374. - Er ég kom heim í Kópavog. - Var Auđbrekkan sundurgrafin

Ţegar ég kom úr Grímsnesdvölinni var vatnslaust og harđi diskurinn í tölvunni hruninn. Auđbrekkan ađ auki sundurgrafin og meiriháttar gestaţraut ađ komast heim. Síminn var ţó í lagi og fartölvan dóttur minnar svo allt reddađist ţetta, eđa gerir međ tímanum. Bara reyna ađ halda kúlinu.

Svo bloggađi ég á laugardagskvöldiđ og gat ekki stillt mig um ađ pota ađeins í Vilhjálm Örn. Skítaslettu kallar hann ţađ og mér er skítsama. Villi skrifar ţó oft skemmtilega ţó ég fyrirlíti sumar skođanir hans.

„Ferđu ekki brátt ađ taka köttinn frá andlitinu, svo ég geti séđ framan í ţig? Af ávöxtunum skuliđ ţér ţekkja ţá, eins og vinnuveitandi ţinn sagđi forđum."

Ţarna er Villi greinilega ađ vísa til Silla og Valda. Ţađ voru merkilegir karakterar og hver veit nema ég segi einhverntíma frá ţeim.

Ég veit ekki hvort er betra ađ taka sér frí frá bloggskrifum eđa blogglestri. Hvorttveggja er ágćtt. Í veđri eins og veriđ hefur ađ undnaförnu skilur mađur eiginlega ekki hvernig hćgt er ađ festa hugann viđ ađ lesa blogg. Sjálfur nota ég tímann til ađ lesa bćkur. Er ţađ skárra? Jú, mađur getur svosem fariđ međ bćkurnar hvert sem er. Jafnvel í heita pottinn. Sumir eiga samt ekki annan kost en ađ hanga inni í blíđunni.

Hvađ er góđur texti? Veit ţađ ekki. Samt er ég alltaf ađ reyna. Hvađ er gott blogg? Veit ţađ ekki heldur. Kannski hćfilega langar hugleiđingar um allt og ekkert. Ný hugsun, til ađ fara međ međ inní daginn ásamt átján öđrum blogghugsunum.

Hrađar og snöggsođnar íhuganir sem kvikna af fréttum dagsins eru oftast heldur klénar og ekki minn tebolli. Ţá vil ég frekar marklitlar tónlistarpćlingar eđa veđurmas. Blogghugsanir geta veriđ međ öllu móti. Ómerkilegir brandarar, sólarlagsmyndir, argasta bull, dýpsta speki og allt ţar á milli. Er gott blogg líkt vinjettum a la Ármann Reynisson? Veit ekki. Kannski. Ţó finnst mér ađ í bloggi megi vađa úr einu í annađ en ekki í hinu.

Blogg er bara blogg af ţví ađ ţađ lifir stutt og engum dettur í hug ađ prenta ţessi ósköp út. Hvađ ţá ađ setja á bók. Bćkur eru merkilegur hlutur. Samt alltaf ađ fjarlćgjast nútímann. Hver nennir ađ sitja tímunum saman og lesa í bók?

Nú er allt orđiđ svo sjálfvirkt á blessuđum bókasöfnunum ađ ţetta er eins og ađ fara kjörbúđ. Kaupmanns á horninu fílingurinn farinn úr ţessu. Ađ fara á bókasafn. Borga smásekt. Velja bćkur. Dást ađ hve bókavarđan (bókavörđur - kvenkyn) er fljót ađ afgreiđa. Hlakka til ađ blađa í bókunum ţegar heim er komiđ. Nei, nú er allt stílađ uppá vinnusparnađinn. Tölvur og strikamerkingar sjá um ţetta allt. Ţú rennir bara bókunum á réttan hátt í gegnum geislann og ferđ út án ţess ađ eiga samskipti viđ nokkurn mann.

En vei ţér ef tölvan gerir athugassemdir. Öllu er trúađ sem ţessi vélaskrímsli segja. Ţínar skođanir eru alveg ómark. Ef tölvuskrattinn heldur fram einhverri vitleysu er ţađ ţitt ađ sannfćra tortrygginn yfirstarfsmann. Reynir kannski svolítiđ á sannfćringarkraftinn, en er ekki erfitt.

Andskotinn. Ţetta er orđiđ alltof langt hjá mér. Svona er ađ hafa of mikinn tíma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ţađ eru ennţá til furđufuglar sem nenna ađ lesa bćkur.    Núna er á náttborđinu mínu bókin Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali.  Stórbrotin bók sem ég mćli međ.  En mađur verđur ađ nenna ţví hún er 360 blađsíđur.

Anna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er međ sömu bók og Anna á mínu náttborđi og tek undir međ henni.

Og ţetta var ekkert orđiđ alltof langt hjá ţér. Ţađ var veriđ ađ kvarta viđ mig yfir löngum pistlum mínum en ég lćt ţađ eins og vind um eyrun ţjóta og skrifa ţađ sem mér liggur á hjarta. Ţeir lesa ţá bara sem nenna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:14

3 identicon

Langt eđa ekki langt.

Skiptir engu, ef pistillinn ef góđur.

Og, já. sumir geta ekki veriđ úti og notiđ veđurblíđunnar. Bókin sem er á Stofuborđinu mínu er Hús úr húsi. ´Nýbyrjuđ á henni, og hún lofar góđu. engin bók á náttborđinu. Ţađ bara ţýđir ekkert, ég sofna strax.

Mbk/sjs

Sigrún Jóna 29.6.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Veđurmas!!  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.6.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

engin bók á náttborđinu hér á bć. fyrir ţví liggja helst tvćr ástćđur.

ég les ekki bćkur og á ekki náttborđ.

Brjánn Guđjónsson, 29.6.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Til hamingju međ nýja mynd međ blogginu ţínu, Sćmundur. Annars var kisi flottur, kom út eins og hvítt alskegg á ţér.

Sigurđur Hreiđar, 29.6.2008 kl. 15:51

7 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Sprćkur er á sprettinum
er spannar nokkurt flćmi;
kominn undan kettinum
karlfauskurinn Sćmi!

Bestu kveđjur,

Hallmundur Kristinsson, 29.6.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Hallmundur höfđinginn,

hefur upp róminn sinn,

međur ţví mynd um sinn

er mínus eitt kattarskinn.

Sćmundur Bjarnason, 30.6.2008 kl. 07:56

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn ađ lesa allar bćkur sem Ayaan Hirsi Ali hefur gefiđ út á sćnsku... frábćr.

Mér finnst líka gaman ađ lesa skemmtileg blogg eins og t.d. ţig, Sćmundur.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 10:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband