28.6.2008 | 00:08
373. - Vilhjálmur Örn við gamla heygarðshornið
Ég varð einu sinni þess heiðurs aðnjótandi að Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson helgaði mér heila bloggfærslu. Ekki var það til að hrósa mér fyrir góð skrif heldur til annars. Nú sé ég að hann er við líkt heygarðshorn og mér hefur oft fundist hann áður. Skoðananabróðir hans einn átelur hann fyrir að þurrka út athugasemdir þeirra sem ekki eru honum sammála. Ekki veit ég hvort þetta er rétt og mér er eiginlega sama. Ég held að Vilhjálmur lesi stundum bloggið mitt því hann er bloggvinur minn og ef hann vill láta svo lítið að kommenta í athugasemdakerfið hjá mér þá skal ég lofa að eyða færslunni ekki.
Meðal þess sem ég las í nýliðinni bloggútlegð minni var hin merka bók Agnars Þórðarsonar Kallað í Kremlarmúr" en þar segir hann frá ferð um Sovétríkin sumarið 1956 með Steini Steinar og fleirum. Ég hef oft heyrt sagt frá ýmsu sem gerðist í þessari ferð en ekki lesið bókina í heild fyrr. Þetta er stórmerk bók og þar er sagt frá ýmsu sem lýsir Steini vel. Ein frásögn af honum fannst mér sérlega athyglisverð.
Steinn Steinar og Páll Hafstað voru á ferð á Barðaströnd. Steinn vildi koma við á bæ einum þar sem föðursystir hans bjó með syni og tengdadóttur. Gamla konan var blind. Þegar þeir komu upp á loftið til hennar spurði hún hverjir þar væru á ferðinni. Steinn sagði til sín og heilsaði henni blíðlega.
-Nú ert þetta þú, Alli minn, sagði gamla konan. Hún fór fingrum um andlit hans og hár.
-Þú hefur mikið og gott hár, sagði hún.
-Já, og það er rauðleitt, sagði Steinn.
-Og þú ert fríðasti maður og líkur honum föður þínum.
-Já, ætli ég sé ekki líkur honum, sagði Steinn.
-En ósköp leiðist mér hvað sagt er um þig, sagði gamla konan.
-Nú eins og hvað?
-Æ, ég veit ekki hvað það er, ég reyni að hlusta ekki á það, en það stendur víst í blöðunum fyrir sunnan, þeir segja að það sé svo ljótt sem þú yrkir.
-Þú skalt ekki taka mark á því, sagði Steinn og lét hana heyra vísu eftir sig sem hann hvíslaði hljóðlega að henni.
Gamla konan hlustaði vel og það glaðnaði yfir svip hennar.
En þetta er svo falleg vísa, Alli minn, sagði gamla konan, Það er rím í henni.
-Ég held ég hafi aldrei ort órímaða vísu, svaraði þá Steinn.
-Guð minn góður, hvað ég er fegin að heyra þetta, sagði gamla konan, það er þá ekkert að marka hvað staðið hefur í blöðunum.
-Nei nei, svaraði Steinn, það er ekkert að marka blöðin, frænka mín.
Í lokin eru svo fáeinar myndir úr sveitasælunni:
Skýin geta verið mikilfengleg í Grímsnesinu, ekki síður en annars staðar.
Kýrin á þessari mynd gæti vel verið að hugsa með sér: Hvaða andskotans plast er þetta í nösunum á mér?"
Þessi hestur gæti verið segja: Svona nú. Reyndu að haga þér almennilega."
Það er ekki auðvelt að mynda fiðrildi á flögri og mislitu blettirnir efst á myndinni undirstrika það. Þeir komu alveg óvart.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fínar myndir hjá þér bloggvinur minni besti og fagurt er landið.
En af hverju enn ein skítaslettan? Getur þú ekki kastað Flóadellum í aðra en mig. Þú getur greinilega ekki farið í sumarfrí í nokkra daga án þess að koma fullur af hatri í minn garð til baka. Hvað er þetta í íslenskri náttúru sem gæðir menn slíkri ónáttúru að þeir vilji ráðast á mig fyrst í færslu.
Rétt er það að ég skrifaði um þig, http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/512957 og mæli ég með því að lesendur þínir lesi það, en þú átt víst vinninginn í skrifum okkar um hvorn annan.
Hvað varðar athugasemdir um að ég hafi þurrkað orð manna út, þá er það út í hött. Sumir menn verða hvumsa við þegar þeir þurfa að bíða til að sjá hvort bloggarinn vil samþykkja erindi þeirra. Ég nýti mér möguleikann á að vinsa út menn sem senda mér línur sem annað hvort eru svo dónalegar að ég tel það þeim fyrir bestu að birta þær ekki, eða að ég nenni ekki að svara spurningum þeirra ef þeir eru t.d. of frelsaðir í stuðningi við morðsveitir úti í heimi sem bókstaflega þurrkar fólk út, og ætlar sér að útrýma heilli þjóð, sem líka á fallegt land - Ísrael.
En þakka þér fyrir auglýsinguna og örlætið í minn garð.
Ferðu ekki brátt að taka köttinn frá andlitinu, svo ég geti séð framan í þig? Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá, eins og vinnuveitandi þinn sagði forðum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.6.2008 kl. 07:39
Ég get alveg tekið undir þetta með þér Sæmundur með hann Vilhjálm og þegar hann segir það vera út í hött að hann þurrki út orð manna þá er það einmitt sú fullyrðing sem er út í hött. Ég veit ekki um neinn sem er jafn ósvífinn að draga málefnalega umræðu niður á plan persónumeiðinga eins og Vilhjálmur. Ég stóð fyrir nokkru í slíkri "umræðu" við hann og eftir nokkurt dónalegt skítkast frá hans hálfu lokaði hann á athugasemdir frá mér, þó svo ég hefði gætt allra mannasiða og ekki vanvirt hann með nokkrum hætti. Eina sökin sem ég var sekur um var að vera á öðrum meiði en Vilhjálmur. Ef rétt er að af ávöxtunum skuli þekkja menn hefur Vilhjálmur ýmsu að huga að í ávaxtagarði sínum svo betur fari.
Jonni, 28.6.2008 kl. 11:44
Flottar alltaf myndirnar þínar, sérstalæega þessar af því smáa í veröldinni. FLott nýja myndin á blogginu þínu.
alva 28.6.2008 kl. 23:43
Magnaðar myndir! Hvernig vél ertu með? Tókstu myndirnar af köngulónni, flugunni og fiðrildinu með macro-stillingu eða ertu með svona góða aðdráttarlinsu?
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:47
Ég tók myndirnar með makrostillingu en vélin er fín og veðrið var gott. Vélin heitir Canon PowerShot SX100 og er með 8 milljón pixla og 10x optical zoom. Áður en ég set myndirnar hingað á bloggið, minnka ég þær mikið.
Sæmundur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 07:01
Skemmtileg frásögnin um Stein Steinar og gömlu konuna.
alva 30.6.2008 kl. 01:07
Skemmtileg færsla og áhugaverð umræða um Vilhjálm
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 10:18
Hvað er áhugavert við svona umræðu um mig? Getur kallinn ekki bara skrifað um virkjanir, ríkisstjórnina og ísbirni eins og aðrir gamlir menn? Hann er eins og ísbirnirnir sem menn heyrðu í á Tjörnesi á fyrri hluta síðustu aldar. Þeir öskruðu eitthvað úti á ísnum, en komu aldrei í land. Færslan hefði verið miklu skemmtilegri án þessa tuðs um mig En Sæmi er sæmilega skemmtilegur á köflum, það verður ekki skafið af honum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 12:19
Villi minn. Ósköp ertu takmarkaður. Það er ekki nóg með að þú opinberir fordóma þína í mörgu sem þú skrifar heldur sé ég ekki betur en þú sért með aldurstengda fordóma líka. Þú ættir líklega vel heima í Karlakór Kolbeinseyjar sem kom við sögu í einu ísbjarnarmáli fyrir margt löngu. Ég hnýti í þig og þínar skoðanir þegar mér sýnist.
Sæmundur Bjarnason, 30.6.2008 kl. 13:04
Ég skrifaði líka um ísbirni. Láttu nú ekki svona, þú fordómalausi maður. Allir sem muna eftir Silla og Valda eru gamlir. Hnýttu bara þegar þér sýnist, það fer með þér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 13:37
Hverskonar bull er þetta! Ég man vel eftir Silla og Valda en er þó bráðung. Mikil er rörsýn manna stundum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 13:43
Misskiljið mig ekki, ég hef ekkert á móti ungu fólki og hef skrifað pistil um aldursfordóma þegar ég var ungur í fyrra http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/283085/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 14:10
Þú tælir mig ekkert inn á síðuna með þessu, Vilhjálmur. Mig langar hins vegar að vita hverra manna þú ert. Áttu bróður sem heitir Ingi? Var pabbi þinn ættaður frá Vestfjörðum?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:14
Á engan bróður, faðir minn var frá Hollandi og forfeður hans aftur í ættum m.a. frá Póllandi og Portúgal eða lengra að komnir. Móðurættinn mestmegnis úr heiðum Skagafjarðar og myrkustu Kjós, fátækt en gott fólk. Góð gen, góður til undaneldis. Þér er alveg óhætt að fara inn á síðuna mína þótt ég sé ekki að Vestan. Mér þykir hins vegar gott að vera fyrir Vestan og vonast til þess að fara þangað aftur í ár. Þar býr mestmegnis gott fólk.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 15:20
Þarna sérðu, jafnvel nánast barnungt fólk getur haft áhuga á ættfræði!
Og já, það er gott fólk fyrir Vestan, satt er það.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.