins og sagt er að það geri fyrir norðan af hverju var þá ekki sagt einhverjir skúrar"? Ef sunnlenskan á hinsvegar að blíva hvað snertir rigningarskúrir af hverju var þá ekki sagt einhverjar skúrir"? Er þetta kannski miðjumoð allra miðjumoða?
Sigurður Hreiðar HM hvar ertu nú með þínar hnífskörpu skilgreiningar? Nú þörfnumst við þín.
Núorðið er svo mikið tekið af ljósmyndum að afar fáir nenna að skoða myndir sem aðrir taka. Næstum því hver maður á sína eigin myndavél og enginn vafi er á að meira er tekið af myndum en áður hefur þekkst.
Þessvegna er það sem ég ligg núna á því lúalagi að setja oft á tíðum ljósmyndir aftast í bloggið mitt. Með þessu tekst mér kannski að fá álitlegan fjölda fólks til að skoða myndir sem því hefði annars ekki dottið í hug að skoða. Auðvitað tel ég svo sjálfum mér trú um að þetta séu frábærar myndir.
Annars er það svo með þetta ljósmyndakraðak að meirhluti þess mun í fyllingu tímans lenda í glatkistunni gaflalausu. Geymslumiðlum fer sífellt hrakandi. Ekkert geymist eins vel og gömlu glerplöturnar. Á sama hátt eru bækur þær sem prentaðar voru fyrir mörgum öldum mun líklegri til að varðveitast en þær bækur sem verið er að prenta nútildags á illa gerðan afgangspappír allskonar.
Guðmundur Magnússon skrifar í sinn bloggpistil hugleiðingar um Matthías Johannessen skáld og ritstjóra og segir í lokin:
Það er ekki gott að lesa langa texta Mattíasar á skjánum. Betra að þeir hefðu verið settir í pdf-skjal þannig að maður gæti prentað þetta út. Kannski spáir hann í það við tækifæri?"
Það er ef til vill rétt hjá Guðmundi að pdf-skjöl séu frekar prentuð út en html-skjöl en ég fæ ekki séð að pdf-sniðið sé eitthvert skilyrði fyrir útprentun. Vilji er allt sem þarf.
Eins og sjá má af myndum mínum frá í gær fórum við í grillveislu í sumarbústað. Sá bústaður er að Húsafelli og á leiðinni þangað sáum við tilsýndar það hús sem Bjarni og Charmaine eru búin að festa kaup á. (Fyrsta mynd)
Annars var aðalstjarnan í grillveislunni lítil stelpa að nafni Snædís Sól Ingimundardóttir og aftan við myndina af húsinu Bjarna og Charmaine eru fáeinar myndir af henni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er nú hérna Sæmundur minn, má til með að svara fyrst þú spyrð. En þó ég sé framur er ég ekki með nefið allsstaðar og nú vill svo til að hér hjá mér hafa verið einhverjar skúrir sem læt verða mér afsökun til að leggjast í leti. En ég hefði betur skilið þetta sem þú talar um ef rætt hefði verið um „einhverja skúra" -- nema i-ið í einhverjir hafi hreinlega verið sláttuvilla. Af þeim geri ég sjálfur nóg og læt þær því njóta vafans í smámálum eins og þessu. Hið fornkveðna um grjótkastið og glerhúsið er enn í fullu gildi.
En myndirnar þínar eru margar forláta!
Góð kveðja -- hittumst við í Bifröst á föstudaginn? Því ég var Í Bifröst á sínum tíma, ekki Á.
Sigurður Hreiðar, 14.7.2008 kl. 17:34
Kynferði skúra er alls ekki neitt smámál Sigurður minn. Spurðu bara Nönnu Rögnvaldar sem er systir Eiríks prófessors í íslensku við Háskólann að ég held. Mér er sagt að sú venja að kvenkenna rigningarskúrir en karlkenna geymsluskúra sé bara sunnlensk mállýska en á Norðurlandi séu allir skúrar karlkyns.
Sæmundur Bjarnason, 14.7.2008 kl. 23:10
=> einhverjir skúrir? => einhverjir skúrar => einhverjar skúrir. Mér finnst "rétt" að notast við hið síðast upptalda. Hins vegna ber ég heilshugar virðingu fyrir mismunandi málnotkun eftir landsvæðum, EN þá finnst mér líka að fólk verði að gera upp við sig hvort það talar, í þessu tilviki, norð- eða sunnlenska mállýsku, og hana nú
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 20:46
Gleymdi áðan: Mér finnst koparkollurinn Snædís Sól rosalega flott. Alltaf "svag" fyrir rauðleitu hári :)
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.