369. - Um ísbirni og Evrópumót

Fór að ráðum Kristjönu frá Stakkhamri og setti uppáhaldsbloggin mín í Google Reader. Það gekk ágætlega en nú sé ég ekki hvort það eru einhverjar athugasemdir og get ekki lesið þær ef einhverjar eru. Gerir lítið til.

Enn á ný eru ísbjarnarfréttir allt að kaffæra. Varla hægt að halda uppá þjóðhátíðardaginn fyrir þessum ósköpum. Ekki veit ég hvað þeir aumingjar eiga að gera sem hvorki hafa áhuga á ísbjörnum né fótbolta. Þeir verða bara að láta sér góða veðrið nægja. Sem er ekki slæmt. Sólskin uppá hvern dag.

Samkvæmt fréttum var bangsi skotinn þegar hann reyndi að komast til sjávar. Mér finnst ekki stórfellt afbrot að reyna að komast undan kvölurum sínum. Óargadýr eru ísbirnir þó og dráp á undanvillingum sem þessum hafa engin áhrif á stofninn.

Ætli ég sé nokkuð að tefja menn meira frá uppbyggilegum verkefnum. Hér eru nokkrar ljósmyndir: Fyrstu tvær myndirnar eru af einhverjum hernaðarmannvirkjum í Öskjuhlíð sem ég kann lítil skil á. Þriðja myndin er tekin á Hjörleifshöfða og sýnir það sem gæti verið einhvers konar lendingarbraut fyrir geimför en er áreiðanlega eitthvað allt annað. Svo koma tvær myndir úr Nauthólsvíkinni. Þá ein af Hjörleifshöfða og ein af hreiðri í vegarkantinum við Ketilstaði í Mýrdal.

IMG 0971IMG 0970IMG 1032IMG 0959IMG 0967IMG 1053IMG 1095


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar þessar myndir frá þér!!!

Við aularnir hérna fórum í útsýnisflug, allavega 1/4 af okkur, rest á morgun, þar sem flugvélabensínlaust var orðið á öllu NV- landinu, vegna aukinnar flugumferðar hérna í dag, trúlega vegna bangsa. Litla rellan dúaði duglega í rokinu hérna.

alva 18.6.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ef þú vilt skoða athugasemdir við blogg þegar þú skoðar þau á Google reader, þá smellirðu á fyrirsögn bloggsins og þá ertu kominn inn á bloggsíðuna og getur skoðað athugasemdir á sama hátt og venjulega.

Kristjana Bjarnadóttir, 18.6.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband