368. - Mbl.is, athugasemdir, myndir og fleira

Mitt motto er að linka ekki í einhverja vitleysu sem er að finna á mbl.is.

Betra er að búa vitleysuna til sjálfur en trúa öllu sem þar stendur. Hálfvitalegu og hálfkláruðu skrifin þar eru stundum vitlausari en ég gæti fundið uppá.

Um daginn var þar frétt um bíl sem gengi fyrir vatni. Ekki var beinlínis talað um eilífðarvélina frægu en greinilega var fréttin úr sömu skúffu. Sem minnir mig á skilningsleysi mitt. Ég gat aldrei skilið og skil ekki enn, hversvegna átti að breyta rafmagni fyrst í vetni og svo í rafmagn aftur og láta olíufélögin sjá um dreifingu á ósköpunum. Áreiðanlega verð ég dauður áður en slík vitleysa verður arðbær.

Næst á eftir því að fá margar heimsóknir á bloggnetinu er að fá mörg komment. Þó hægt sé að fela upplýsingar um aðsókn er erfiðara að ljúga til með athugasemdir. Líka er hægt að telja sér trú um og láta í veðri vaka að ekkert sé varið í að fá athugasemdir. Það hef ég reynt og gefist vel. Fáum finnst taka  því að kommenta á bullið í mér. Samt er aðsóknin umtalsverð og í rauninni undarlega mikil.

Sennilega er gott að vera örlátur á athugasemdir til að fá þær sjálfur. Ég er afskaplega slakur við slíkt þó ég lesi mikið af bloggum. Stundum dettur mér meira að segja eitthvað í hug sem mér finnst skynsamlegt, en auðvelt er að telja sjálfum sér trú um að óþarfi sé að kommenta. Svo er það fyrirhöfn og erfitt að hætta. Kannski hægt að nota hugdettuna í eigið blogg seinna o.s.frv.

Sumir eiga kunningja sýnist mér sem hafa gaman af að kommenta. Þeir eru öfundsverðir af því að fá mörg komment sem stundum eru nú hálfþynnkuleg.

Eins og sjá má á grafi yfir heimsóknartölur hjá mér snarfjölgaði heimsóknum um miðjan mars þegar mér var skyndilega og óvænt lyft upp í hóp svokallaðra forsíðubloggara. Ekki veit ég hvar ég væri staddur án þess. Líklega væri ég þó enn að blogga en bara fyrir talsvert færri.

Svo eru hérna fáeinar sólskinsmyndir í lokin.

IMG 0891IMG 0899IMG 0924IMG 0942IMG 0951IMG 0954IMG 0981


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt hálfþynnkulegt komment, Góðar myndir.

kveðja, Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson 17.6.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skrifa frekar athugasemd en færslu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.6.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband